10.08.2019 08:23

Akurey AK 10 landar á Sauðarkróki

 

      2890 Akurey AK 10 á Sauðárkróki Drónamynd þorgeir Baldursson  2019

  

„Við höf­um verið að þorskveiðum fyr­ir norðan land seinni part­inn í sum­ar og afla­brögðin hafa verið góð,“ seg­ir Magnús Kristjáns­son, skip­stjóri á Ak­ur­ey AK, sem kom til hafn­ar á Sauðár­króki síðdeg­is í gær með um 170 tonna afla.

Skipið var um fjóra sól­ar­hringa á veiðum en látið var úr höfn í Reykja­vík á föstu­dag, að því er fram kem­ur á vef HB Granda.

Magnús seg­ir að þorsk­ur­inn hafi greini­lega leitað lengra norður en vant er í æt­is­leit og nú sé til að mynda eng­an þorsk að hafa á þekktri veiðislóð á Vest­fjarðamiðum, svo sem á Hal­an­um og í kant­in­um þar suðvest­ur af.

Skip sem nú eru á Vest­fjarðamiðum séu þar að elt­ast við ufsa.

„Hér úti fyr­ir Norður­landi höf­um við fengið góðan þorskafla og í þess­ari veiðiferð fór­um við lengst aust­ur á Sléttu­grunn. Við höf­um orðið var­ir við tölu­vert æti s.s. mak­ríl, síld og rækju. Loðna hef­ur ekki sést. Auk þorsks­ins er hér einnig dá­lítið af ufsa en karf­ann verðum við að veiða vest­an og suðvest­an við landið.“

  Texti Mbl.is 

Drónamynd Þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 718
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 1441
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9704079
Samtals gestir: 1367627
Tölur uppfærðar: 29.1.2020 13:38:31
www.mbl.is