30.08.2016 20:38

1414 Áskell Egilsson EA

 Alla þessar upplysingar eru af skipasiðu Árna Björns www.aba.is 

vinsamlega getið þess ef að efnið er notað 

Vöttur SU-3.   ( 1414 )   B-5. 

Stærð: 17,47 m. 29 brl. Smíðaár. 1975. Eik. Stokkbyrðingur.  
Aðalvél. 240 ha. Volvo Penta TAMD 122A.
Smíðatími var 13.227 klst. en þar af fóru 4.854 klst. í járnsmíði, frágangs vélbúnaðar og siglingatækja eða 37% heildartímans.
Báturinn var smíðaður fyrir Fiskiðjuna Bjarg hf. Bakkafirði en því fyrirtæki stýrði Hilmar Einarsson. Báturinn var öðrum þræði keyptur í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld um varanlega hafnargerð á Bakkafirði. 
Heimildarmaður að forsögu þessara kaupa er sonur kaupandans, Steinar Hilmarsson. 
Þessi áform gengu þó ekki eftir og því seldi Fiskiðjan Bjarg hf. hluta í bátnum til Útgerðarfélagsins Þórs sf. Eskifirði. Þeir aðilar sem stóðu að Þór sf. höfðu árum saman verið í viðskiptum við Fiskiðjuna Bjarg hf. og lagt þar upp afla af 10 tonna báti sem þeir gerðu út. 
Vöttur var því skráður á Eskifirði lengst af og að mestum hluta gerður þaðan út þau ár sem hann var í eigu þessara aðila. 
Árið 1978 fór báturinn til Dalvíkur og hét þar Vinur EA-80, því næst til Reykjavíkur árið 1983 þar sem hann hét Aðalbjörg ll RE-236 og þá til Þorlákshafnar 1987 þar sem hann fékk nafnið Gulltoppur ÁR-321. 
Báturinn var keyptur til Húsavíkur af Ólafi Ármanni Sigurðssyni árið 1997 og fékk þar nafnið Haförn ÞH-26, Húsavík. 
Frá árinu 2002 hefur báturinn verið skráður á Ugga fiskverkun ehf., Húsavík en að félaginu standa Ólafur Ármann Sigurðsson og fjölskylda. 
Í október 2010 fékk báturinn nafnið Ási ÞH-3 og er á miðju ári 2015 enn í eigu Ugga fiskverkun ehf., Húsavík. 
Eftir að bátnum var hleypt af stokkunum hjá Bátasmiðjunni Vör hf. er búið að byggja á hann hvalbaka og leit hann, á miðju ári 2011, út sem nýlegur væri. 
Árið 2015 hét báturinn enn Ási ÞH-3 og það nafn bar hann þegar hann var felldur af skipaskrá 12. júní 2015 með eftirfarandi athugasemdum Siglingarstofnunar. "Tekinn úr rekstri." 
Á haustdögum 2015 var bátinn að finna í Húsavíkurhöfn en 17. október 2015 var hann dreginn til Akureyrar til nýrra eigenda. 
Frá þessum tíma eru eigendur hans Egill Áskelsson, Halldór Áskelsson og Sævar Áskelsson allir frá Akureyri 
Segja má að eplið falli sjaldan langt frá eikinni því að þeir Áskelssynir eru synir Áskels Egilssonar eins af eigendum Bátasmiðjunnar Varar hf. sem bátinn smíðaði. 
Hugmynd eigenda er að koma bátnum í upprunalegt horf og nota hann til eigin þarfa. 
Fyrsta verk nýrra eiganda var að fjarlægja hvalbakinn af bátnum. 
Stýrishúsið, sem er úr stáli, var ryðbarið, sandblásið og málað. 
Allt var það síðan einangrað að innan og klætt með  Fibo-Trespo og það innréttað á svipaðan hátt og áður var. 
Aftan á stýrishúsið var smíðaður ryðfrír stigi og ofan á þak þess rekkverk úr ryðfríum rörum og frá því gengið. 
Afgasrör vélar var endurnýjað og til verksins notað ryðfrítt rör.
Lunningsplanki úr eik var endurnýjaður frá stefni að skut eða með öðrum orðum allan hringinn. 
Tveggja pila rekkverk úr ryðfríum stálrörum var smíðað og frá því gengið ofan á lunningu. 
Rafbúnaður bátsins var að miklum hluta endurnýjaður. Meðal annars voru rafmagnstöflur endurnýjaðar svo og siglingaljós. Annað í rafbúnaði bátsins sem betur mátti fara var lagfært.
Allur var báturinn málaður frá kili að masturstoppum og honum gefið nafnið "Áskell Egilsson" til minningar um föður þeirra sem að verkinu stóðu. 
Meiri hluti þessarar vinnu var framkvæmdur á hliðargörðum slippsins á Akureyri og var hann sjósettur 9. ágúst 2016.
Samantekt á heiti bátsins í áranna rás.
Frá árinu 1975 hét báturinn Vöttur SU-3, Eskifirði.
Frá árinu 1978 hét hann Vinur EA-80, Dalvík.
Frá árinu 1983 hét hann Aðalbörg ll RE-236, Reykjavík.
Frá árinu 1987 hét hann Gulltoppur ÁR-321, Þorlákshöfn. 
Frá árinu 1997 hét hann Haförn ÞH-26, Húsavík. 
Frá árinu 2010 hét hann Ási ÞH-3, Húsavík. 
Frá árinu 2016 heitir hann Áskell Egilsson, Akureyri. 
Athugasemd:
Þegar báturinn fór til Dalvíkur árið 1978 fékk hann nafnið Vinur eins og fram hefur komið hér að ofan. 
Einkennisstafir bátsins eru tölvuskráðir EA-30 hjá Siglingastofnun en EA-80 í ritinu "Íslensk skip." 
Mynd af bátnum, þegar hann hét Vinur, sýnir greinilega að einkennisstafir hans eru málaðir skírum stöfum á bóg bátsins EA-80 og telst það því rétt vera.
             1414 Áskell Egilsson EA mynd þorgeir Baldursson 
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 501
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 618
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 584712
Samtals gestir: 23342
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 23:07:22
www.mbl.is