10.08.2019 10:59

Fiskidagurinn mikli er I dag

           Fiskidagurinn i er i dag Mynd af Facebook siðu Hátiðarinnar

     Fiskidagurinn  mynd þorgeir 2006

     Mikil stemming mynd þorgeir 2006

 Fiskborgarar mynd þorgeir

 Rúnar Júliusson og Július mynd þorgeir 2006

 

      Hátiðarsvæðið og hið nýja Frystihús Samherja á Dalvik mynd þorgeir 2019

 

Matarstöðvar Fiskidagsins mikla á Dalvík verða opnaðar nú kl. 11, en matseðill dagsins er áhugaverður að vanda,

Friðrik V. er yfirkokkur og  lagði línurnar ásamt sínu fólki. Þar má að sjálfsögðu finna gamla og góða rétti eins og síld og rúgbrauð, filsur sem eru fiskipylsur í brauði, harðfisk og íslenskt smjör, fersku rækjurnar og fiskborgarana. Öflug grillsveit grillar fiskborgarana en líkt og á síðasta ári sameinast árgangur 1965 árgangi 1966 sem hefur staðið vaktina í mörg ár.

Sushi Corner á Akureyri mætir aftur eftir að hafa slegið í gegn í fyrra. Fiskurinn á grillunum er með nýju sniði, bleikja í Pang Gang sósu og þorskur í karamellu og mangósósu. Á bás Friðrik V. verður í boði Hríseyjarhvannargrafin bleikja eins og á síðasta ári en nýjung á þeim bás verða djúpsteiktar gellur. Akureyri FISH og Reykjavík FISH koma með Fish and chips. Indverskt rækjusalat í boði Dögunar verður á sér bás. NINGS fjölskyldan mætir með risasúpupottinn þar sem boðið verður uppá austurlenska rækju og bleikjusúpu. Aðstoðarkokkur Fiskidagsins mikla Addi Yellow stýrir sasimi stöðinni þar sem að langreyður frá Hval h.f. og bleikja verða í boði.  Grímur kokkur mætir sjóðandi heitur eftir árshlé með plokkfiskinn góða og ostafylltar fiskibollur, það sama er uppá teningnum hjá Moorthy og fjölskyldu í Indian Curry House á Akureyri þau mæta til baka eftir árshlé með Taandoori bleikju og Naan brauð. Kaffibrennslan býður uppá besta kaffið svartan Rúbín. Íspinnarnir frá Samhentum Umbúðamiðlun vinum Fiskidagsins mikla númer 1. klikka aldrei. Samherji býður uppá sælgæti og merki dagsins.

Frett af FB siðu hópsins

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 664
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 561
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 602659
Samtals gestir: 25361
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 19:31:45
www.mbl.is