12.02.2021 08:56

ÞÖRF Á NÝJUM DRÁTTARBÁT TIL HAFNA ÍSAFJARÐARBÆJAR

                         2642 Sturla Halldórsson Dráttarbátur Isafjarðarhafnar mynd þorgeir Baldursson 

 

Í minnisblaði Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra til hafnarnefndar

kemur fram að eftir stækkun Sundahafnar verður að taka að bryggju í Sundunum allt að 130.000 tonna skip og allt að 330 metra löng.

Telur Guðmundur að þá verði ekki hjá því komist að auka getu dráttarbáts.

„Miðað við reynslu bæði Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar þá mun

                 2955 Seifur hinn nýji dráttarbátur Hafnarsamlags Norðurlands mynd þorgeir Baldursson 

dráttarbátur með 50 til 60 tonna togkraft vera nauðsynlegur til að geta brugðist við aðstoð við skip við komu og brottför.
Gera má ráð fyrir því að núverandi dráttarbátur Sturla Halldórsson verði seldur. Sturla Halldórsson er með dráttargetu 12,5 tonn og alla tíð reynst hið mesta happafley.

Um kostnaðinn segir í minnisblaðinu að gera megi ráð fyrir að gangverð á núverandi bát gæti verið 70 til 90 miljónir en að nýr og öflugur
dráttarbátur muni kosta á bilinu 600 til 800 miljónir.

                                                2985  Magni mynd Hilmar Snorrasson 2020
 

Hafnarstjóri leggur til við hafnarstjórn að kannað verði með hvaða hætti mun verða hægt að ýta þessu verkefni úr vör í samvinnu við Hafnamálasvið Vegagerðarinnar. Fallist var á það.
Frétt af bb.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1490
Gestir í dag: 257
Flettingar í gær: 2121
Gestir í gær: 419
Samtals flettingar: 10566265
Samtals gestir: 1469285
Tölur uppfærðar: 4.3.2021 21:50:37
www.mbl.is