24.04.2020 22:38

Beitir með 3.000 tonn af kolmunna

          Beitir Nk 123  mynd  Guðlaugur Björn Birgisson 24april 2020

   Beitir NK  kemur til hafnar i morgun Mynd Guðlaugur Björn Birgisson 2020

                    Beitir NK 123 mynd Guðlaugur Björn Birgisson  24 april 2020

 

Snemma í morgun kom Beitir NK með um 3.000 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar.

Aflinn fékkst suður af Færeyjum í sjö holum. Í stærsta holinu fengust 550 tonn.

Það er semsagt um verulega traffík að ræða.Menn hafa verið á sama blettinum frá því að veiðarnar hófust og þarna hafa verið um 50 skip af ýmsu þjóðern

.„Þarna er töluvert af fiski að sjá. Hann virðist koma í gusum. Stundum dettur þetta niður en gýs svo upp á ný í miklu magni.

Tómas Kárason skipstjóri segir að veiðiútlit þarna sé nokkuð gott.

Norðmenn eru enn að veiða fyrir sunnan línuna í skosku lögsögunni þannig að það  virðist töluvert af fiski eiga eftir að ganga þarna norðureftir.

Það eru góðar líkur á áframhaldandi veiði og menn eru bara bjartsýnir.

Við munum halda til veiða í kvöld strax að löndun lokinni.

Það er farið mjög varlega á meðan staldrað er við í landi vegna kórónuveirunnar.

Umferð um skipið er í algeru lágmarki og áhöfnin þarf að fara varlega og virða allar ströngustu reglur í samskiptum við fólk,“ segir Tómas.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3852
Gestir í dag: 2165
Flettingar í gær: 5768
Gestir í gær: 2740
Samtals flettingar: 10580092
Samtals gestir: 1474950
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 15:53:37
www.mbl.is