19.01.2020 10:42

Hætt við sameiningu Visir og Þorbjarnar

                   1579 Gnúpur Gk 11 Mynd þorgeir Baldursson 

                                     Páll Jónsson Gk 7 Mynd Visir HF 

 

Viðræður um mögulega sameiningu sem hófust sl. haust hefur formlega verið hætt hjá eigendum Vísis hf og Þorbjarnar hf.

en ákveðið hefur verið að halda áfram góðu samstarfi fyrirtækjanna tveggja samkvæmt frétt á heimasíðu Vísis hf.

Fjölmargir vinnuhópar voru skipaðir til að skoða alla snertifleti og hafa þeir nú skilað inn tillögum sínum.

Eftir yfirferð þeirra er niðurstaðan sú að fara ekki með sameiningarmál lengra að sinni,

en halda þess í stað góðu samstarfi Þorbjarnar hf. og Vísis hf. áfram og nýta niðurstöðu vinnuhópanna til að styrkja það samstarf enn frekar.

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu nú, telja eigendur fyrirtækjanna tveggja að hún útiloki ekki aðra möguleika í framtíðinni.

Vísir og Þorbjörn eru rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, svipuð að stærð og hafa í gegnum árin unnið talsvert saman.

Eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi.

Vel yfir 600 manns vinna hjá fyrirtækjunum tveimur sem samanlagt hafa um 44.000 tonn af aflaheimildum

og er ljóst að gott samstarf mun gagnast fyrirtækjunum vel og auka sóknartækifæri þeirra á erlendri grundu.

 

18.01.2020 22:36

Einn bátur kominn á land á Flateyri

Einn bát­ur kom­inn á land

Blossi ÍS er kominn á land.

Blossi ÍS er kom­inn á land. Ljós­mynd/?Páll Önund­ar­son

  •  
  •  
  •  
  •  

Bókamerki óvirkt Setja bóka­merki

Tengd­ar frétt­ir

Snjóflóð á Flat­eyri og Súg­andafirði

Flateyringar sem mbl.is ræddi við í dag sögðu að það hefði verið ógnvænlegt að sjá .

Myndaði snjóflóð falla vest­an Flat­eyr­ar í gær

» Fleiri tengd­ar frétt­ir

Haf­in er vinna við að koma bát­um, sem urðu fyr­ir snjóflóðinu í Flat­eyr­ar­höfn á þriðju­dag, á land. Norsk­ur krana­bát­ur sem hef­ur verið í þjón­ustu Arn­ar­lax í Arn­ar­f­irði kom til Flat­eyr­ar um há­deg­is­bil í dag og verður til taks næstu tvo til þrjá daga, hið minnsta.

Sex bát­ar eru í höfn­inni, sem nauðsyn­legt er að eiga við en í kvöld tókst að koma bátn­um Blossa ÍS á land.

Guðmund­ur Kristjáns­son, hafn­ar­stjóri á Ísaf­irði og Flat­eyri, seg­ir að senni­leg­ast taki björg­un­araðgerðir lengri tíma en tvo til þrjá daga þar sem út­lit er fyr­ir að veður verði björg­un­ar­mönn­um ekki hag­stætt næstu daga.

Veðurspáin er ekki hagstæð og því óvíst hvenær haldið verður .

Veður­spá­in er ekki hag­stæð og því óvíst hvenær haldið verður áfram að reyna að koma bát­un­um á land. Ljós­mynd/?Páll Önund­ar­son

App­el­sínu­gul viðvör­un tek­ur gildi á Vest­fjörðum seint í kvöld og spár gera ráð fyr­ir suðaust­an­stormi með rign­ingu eða mik­illi slyddu og hlýn­andi veðri. „Veðrið er mik­ill tímaþátt­ur hjá okk­ur,“ seg­ir Guðmund­ur.

Tveir af bát­un­um sex í höfn­inni eru strandaðir í fjör­unni, einn al­veg sokk­inn og þrír marra í hálfu kafi, þar af einn á hvolfi. Aðspurður seg­ist Guðmund­ur ekki geta sagt til um ástand bát­anna. „En þegar svona bát­ar sökkva eru þeir senni­lega mjög illa farn­ir.“

Marg­ir koma að björg­un­ar­starf­inu. Auk Guðmund­ar hafn­ar­stjóra, eru 3-4 kafar­ar á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins Sjó­tækni á svæðinu. „Síðan hafa starfs­menn á varðskip­inu Þór komið til hjálp­ar, sem og Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir hjá Um­hverf­is­stofn­un,“ seg­ir Guðmund­ur.

Frá björgunaraðgerðum í dag.

Frá björg­un­araðgerðum í dag. Ljós­mynd/?Páll Önund­ar­son

                                   2836 Blossi Is 225 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2016

18.01.2020 21:10

Bergey ve 144 i fyrsta sinn i Heimahöfn

 

                                2964 Bergey Ve 144 mynd þorgeir Baldursson 2020

Skömmu fyrir hádegi í dag kom hin nýja Bergey VE til hafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn og var vel fagnað.

Bergey var afhent Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar, hinn 1. október sl.

og kom til Akureyrar hinn 6. október. Á Akureyri annaðist Slippurinn frágang á millidekki skipsins.

Bergey var smíðuð í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er eitt af sjö systurskipum sem skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslensk fyrirtæki.

Eitt þessara skipa er Vestmannaey VE sem kom nýtt til landsins í júlímánuði sl.

               2954 Vestmanney VE54  mynd þorgeir Baldursson 9 ágúst 2020

Skipin eru hin glæsilegustu og afar vel búin, en um er að ræða togskip sem eru 28,9 m að lengd og 12 m að breidd.

Stærð þeirra er 611 brúttótonn.

Eru skipin búin tveimur aðalvélum og tveimur skrúfum.

                    2954 Vestmannaey Ve 54 mynd Vard 2020

         Aðalvélarnaer eru 2 frá Yanmar mynd þorgeir Baldursson 2020

 

Bergey mun ekki staldra lengi við í Eyjum. Veiðarfæri verða tekin um borð og er gert ráð fyrir að haldið verði til veiða á morgun.

Jón Valgeirsson skipstjóri segir að sér lítist mjög vel á skipið. „Það verður gaman að hefja veiðar á þessu nýja skipi.

Á leiðinni frá Akureyri fengum við aðeins brælu úti fyrir Norðurlandinu og það lét ágætlega.

Það eru öðruvísi hreyfingar á þessu skipi en á gömlu Bergey. Það er flott að hefja veiðar á nýju skipi á laugardegi: Laugardagur til lukku,“ sagði Jón glaður í bragði.

Heimild svn.is 

17.01.2020 16:00

Vörður ÞH 44 Heldur til veiða

           2962 Vörður ÞH 44 mynd þorgeir Baldursson 15 jan 2020

                  Vörður  ÞH 44 mynd þorgeir Baldursson 15 jan 2020

           Skipverjar á Verði ÞH 44 mynd þorgeir Baldursson 2020

          Vörður ÞH 44 heldur til veiða mynd þorgeir Baldursson 15 jan 2020

17.01.2020 08:59

Góð aflabrögð á Pollinum

  

        Kria  þjónustubátur OG 2706 Sólrún EA 151 mynd þorgeir Baldursson 

15.01.2020 21:10

Bergey VE 144 á heimleið frá Akureyri

           2964  Bergey Ve 144  mynd þorgeir Baldursson  15 jan 2020

 

Nú siðdegis i dag  hélt Bergey Ve  frá Akureyri  til heimahafnar i Vestmannaeyjum eftir að slippurinnAkureyri

hafði klárað að setja niður vinnslubúnað á millidekk og  að sögn skipverja er mikil eftirvænting 

með að sjá hvernig þessi búnaður virkar á sama tima hélt Vörður ÞH 44 I eigu Gjögurs HF 

til veiða frá Akureyri eftir lagfaringar á millidekki og fleira 

               Jón Valgeirsson skipstjóri  Bergey Ve mynd Þorgeir Baldursson 

            Bakkað frá Bryggju i dag Mynd þorgeir Baldursson 15 jan 2020

       2964 Bergey Ve 144 og  2962 Vörður ÞH 44  mynd þorgeir Baldursson 
 
 

15.01.2020 17:26

Þetta er Altjón

Þetta er altjón“

Svona var umhorfs á höfninni á Flateyri í nótt. Fiskiskipið .

Svona var um­horfs á höfn­inni á Flat­eyri í nótt. Fiski­skipið Blossi er einn sex báta sem gjör­eyðilagðist þegar snjóflóð féll í höfn­ina. Ljós­mynd/?Stein­unn G. Ein­ars­dótt­ir

 

Erla María Markúsdóttir

 

Erla María Markús­dótt­ir

erla@mbl.is

Bókamerki óvirkt Setja bóka­merki

Tengd­ar frétt­ir

Snjóflóð á Flat­eyri og Súg­andafirði

Tvö snjóflóð féllu á Flateyri seint í gærkvöldi.

Mæl­ing­ar hafn­ar á snjóflóðunum á Flat­eyri

» Fleiri tengd­ar frétt­ir

„Þetta er altjón, ég er al­veg viss um það,“ seg­ir Ein­ar Guðbjarts­son, eig­andi út­gerðar­inn­ar Hlunna sem ger­ir út fiski­skipið Blossa sem sökk í höfn­inni á Flat­eyri í gær­kvöldi þegar snjóflóð féll í höfn­ina í bæn­um. 

Frétt af mbl.is

„Þetta er skelfi­legt“

Hlunni er lítið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og ljóst er að tjónið er gríðarlegt en Blossi er eini bát­ur­inn sem Ein­ar rek­ur ásamt eig­in­konu sinni, syni og tengda­dótt­ur. Bát­ur­inn er 12 tonna plast­bát­ur og var smíðaður árið 2014 og er gerður út á árs­grund­velli á hand­færi og línu. „Við erum sjö starfs­menn með mér, ef ég geri eitt­hvað,“ seg­ir Ein­ar og hlær. 

Líkt og Stein­unn Guðný, dótt­ir Ein­ars, sagði í sam­tali við blaðamann mbl.is í nótt fór bruna­kerfið í bátn­um í gang skömmu eft­ir að fyrra flóðið féll um klukk­an ell­efu. 

Frétt af mbl.is

„Maður er eig­in­lega í sjokki núna“

„Ég fékk SMS og hringdi í tengda­son­inn sem fór niður eft­ir, hann hafði heyrt ein­hvern hávaða, svo fór ég á eft­ir. Það var allt í rúst, það var allt farið,“ seg­ir Ein­ar. 

Blossi er 12 tonna plastbátur, var smíðaður árið 2014 og .

Blossi er 12 tonna plast­bát­ur, var smíðaður árið 2014 og er gerður út á árs­grund­velli á hand­færi og línu. Ljós­mynd/?Kristján Fr. Ein­ars­son

     2836 Blossi   is 225 mynd þorgeir Baldursson 2014

Ekki hægt að kanna aðstæður vegna veðurs

Ein­ar seg­ir að at­b­urðarrás­in hafi verið mjög hröð í gær­kvöldi og hann hafi ekki áttað sig á því í fyrstu að snjóflóð hefði valdið tjón­inu í höfn­inni. „Ég heyrði hávaðann og drun­urn­ar en fattaði síðar að snjóflóðið hefði hafnað í höfn­inni, en varn­argarðarn­ir stefna beint á höfn­ina.“ 

Ekki hef­ur gef­ist færi á að kanna aðstæður al­menni­lega í höfn­inni það sem af er degi, veður er enn slæmt og er app­el­sínu­gul viðvör­un í gildi á Vest­fjörðum til klukk­an 19 í kvöld. Ein­ar hef­ur þó gert sér ferð niður að höfn. „Hann er al­veg á kafi og stefnið upp úr, ég veit ekki hvernig hann lít­ur út að neðan. Sjór er í vél­ar­rým­inu og öllu af­magns­kerf­inu og tækj­un­um. Þetta er mikið áfall.“

Ein­ar hef­ur skilj­an­lega lítið sofið eft­ir at­b­urði næt­ur­inn­ar. „Ég fékk sjokk í morg­un. Ég sofnaði um hálf fimm og vaknaði við SMS klukk­an 8,“ seg­ir hann, en hann er stadd­ur í fjölda­hjálp­ar­stöð Rauða kross­ins í grunn­skól­an­um á Flat­eyri sem ný­lega var opnuð. 

Ein­ar og fjöl­skylda verða því að bíða enn um sinn til að kom­ast að bátn­um í höfn­inni og meta tjónið. „Það er leiðinda­veður og það verður ekk­ert gert í dag held ég.“

Heimild Mbl.is 

 

14.01.2020 17:00

Skip við Slippkantinn

     Bergey  Ve og Harðbakur EA við slippkantinn mynd þorgeir Baldursson 

13.01.2020 17:36

Bergey Ve nánast tilbúinn

        Kör hifð um borð i Bergey VE 144  mynd þorgeir Baldursson 13 jan 2020

         2964 Bergey Ve 144 mynd þorgeir Baldursson 13 jan 2020

 

i Dag var verið að hifa kör um borð i Bergey ve og mun vera stemmt á að skipið sigli til Eyja næstu daga 

fer eftir veðri fleiri myndir munu birtast næstu daga 

12.01.2020 23:18

Hákon EAog Bjarni Ólafsson til loðnuleitar

Samkomulag um samvinnu við loðnuleit

þessi skip taka þátt i loðnuleit 2020 

                             Börkur NK á loðnuveiðum. Mynd/Þorgeir Baldursson

            2909 Bjarni Ólafsson AK 70 Mynd þorgeir Baldursson 2018

                  2407 Hákon EA 148 mynd þorgeir Baldursson 2018

                 2350 Árni Friðriksson RE 200 mynd þorgeir Baldursson 2017

 

 

Tvö uppsjávarskip taka þátt í leitinni á móti rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Kostnaðurinn er 60 milljónir króna sem skiptast jafnt á milli útgerðanna og Hafró.

Eftir fund Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í gær liggur fyrir að útgerðin mun styðja við loðnuleitina sem á að hefjast á mánudag.

Um 60 milljóna kostnað fyrir útgerðina er að ræða en Hafrannsóknastofnun mun greiða þá upphæð til helminga á móti fyrirtækjunum.

Tvö uppsjávarskip taka þátt í leitinni á móti rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.

Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

Eins og greint hefur verið frá fjallaði SFS um komandi loðnuleit í fréttabréfi sínu í byrjun vikunnar. Þá var ekki útlit fyrir að af samstarfi útgerðar og vísindamanna yrði.

„Andvaraleysi stjórnvalda verður að teljast heldur nöturlegt; fyrir fyrirtæki sem fjárfest hafa í skipum, búnaði og markaðssetningu fyrir milljarða króna, fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra,

fyrir sveitarfélög og fyrir samfélagið allt,“ sagði í umfjöllun SFS.

Í frétt Rúv um málið er Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, inntur eftir því hvernig hlutur stofnunarinnar væri fjármagnaður

svarar hann því til að hann treysti því að stjórnvöld komi til móts við stofnunina með auknu fjármagni. Það sé enn ekki fyrir hendi en þeir njóti stuðnings stjórnvalda.

Fáist það hins vegar ekki þurfi að „endurhugsa hlutina. Það segi sig sjálft að peningarnir þurfi að koma einhvers staðar frá og þá gæti jafnvel komið til þess að stytta loðnuleit í haust á móti.“

Eftir að efasemdir SFS komu upp í byrjun vikunnar sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í viðtali við Rúv að útgerðin beri ábyrgð og skyldur,

leitin sé sameiginlegt verkefni. Í fyrra hafi auknu fjármagni verið varið til loðnurannsókna og þeir fjármunir haldi sér í ár. Hann hefur enga trú á öðru en að lagt verði í sameiginlegan leiðangur.

„Við munum leggja allan þann kraft sem að okkur er fær til þess og ég hef enga trú á öðru en að við náum samstarfi við útgerðina um slíkt verkefni, að því vinnur Hafrannsóknastofnun og ég treysti henni fyllilega til þess,“ sagði Kristján Þór við Rúv.

Samkvæmt þessum orðum ráðherra þá virðist ljóst að hann telji aukið fjármagn til loðnuleitarinnar þegar í höndum Hafrannsóknastofnunar.

Í því sambandi má nefna að aðeins fáar vikur eru liðnar síðan uppagnir voru tilkynntar hjá Hafrannsóknastofnun. Eftir þær hverfa 14 starfsmenn frá stofnuninni;

margir þeirra með mikla starfsreynslu. Ástæða uppsagnanna er aðhaldskrafa stjórnvalda.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að hafrannsóknir gegni lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þurfi að efla.

Á ársfundi Hafrannsóknastofnunar í haust sagði Kristján Þór að þessari stefnumörkun í samstarfssáttmála stjórnarflokkanna hafi verið fylgt eftir af fullum þunga.

Auk aukins framlags á fjárlögum, nýrrar byggingar sem nú rís í Hafnarfirði og væntanlegrar smíði nýs hafrannsóknaskips boðaði ráðherrann samstarf um að efla rannsóknir á vistkerfisbreytingum í hafinu.

Í fréttabréfi SFS var þó að sjá annan skilning á áherslum stjórnvalda á hafrannsóknum. Mælingar á grundvelli aflareglu loðnu séu erfiðar í framkvæmd og krefjast mikils skipatíma, enda veður hér við land válynd og loðnan dyntótt. [...]

  Miðað við þær kröfur sem gildandi aflaregla gerir til loðnuleitar, þá dugir það skip, eitt og sér, ekki til þess að ná heildstæðri mælingu þannig að líkur séu á því að loðnukvóti verði gefinn út.

Nauðsynlegt er að hafa fleiri skip við mælingu á loðnu, helst þrjú til fjögur.„Því miður virðist þetta samhengi stjórnvöldum hulið, þrátt fyrir að verðmæti loðnunnar hlaupi á tugum milljarða króna á ári.

Í augum stjórnvalda eru hafrannsóknir kostnaður, en ekki grunnforsenda verðmætasköpunar. Þessi misskilningur gæti reynst dýrkeyptur,“ sagði í niðurlagi umfjöllunarinnar.

130 milljónir

Framlag útgerðarfyrirtækja til loðnurannsókna fyrir og eftir áramótin 2018/2019 var 130 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá SFS. Kunnara er en frá þurfi að segja að ekki fannst loðna í veiðanlegu magni og því loðnubrestur staðreynd.

Hafrannsóknastofnun, í samstarfi við útgerðir, lauk formlega loðnuleit sinni rétt undir mánaðarmótin febrúar-mars. Enn var þó leitað á vegum útgerðarfyrirtækjanna fyrstu daga marsmánaðar án árangurs.

Þá höfðu skip Hafrannsóknastofnunar verið um 40 daga við leit en skip nokkurra útgerða samfleytt í tvo og hálfan mánuð í dögum talið – eða í 75 daga.

Árangursríkt samstarf

Samstarf Hafrannsóknastofnunar og útgerðanna í landinu er ekki nýtt af nálinni. Vertíðin árið 2017 er í fersku minni þegar útgerðirnar lögðu fram rúmlega 40 milljónir króna til leitar sem aftur skilaði kvóta að verðmæti 17 milljarðar króna,

skrifaði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í grein í Fréttablaðinu þann vetur.

Loðnubresturinn er þungt högg fyrir mörg sveitarfélög, fjölskyldur sjómanna og fiskvinnslufólks og þjóðfélagið allt. Útflutningsverðmæti loðnu nam 17,8 milljörðum króna árið 2018. 

 

11.01.2020 23:06

Fyrsta Húnakaffið 2020 i morgun

Þá eru hollvinir Húna teknir til til starfa með sitt vikulega Laugardagskaffi sem að birjaði i morgun 

og er allajafna á milli kl 10 -12 fer eftir mætingu en allir eru Velkomnir báturinn liggur fyrir neðan 

hafnarskrifstofur Akureyrarhafnar i fiskihöfninni ekki var nú fjölmennt  en samt góðmennt

og flugu ýmsar sögur á milli borða  en látum myndirnar tala sinu máli 

Steini Pje um borð i Húna Mynd þorgeir Baldursson

         Kallarnir mættir i kaffið mynd þorgeir Baldursson   11-01  2020

      Davið Hauksson og Sigurður Friðriksson mynd þorgeir Baldursson 11 jan 20

      Gunni og Mummi Mynd Þorgeir Baldursson 11-1-2020

             108 Húni 11 EA 740 Mynd Þorgeir Baldursson 11-1-2020

10.01.2020 15:59

Rússi i Slippnum

I dag kom Rússneski togarinn Melkart 5  til Akureyrar  og var erindi hans  hefðbundin slipptaka  

sem að er vélarupptekt gir og málingarvinna  ásamt öðrum smáverkum sem að tengjast viðhaldi skipa 

Melkart MK 0588 hét áður Skaregg og var gerður út frá AAlasund 

           Melkart 5 MK 0588 Mynd þorgeir Baldursson 10 jan 2020

                    Melkart 5 MK0588 Mynd þorgeir Baldursson 2020

                Melkart MK 0588 leggst að bryggju mynd þorgeir Baldursson 2020
 

10.01.2020 08:23

Kristrún RE aflahæðst á Grálúðunetum

                              Kristrún RE 177 mynd þorgeir Baldursson 

       Landað úr Kristrúnu RE 177 á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Kristrún RE177 var aflahæðst á Grálúðunetum 2019 með 2866,7 tonn 

sem að gera að meðltali um 180 tonn i túr af frosinni Grálúðu 

árið 2019 var nokkuð gott varðandi bátanna sem stunduðu veiðar á grálúðunni,

Samtals lönduðu bátarnir tæpum 8 þúsund tonnum af grálúðu eða nákvæmlega 7870 tonn,

þeir voru alls 6 bátarnir sem stunduðu þessar veiðar

og tveir nýir bátar fóru á grálúðuna árið 2019 sem höfðu ekki árið stundað þær veiðar,

voru það Hafborg EA og Sólborg RE  báðir að fiska í ís,

Anna EA og Kristrún RE voru þeir sem fiskuðu langmest og reyndar var Anna EA að fiska í ís, 

en Anna EA mun ekki stunda þessar veiðar 

árið 2020 því búið er að segja upp allri áhöfn bátsins

Þórsnes SH og Kristrún RE voru að frysta grálúðuna 

Teksti Aflafrettir

myndir Þorgeir Baldursson 

09.01.2020 23:30

Skitabræla i kortunum

Mikill lægðargangur hefur verið undanfarna daga og hveður svo fast að allmörg skip og bátar seinka annaðhvort  

brottför eða hreinlega hætta við að fara á sjó svona var ástandið i vestmannaeyjarhöfn i vikunni 

myndir Óskar Pétur Friðriksson 

               Sigurður Ve 15 Mynd Óskar Pétur Friðriksson jan 2020

       2401 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 mynd Óskar Pétur Friðriksson 2020

             2048 Drangavik VE 80 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2020

           2861 Breki VE61 mynd Óskar Pétur Friðriksson 2020

 

09.01.2020 12:43

Sáttur við aflann Þrátt fyrir snarvitlaust veður

 

 

                 2890 Akurey AK 10 Mynd þorgeir Baldursson 

 

,,Ég er nokkuð sáttur við aflabrögðin í þessum fyrsta túr ársins.

Veðrið var reyndar lengst af snarvitlaust en það dúraði á milli og þá gátum við verið að veiðum,“ segir Magnús Kristjánsson sem var skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK í fyrstu veiðiferð ársins.

Togarinn kom til Reykjavíkur í nótt og fer aftur á miðin seinni partinn á morgun.

,,Við vorum á Vestfjarðamiðum í veiðiferðinni. Við fórum lengst austur í Þverál en þar var aflinn aðallega þorskur.

Mér finnst þorskurinn þar vera frekar smár og við fórum úr Þverálnum á Halamið. Því miður virðist þorskurinn ekki vera mættur af neinum krafti á miðin en við náðum þó að kroppa upp nokkuð af þorski og ufsa í bland.

Við enduðum veiðar svo í Víkurálnum en þar var góð gullkarfaveiði og eins fengum við þorsk og ufsa,“ segir Magnús en segir að lítið hafi orðið vart við loðnu í túrnum, hvorki sem fæðu fisk eins og þorsks eða ánetjaða í trollinu.

Sem fyrr segir var leiðindaveður lengst af veiðiferðinni en heildaraflinn náði þó 135 tonnum.

,,Versta veðrið skall á okkur á heimleiðinni í gær. Það voru um 25 til 30 metrar á sekúndu að vestan þegar við komum inn á Faxaflóann og heimsiglingin reynst frekar erfið,“ segir Magnús Kristjánsson.

heimild Brim 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1778
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 1266
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 9699546
Samtals gestir: 1366957
Tölur uppfærðar: 25.1.2020 20:40:19
www.mbl.is