seinnipartinn i dag kom Sigurður VE 15 með fullfermi af kolmunna alls um 2500 tonn
og i gær landaði Heimaey VE 1 svipuðu magni um 2500 tonnum og er von á Isleifi Ve 63
til löndunnar einhvern næstu daga
Megnið af kolmunnanum fer til bræðslu og skipta þessar veiðar útgerðir uppsjávarskipa miklu máli.
Þannig má nefna að árið 2018 veiddust 293.000 tonn af kolmunna
og var útflutningsverðmætið 11,6 milljarðar króna, eða 4,8% af heildar útflutningsverðmætum sjávarafurða.
Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda,
segir að á síðasta ári hafi borist um 410.000 tonn af hráefni til mjöl- og lýsisvinnslu í landinu.
Það var mikil minnkun frá árinu 2018 þegar 635.000 tonn af hráefni bárust en það skýrist af loðnubrestinum í fyrra.
Jóhann segir Íslendinga ekki mikla áhrifavalda á mjölmörkuðum í heiminum.
Þar ráðist verðmyndun af því hvernig veiðar á ansjósu í Suður-Ameríku ganga.
„Ég tel ekki að það dragi enn frekar úr hráefnisöflun fyrir fiskmjölsverksmiðjurnar á þessu ári.
Kvótar í makríl, norsk-íslensku síldinni og kolmunna eru ekki minni en á árinu 2019.
Og þetta eru hvort tveggja loðnuleysisár. Ég tel að hráefnið inn í verksmiðjurnar verði svipað á þessu ári og á því síðasta,“ segir Jóhann Pétur.
 |
2883 Sigurður ve 15 mynd óskar Pétur Friðriksson 24 april 2020
 |
Sigurður VE 15 mynd Óskar Pétur Friðriksson 24 april 2020
 |
2883 Sigurður ve 15 að koma að bryggju mynd Óskar Pétur Friðriksson
 |
2812 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2020 |
|
|
|