13.05.2017 14:16

Fyrsta Skemmtiferðaskipið 2017 til Akureyrar

    Celebrity Eclipse á Eyjafirði i morgun Mynd Þorgeir Baldursson 2017

     Jóhannes Antonsson lóðs og Viðir Hermannson mynd þorgeir Baldursson 

    Komið að landi við Oddeyrarbryggju Mynd þorgeir Baldursson 2017

 Pétur Ólafsson og Lisa Lutoff-Per­lo,forstjóri Celebrity Cruises, mynd þorgeir 

  Kristján Edelstein Valgarður óli Ómarsson og stefán Ingólfsson mynd þorgeir 

   Farþegarnir myndaðir með vikingakonu mynd þorgeir Baldursson 2017

 og siðan hoppað uppi rútu og ekið austur i þingeyjarsveit mynd þorgeir 2017

af Mbl.is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

Fyrsta skemmti­ferðaskip sum­ars­ins, Celebrity Eclip­se, kom til hafn­ar á Ak­ur­eyri í morg­un. For­stjóri skipa­fé­lags­ins gaf þá fyrst­ur allra í söfn­un­ar­bauk á bryggj­unni, en Hafna­sam­lag Norður­lands mun í haust planta 2.000 trjám, hið minnsta, í sam­starfi við Skóg­rækt­ar­fé­lag Eyf­irðinga til að kol­efnis­jafna vegna þeirra skemmti­ferðaskipa sem koma til bæj­ar­ins í sum­ar.

Um borð í morg­un voru um 2.800 farþegar og starfs­menn eru um 1.200. Verk­efni Hafna­sam­lags­ins var þá ýtt form­lega úr vör, en það felst í því að 10 trjám hið minnsta verður plantað í norðlensk­an svörð í haust. Það var  Lisa Lutoff-Per­lo, for­stjóri Celebrity Cruises, eig­anda Celebrity Eclip­se, sem fyrst gaf í söfn­un­ar­bauk­inn en hún var á meðal farþega.

„Hafna­sam­lagið legg­ur fram and­virði 2.000 plantna og svo bæt­ist við það sem safn­ast meðal farþega,“ sagði Pét­ur Ólafs­son hafn­ar­stjóri við Morg­un­blaðið. Hann seg­ist ekki vita til þess að hafn­ir ann­ars staðar í heim­in­um hafi tekið upp á þessu. Alls kem­ur rúm­lega hálft hundrað skemmti­ferðaskipa til Ak­ur­eyr­ar í sum­ar, þar af um 30 sem hafa viðkomu í Gríms­ey.

Veðrið var ekki til að hrópa húrra fyr­ir á Ak­ur­eyri í morg­un: rign­ing og þriggja stiga hiti. Gránað hef­ur í fjöll síðustu daga eft­ir mik­inn hlý­indakafla í síðustu viku en fjöld­inn dreif sig þó frá borði, vel klædd­ur og vopnaður regn­hlíf­um. Marg­ir gengu um bæ­inn eða fóru í hvala­skoðun en megnið af farþegum hef­ur þó lík­lega farið í kynn­is­ferðir, aðallega aust­ur um og til Mý­vatns, en mik­ill bíla­floti frá fjölda ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja beið á bryggj­unni í morg­un.

Celebrity Eclip­se held­ur úr höfn aft­ur síðdeg­is og kem­ur til Reykja­vík­ur fyr­ir há­degi á morg­un.

12.05.2017 23:09

Netaveiðar Þorleifs EA 88 á Eyjafirði

Það er oft mikill handagangur  við netaborðið hjá Gylfa Gunnarssyni skipstjóra á Þorleifi EA 88

þegar verið er að draga en i dag var þorleifur  EA  að draga net inni á Eyjafirði en þangað hafði 

hann fært þau vegna þrálátar brælu fyrir utan Gjögrana ekki voru aflabrögin neitt sérstök 

en dregnar voru 7 trossur og eru 12 net i hverri og var heildarafli dagsins rúm 3 tonn 

og uppistaðan þorskur að sögn Gylfa sem að var landað á fiskmarkaðinn á Dalvik 

   Gylfi Gunnarsson Skipst Mynd þorgeir Baldursson 2017

                     1434 Þorleifur EA 88 mynd þorgeir Baldursson 2017

      Nægur Fiskur úrgreiðsla um borð i Þorleifi   mynd Tryggvi Sveinsson 

                Þokkaleg veiði og nóg að gera     mynd Tryggvi Sveinsson 

                   Kallinn vigalegur á rúllunni    mynd Tryggvi Sveinsson 

                 1434 Þorleifur EA 88 mynd þorgeir Baldursson 2017

    Komið til hafnar og kallarnir klárir með Springinn mynd þorgeir Baldursson 

      Steinn Karlsson Hafnarvörður tekur við springnum Mynd þorgeir 2017
                     Og setti á pollann mynd þorgeir Baldursson 2017
 

12.05.2017 09:58

Björgunnaræfing á Pollinum

   108 Húni  2250 Sleipnir og björgunnarsveitarbátar komu að æfingunni © ÞB 

     2250 Sleipnir flutti Slökkviliðsmenn um borð Mynd þorgeir Baldursson

     Bátarnir sem að komu að æfingunni mynd þorgeir Baldursson 2017

 

   Viðbragðsaðilar á pollinum i gær mynd þorgeir Baldursson 2017

Í gær fór fram björgunaræfing á pollinum við Akureyri þar sem Slökkvilið
Akureyrar, björgunarsveitin Súlur og Akureyrarhöfn komu til bjargar áhöfn og
farþegum á eikarbátnum Húna II.  Líkt var eftir eldi í vélarrúni bátsins.
Áhöfnin hafði brugðist við samkvæmt áætlun ef slíkt kemur upp og hafði
eldurinn verið slökktur en mikill reykur um borð.  Tveir farþegar höfðu lent
í sjónum og rekið frá skipinu og einn farþegi var í björgunarbát sem slitnað
hafði og rekið frá.  Þeim var öllum bjargað og farþegar og áhöfn Húna II
teknir yfir í lóðsbát hafnarinnar.

12.05.2017 09:48

Nýr Hvalaskoðunnarbátur Eldingar Hólmasól til Akureyrar

      2922 Hólmasól  Kemur til Akureyrar Mynd þorgeir Baldursson 2017

           Tekið á móti Springnum Mynd þorgeir Baldursson 2017

 Farþegarnir hamingjusamir með góðan túr Mynd þorgeir Baldursson 2017


Nýr hvalaskoðunarbátur á Akureyri. 
Hólmasól fór í sína jómfrúarferð í hvalaskoðun frá sinni nýju heimahöfn á Akureyri. Gestirnir voru alls 72 i Jómfrúarferðinni og voru glaðir eftir vel heppnaða ferð, en í ferðinni sáust fjórir fjörugir hnúfubakar  og margar  hnísur. 
Hólmasól var keypt árið 2016 af Eldingu Hvalaskoðun Akureyri, sem hóf starfsemi sína á Akureyri sama ár. En Hólmasólin hefur verið í breytingum síðan þá, til að gera hana sem farþegavænsta og liprasta. Þá var m.a. útbúið 360° útsýnisþilfar, stórsniðugir útsýnispallar á mörgum hæðum í stafni skipsins sem munu veita farþegum einstætt útsýni yfir Eyjafjörðinn og líflegu hnúfubakana sem þar ærslast um alla daga. Hólmasólin er tvibytna  skrúfulaus og drifin af stórsniðugum hljóðlátum “jetdrifum”.og er ganghraðinn um 20-25 milur eftir veðri  

12.05.2017 07:03

Eskja Selur Aðalstein Jónsson 2 til Grænlands

         2699 EX Aðalsteinn Jónsson 2 SU Mynd þorgeir Baldursson 

                Qvak  Gr 21 EX  Vendla Mynd þorgeir Baldursson 2014

Eskja á Eskif­irði hef­ur selt frysti­skipið Aðal­stein Jóns­son II SU til græn­lenska út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins Arctic Prime Fis­heries. Reiknað er með að upp­sjáv­ar­skipið Qa­vak GR 21 gangi upp í kaup­in, en skipið er nú í slipp í Reykja­vík.

Í vet­ur tók Eskja í notk­un nýtt og full­komið frysti­hús á Eskif­irði til vinnslu á upp­sjáv­ar­teg­und­um. Sam­hliða var ákveðið að gera breyt­ing­ar á skipa­stóli fé­lags­ins og stórt upp­sjáv­ar­skip, Li­bas, var keypt frá Nor­egi og fékk það nafnið Aðal­steinn Jóns­son. Li­bas var smíðað 2004, er um 94 að lengd og nærri 18 metra breitt. Það get­ur borið um 2.400 lest­ir og um borð er full­kom­inn kæli­búnaður.

Nú hef­ur frysti­skip Eskju, sem bar orðið nafnið Aðal­steinn Jóns­son II, verið selt. Það var smíðað í Nor­egi og Rúm­en­íu 2001 og keypt hingað frá Nor­egi 2006. Eskja ger­ir einnig út Jón Kjart­ans­son SU, sem áður bar nöfn­in Hólma­borg og Eld­borg. Það var smíðað í Svíþjóð 1978, en lengt 1996.

Heimild Morgunblaðið

11.05.2017 22:54

Hver er maðurinn

Þessi einstaki maður er vel þekktur og virtur i bæjarfélaginu hver er maðurinn ?

              Maðurinn er þekktur Mynd þorgeir Baldursson 2017

                   jæja hver er hann Mynd þorgeir Baldursson 2017

            Þekkið þið Kauða Mynd þorgeir Baldursson 2017

11.05.2017 09:20

Sprenging i skipakomumum til Akureyrar

   Mikill fjöldi Skemmtiferðaskipa heimsækir Akureyri ár hvert mynd þorgeir 

 

„Það stefn­ir í al­gjört metár á þessu ári og miðað við bók­an­ir fyr­ir næsta ár er allt út­lit fyr­ir að árið 2018 verði enn betra,“ seg­ir Pét­ur Ólafs­son, hafn­ar­stjóri Hafna­sam­lags Norður­lands, um kom­ur skemmti­ferðaskipa til lands­ins, en Pét­ur er jafn­framt formaður sam­tak­anna Cruise Ice­land.

Halda þau utan um hags­muni þeirra fyr­ir­tækja sem þjón­usta skip­in hér á landi. Pét­ur seg­ir að bók­an­ir um skip nái allt til árs­ins 2026, en það ár hafa t.d. fjög­ur skip boðað komu sína í sól­myrkv­aferðir.

Auk­inn áhugi er á viðkomu­stöðum í minni höfn­um á lands­byggðinni og hafa æ fleiri sveit­ar­fé­lög og hafn­ir gerst aðilar að sam­tök­un­um Cruise Ice­land, nú síðast Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður. 68 skip eru vænt­an­leg til Reykja­vík­ur í sum­ar og 60 til Ak­ur­eyr­ar. Árlega bæt­ast við nýir áfangastaðir skip­anna; í ár eru það Akra­nes og Þor­láks­höfn.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Pét­ur vilja til þess hjá skipa­fé­lög­un­um að lengja tíma­bilið, hefja sigl­ing­ar fyrr á vor­in og vera leng­ur fram á haust. Hafa norður­ljósa­ferðir að vetri til einnig komið til tals.

  •  

10.05.2017 22:58

Handfærabátar á Stakksfirði

þokkaleg veiði hefur verið hjá Trilluköllum á stakksvikinni  þegar við vorum á landleið 

úr siðasta túr hérna koma nokkrar myndir 

             Eg  held að hún heiti Sigrún mynd þorgeir Baldursson 2017

                       6338 Skarpi GK125 mynd þorgeir Baldursson 2017

       7105  Alla GK 51 OG Hólbergsvittinn i bakgrunni mynd þorgeir 2017

    7105 Alla Gk 51  OG 6338 Skarpi Gk 125 mynd þorgeir Baldursson 2017

 

 

29.04.2017 23:36

Barði NK og Björgvin EA systurskipin á toginu

Það er still yfir þessum skipum sem að voru miðuð i Noregi 1987 ef að mig misminnir ekki 

og er þau systurskip smiðuð eftir svipaðri teikningu 

Barðinn NK  Var smiðaður sem Snæfugl SU en Björgvin EA hefur alltaf borið þetta nafn 

   1976 Barðinn NK 120 og Björgvin EA311 Mynd þorgeir Baldursson 2017

17.04.2017 23:16

Guldrangur EX Sindri Ve

           Guldrangur Ex Sindri  VE  mynd þorgeir Baldursson 2017

 

17.04.2017 23:04

Gadus KG 180

 Mætti þessum siðustu nótt á leið til veiða i Barentshafi en hann mun vera

i eigu JFK  i Færeyjum og skráður i Klakksvik 

 
    Gadus KG 180 Klakksvik mynd þorgeir Baldursson 17 april 2017

17.04.2017 22:59

Sigurbjörg Óf og Ilivileq Gr i Barentshafi

    Sigurbjörg ÓF og Ilivileq Gr á veiðum i Barentshafi mynd þorgeir 2017

17.04.2017 22:21

Oliuborpallurinn Goliat

      Oliuborpallurinn Goliat mynd þorgeir Baldursson 2017

Þessir tveir Oliuborpallar eru norðvestur af strönd Noregs skammt utan 12 milna

en þar sem að fjarlægin var tæpir 7 kilómetrar eru myndirnar ekki skýrari 

en raun ber vitni 

17.04.2017 22:12

þerney RE 1 á veiðum i Barentshafi

    Þerney RE 1 á veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 2017

13.04.2017 22:04

Kirkella H 7 Hull

                          Kirkella H 7 Mynd þorgeir Baldursson 2017
www.mbl.is