20.07.2018 00:51

Rækjuvinnslunni i Grundarfirði Lokað

Ákvörðun hef­ur verið tek­in um að loka rækju­vinnslu FISK Sea­food ehf. í Grund­arf­irði. Í frétta­til­kynn­ingu frá FISK seg­ir að til­kynnt hafi verið um niður­stöðuna á fundi með starfs­fólki verk­smiðjunn­ar í dag að upp­sagn­ir taki gildi um næstu mánaðamót. Nítj­án manns fá upp­sagn­ar­bréf vegna lok­un­ar­inn­ar.

„Veiðar og vinnsla rækju hafa átt erfitt upp­drátt­ar hér­lend­is á und­an­förn­um árum og er ákvörðunin tek­in í ljósi langvar­andi ta­prekst­urs í Grund­arf­irði sem ekki virðist ger­legt að vinda ofan af við nú­ver­andi aðstæður,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

Sem áður seg­ir fá 19 manns upp­sagn­ar­bréf, en tveim­ur verður þó boðið að vinna áfram að frá­gangi í verk­smiðjunni og und­ir­bún­ingi sölu tækja og búnaðar á allra næstu mánuðum.

„FISK Sea­food harm­ar þess­ar mála­lykt­ir en vek­ur at­hygli á að rekstr­ar­um­hverfi veiða og vinnslu rækju á Íslandi hef­ur breyst veru­lega á und­an­förn­um árum með óhjá­kvæmi­leg­um sam­dráttar­áhrif­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni frá FISK Sea­food.

„Það er sárt að horf­ast í augu við þenn­an veru­leika. Rækju­veiðar við Íslands­strend­ur eru orðnar inn­an við 10% af því sem var þegar best lét og hrá­efnið, sem stöðugt hækk­ar í verði,  kem­ur nú orðið að lang­mestu leyti er­lend­is frá,“ er haft eft­ir Friðriki Ásbjörns­syni, aðstoðarfram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins í frétta­til­kynn­ingu. 

Seg­ir hann gengi ís­lensku krón­unn­ar, stór­auk­inn launa­kostnað og aðrar inn­lend­ar kostnaðar­hækk­an­ir einnig ráða miklu um versn­andi af­komu og að við nú­ver­andi aðstæður sé leiðin út úr vand­an­um því miður ekki ein­ung­is vand­fund­in held­ur vænt­an­lega ófær.

Heimild MBL.is

      1019 Sigurborg SH 12 á rækjuveiðum  mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1443
Gestir í dag: 138
Flettingar í gær: 616
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 9749816
Samtals gestir: 1372369
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 21:42:40
www.mbl.is