10.08.2019 10:32

Makrillinn á hraðri leið norðaustur

                             Vikingur AK 100 mynd HB Grandi 

         Vaðandi Makriltorfa við Hvalbak mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Við vor­um að veiðum út af Reyðarfjarðar­djúpi en þaðan er um átta tíma sigl­ing til Vopna­fjarðar. Það var dá­lítið erfitt að forðast síld sem auka­afla en það ger­ist á hverju ári að síld kem­ur með mak­ríln­um. Þá fær­ir maður sig bara í von um að fá hrein­an mak­ríl.“

Þetta seg­ir Al­bert Sveins­son, skip­stjóri á Vík­ingi AK, í Morg­un­blaðinu í dag. Skipið er nú á Vopnafirði og kom þangað í gær­kvöldi með um 770 tonna afla að því er fram kem­ur á vef HB Granda.

Að sögn Al­berts hafa afla­brögð yf­ir­leitt verið góð síðustu vik­ur en það hef­ur valdið viss­um erfiðleik­um að á sum­um stöðum hef­ur síld bland­ast mak­ríln­um. Síld­ina vilja sjó­menn helst ekki veiða fyrr en eft­ir mak­ríl­vertíðina. Mik­il ferð hef­ur verið á mak­ríln­um í norðausturátt.

„Það var mjög góð veiði um versl­un­ar­manna­helg­ina en þá var aðal­veiðisvæðið í Litla­djúpi og Hval­baks­hall­inu. Núna er mak­ríll­inn kom­inn mun norðar. Þetta er allt ríg­vænn fisk­ur, 500 grömm og þyngri, og enn sem komið er virðist ekki vera neitt lát á göng­um upp að land­inu,“ seg­ir Al­bert.

Heimild MBL.IS

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 618
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 584618
Samtals gestir: 23319
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 19:37:09
www.mbl.is