12.08.2019 20:00

GUNNAR ARASON, FYRRVERANDI SKIPSTJÓRI HEIÐRAÐUR Á FISKIDAGINN

   

 

      

Gunnar Arason var heiðraður fyrir framlag sitt til sjávarútvegs á Fiskideginum um liðna helgi.

Svanfríður Inga Jónasdóttir fyrrverandi bæjarstjóri afhenti afhenti Gunnari grip sem Jóhannes Hafsteinsson frá Miðkoti Dalvík smíðaði.

Ljósmyndari: Bjarni Eiríksson

Gunnar Arason var heiðraður fyrir framlag sitt til sjávarútvegs og farsælan skipstjóraferil með skip frá Dalvík. Hann varð skipstjóri hjá útgerð Aðalsteins Loftssonar á Dalvík árið 1963, þá aðeins 22 ára gamall, fyrst með Baldvin Þorvaldsson EA 24 og síðan Loft Baldvinsson EA 124.  

              Loftur Baldvinsson EA24 mynd úr Safni Snorra Snorrasonar 

Árið 1968 tók hann við nýju og glæsilegu skipi, Lofti Baldvinssyni EA 24. Síldin hafði þá breytt göngu sinni frá hefðbundnum miðum íslenskra fiskiskipa. Hinu nýja skipi var þá um haustið haldið til veiða í Norðursjónum og náði á stuttum tíma frábærum árangri við síldveiðar þar og frágang aflans, sem tryggði þeim hæstu verð. Það varð með öðru til þess að Loftur Baldvinsson EA 24 var um árabil með mestu verðmæti allra íslenskra fiskiskipa.  Gullaldarár skipsins voru þegar best gekk í Norðursjónum á árunum 1970 til 1975.

        Loftur Baldvinsson  EA 24 mynd Snorri Snorrasson 

Skipverjar á Lofti Baldvinssyni voru flestir frá Dalvík og það munaði um það  að tekjuhæstu sjómenn landsins bjuggu hér. Það er stundum talað um það að heil gata hafi meira og minna verið byggð einbýlishúsum skipverja á Lofti á þessum árum.

 Unnið um borð I Lofti Baldvinssyni EA 24. Mynd úr safni Guðmundar Jónssonar

Aukin verðmæti vegna gæða aflans urðu aðall áhafnar Lofts Baldvinssonar og þar fór skipstjórinn fremstur meðal jafningja.

    Gott kast á siðunni á Lofti Baldvinssyni EA 24 mynd Guðmundur Jónsson  

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 856
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 1441
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9704217
Samtals gestir: 1367658
Tölur uppfærðar: 29.1.2020 15:34:43
www.mbl.is