09.09.2021 13:20

Evrópskar útgerðir stefna norska ríkinu

                     Norska Varðskipið Fosnavaag  W 340 i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 2017 

Deila Norðmanna og út­gerða skipa inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og á Bretlandi vegna veiða við Sval­b­arða hef­ur harðnað upp á síðkastið. Evr­ópu­sam­bandið hafði hótað Norðmönn­um refsiaðgerðum vegna skertra afla­heim­ilda við Sval­b­arða.

Norðmenn svöruðu með því að hóta að senda skip norsku strand­gæsl­unn­ar á vett­vang færu skip­in yfir leyfi­leg­ar afla­heim­ild­ir. Í síðustu viku var norska rík­inu svo stefnt vegna máls­ins fyr­ir héraðsdómi í Ósló, að því er fram kem­ur á vef norska rík­is­út­varps­ins, NRK, og í fleiri norsk­um miðlum.

Fyr­ir­tæki inn­an sam­taka evr­ópskra út­gerða sem stunda veiðar í NA-Atlants­hafi, Enafa, standa að baki stefn­unni, 14 fyr­ir­tæki í sex Evr­ópu­sam­bands­lönd­um og ein bresk út­gerð. Evr­ópu­sam­bandið hafði alls heim­ild til að veiða 29 þúsund tonn af þorski á fisk­vernd­ar­svæðinu við Sval­b­arða áður en Bret­ar gengu úr ESB og Brex­it tók gildi um síðustu ára­mót.

Með út­göng­unni ákváðu Norðmenn að skerða kvóta ESB um 10 þúsund tonn og veita Bret­um heim­ild til að veiða 5.500 tonn. Því sem skildi á milli, 4.500 tonn­um, var skipt á milli Norðmanna og Rússa. Þetta sættu fyr­ir­tæk­in sig ekki við og Evr­ópu­sam­bandið miðar enn við 29 þúsund tonn, eins og áður komu í hlut ESB.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 465
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1919
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 1623001
Samtals gestir: 61205
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 05:30:47
www.mbl.is