22.09.2014 13:36

1031 Alpha HF 32 Dregin i Krossanes

                     Sleipnir og Alpha HF  i morgun  © Þorgeir 2014 

 

 

21.09.2014 23:55

Nokkrar myndir úr safni Hreiðar Valtýrssonar

                  Sennilega Kaldbakur EA1 © Hreiðar Valtýrsson 

                          Hvaða bátur er þetta © Hreiðar Valtýrsson

                  Ólafur Magnússon EA 250 © Hreiðar Valtýrsson

20.09.2014 16:48

Gamlar myndir úr safni Hreiðars Valtýrssonar

Hérna koma fleiri myndir úr safni Hreiðars Valtýrssonar og læt ég ykkur lesendur 

góðir um af geta i eyðurnar og skrifa i athugasendadálkinn 

 

          Hvaða Bátar eru hér á siglingu © Hreiðar Valtýrsson  

                           Áhöfn Garðars EA © Hreiðar Valtýrsson 

                             Bátur á Eyjafirði © Hreiðar Valtýrsson 

19.09.2014 13:53

155-Lundey NS 14

                                   Lundey NS 14 á miðunum © mynd þorgeir Baldursson 

,Veiðiferðin byrjaði rólega og svo virðist sem að síldin sé að hverfa af grunnunum. Um leið og við færðum okkur út í djúpin fengum við hins vegar góða veiði og það var t.a.m. mjög góð veiði í nótt.“

Þetta sagði Stefán Geir Jónsson, sem var skipstjóri á Lundey NS í veiðiferðinni, við komuna til Vopnafjarðar í morgun. Hann ætlar að aflinn sé u.þ.b. 560 tonn og þar af eru um 100 tonn af makríl sem veiddist í fyrrinótt.

Stefán Geir og hans menn reyndu fyrst veiðar uppi á grunnunum fyrir austan þar sem ágæt síldveiði hefur verið að undanförnu. Þar var hins vegar lítið að sjá en hins vegar voru líflegar lóðningar frá Seyðisfjarðardjúpi og suður í Reyðarfjarðardjúp.

,,Við fórum um 15 mílur út fyrir kantinn austan við Gerpi og þar var töluvert að sjá í nótt. Það að síldin sé að dýpka á sér gæti bent til þess að hún sé að gera sig klára til að fara á hrygningarsvæðin við Noreg. Annars virðist vera nóg af síld djúpt úti fyrir öllu Norðurlandi. Skipstjóri á einu af grænlensku skipunum, sem eru á síldveiðum í grænlenskri lögsögu, sagði mér að þeir væru að fá síld á svæði norðan Halamiða og allt austur á 14°V. Það er beint norður af Langanesi. Þá veit ég til þess að mjög stór síld fékkst ánetjuð í rækjutroll norður í Skagafjarðardjúpi seint í sumar og allt þetta bendir til þess að útbreiðsla síldarstofnsins sé e.t.v. meiri en menn hafa almennt talið,“ sagði Stefán Geir Jónsson.

Nú er verið að landa úr Ingunni AK á Vopnafirði og lýkur því verki í kvöld. Þá kemur röðin að Lundey og ætti skipið að komast aftur til veiða seint annað kvöld eða aðra nótt. Faxi RE er að veiðum á Austfjarðamiðum.

www.hbgrandi.is 

19.09.2014 07:04

2841 Óli Á Stað GK 99 Nýsmiði hjá Seiglu i Prufusiglingu i gær

2841Óli Á Stað GK 99 fór i prufusiglingu i gær og i dag verður unnið i bátnum og mun honum 

svo verða siglt til Reykjavikur i kvöld þar sem að hann verður tekin á land og fluttur 

á Sjávarútvegssýninguna i Smáranum  Kópavogi sem að hefst eftir 6 daga 

þann 25 sept -27 hérna koma nokkar myndir af bátnum á siglingu i gær 

                          Á siglingu á pollinum i gær © þorgeir 2014

                               Óli Á  Stað GK 99 © Þorgeir 2014

                              Óli Á Stað GK 99 © Þorgeir 2014

               ÓLI Á STAÐ GK 99 Leggur i hann ©  Þorgeir 2014

16.09.2014 20:50

2350 Árni Friðriksson RE 200

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 sem að hefur verið i slipp á Akureyri undanfarið i ýmsu viðhaldi 

og i dag var verið að gera skipið klárt meðal annas lá skipið við ankeri meðan verið var að stilla tæki og tól 

sem að tengjast rannsóknarvinnunni um borð og nú undir kvöld var allt tilbúið til brottfarar og hélt skipið frá um kl 20 

áleiðis til loðnurannsókna og er áætlað að túrinn taki 3 vikur

skipstjóri er Guðmundur Bjarnasson og Leiðangurstjóri Sveinn Sveinbjörnsson 

               Árni Friðriksson RE á Eyjafirði i morgun © ÞORGEIR 2014

                    Legið fyrir föstu i morgun á pollinum © Þorgeir 2014

         Árni Friðriksson RE siglir úr Eyjafjörð i Kvöld © Þorgeir 2014

15.09.2014 21:45

Gamlar Sildarmyndir úr safni Hreiðars Valtýrsonar

I dag barst mér skemmtilegur myndapakki með gömlum skipamyndum og fólki i vinnu nokkuð gamlar en

þær eru i eigu Hreiðars Valtýrssonar en afi hans og alnafni var útgerðarmaður Þórðar Jónassonar EA 350

en ég mun birta þær i nokkrum áföngum svo að þið kæru vinir getið kommentað á þær 

                    Þórður Jónasson EA 350 © Hreiðar Valtýrsson 

                    Þórður Jónasson EA350 © Hreiðar Valtýrsson 

                     Hvaða skip er þetta © Hreiðar Valtýrsson 

13.09.2014 21:37

2841-ÓLI Á Stað Gk 99 Sjósettur i dag

Það er nóg að gera hjá bátasmiðjunni Seiglu á Akureyri um þessar mundir.

Hæst ber hjá þeim smíði á tveimur krókabátum af stærstu gerð fyrir Stakkavík í Grindavík.

Annar þeirra var sjósettur i dag og fékk nafnið Óli Á Stað GK 99 

Sverris Bergsson, framkvæmdastjóri Seiglu, er því bara nokkuð ánægður með gang mála hjá fyrirtækinu, en þar eru 30 manns við vinnu.

„Það er fínt að gera hjá okkur,“ segir Sverrir í samtali við kvotinn.is. „Við erum smíða tvö skip fyrir Stakkavík.

Þau eru í nýja krókakerfið sem eru bátar undir 30 brúttótonn og allt að 15 metrar að lengd.

Þetta eru stærstu 30 brúttótonna skipin sem framleidd verða. Þau eru byggð á skipi, sem við byggðum fyrir Íslendinga, sem eru í útgerð í Noregi, sem heitir Esköy og báturinn Saga K.

Þetta er sami skrokkur en útfærður að íslenskum aðstæðum. Það má eiginlega segja að þetta séu verksmiðjur með gríðarlega góða aðstöðu fyrir áhöfnina.

Í bátnum verða fjórir tveggja manna klefar, borðsalur og setustofa, fullkomið og gott eldhús. Það er mikið lagt upp úr góðri aðstöðu fyrir áhöfnina.

Báturinn verður með beitningarvél frá Mustad og vel tækjum búinn og mikið pláss á dekki. Að sjálfsögðu verður lestin gríðarlega stór, tekur 48 kör eða um 24 tonn.

Staðan á smíðinni er góð.  Það er svo stefnt að því fyrri báturinn verði til sýnis á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi þann 25 sept ,“ segir Sverrir.

Bátar af þessari stærð með öllum búnaði, beitningarvél og öllum tækjum í brú kosta í kringum 200 milljónir króna að hans sögn.


. Við erum að smíða 10 metra langan bát fyrir Frakka og að vinna í bát fyrir sjóstangaveiði sem er fyrir félag á Akranesi

og þess má svo geta að við afhentum nú í janúar þjónustubát fyrir fiskeldi fyrir Færeyinga. Það er því bara bjart yfir okkur,“ segir Sverrir Bergsson.

 Ljósmyndir Þorgeir Baldursson.

 

12.09.2014 10:17

Sólberg Ehf kaupir Gunnbjörn is

Sól­berg ehf., sem er í eigu Arn­ars Kristjáns­son­ar, skip­stjóra og út­gerðar­manns á Ísaf­irði, hef­ur keypt tog­ar­ann Gunn­björn ÍS af út­gerðarfé­lag­inu Birni ehf. Sól­berg ehf.

kaup­ir tog­ar­ann með veiðiheim­ild­um í út­hafs­rækju og ætl­ar að veiða rækju fyr­ir rækju­verk­smiðjuna Kampa ehf. á Ísaf­irði, sam­kvæmt fréttBæj­ar­ins besta.

„Það verður unnið að því núna að koma hon­um í drift sem fyrst og halda til veiða,“ seg­ir Arn­ar. Hann hef­ur um ára­bil gert út tog­skipið Ísborg ÍS

og seg­ir Arn­ar að hann ætli að gera út bæði skip­in til að byrja með, hvað sem síðar verður. 

Gunn­björn var smíðaður í Flekk­efjord í Nor­egi árið 1973 fyr­ir Kaup­fé­lag Dýrfirðinga og hét lengst af Fram­nes.

Íshús­fé­lag Ísfirðinga keypti Fram­nes af Kaup­fé­lagi Dýrfirðinga. Íshús­fé­lag Ísfirðinga sam­einaðist inn í Hraðfrysti­húsið - Gunn­vör og gerði HG Fram­nes út á rækju til 2005

þegar HG hætti rækju­vinnslu. Birn­ir ehf. keypti tog­ar­ann skömmu síðar og gerði hann út á rækju und­ir nafn­inu Gunn­björn en hann hef­ur ekki verið á veiðum frá því í októ­ber í fyrra.

         1327 Gunnbjörn is 302 á Rækjuveiðum útifyrir norðurlandi © þorgeir 

                            78 Isborg IS 250 á Rækjuveiðum © þorgeir

10.09.2014 18:59

2147-Sæborg NS 40

             2178 Sæborg NS 40 mynd þorgeir Baldursson 2014

 

 

Mikið af makríl virðist nú vera á Bakkaflóa og fékk smábátur þaðan þrjú tonn rétt fyrir utan höfnina, þegar hann var á leið vestur til að fara á makríl.

Um helmingur aflans var fiskur stærri en 600 grömm. Makríll hefur einnig veiðst á Berufirði. Þetta kemur fram á heimasíðu Landsambands smábátaeigenda

í eftirfarandi færslu í dag:
„Eins og fram hefur komið eru margir smábátaeigendur þeirra skoðunar að auglýsing um stöðvun makrílveiða frá og með 5. september hafi ekki átt rétt á sér.  Bent hefur verið á að auglýsinguna hefði ekki átt að birta fyrr en búið væri að veiða það magn sem tilheyrði 3. tímabili makrílveiða smábáta.

Það tímabil hófst 1. september og voru 1200 tonn eyrnamerkt til veiða á því.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu höfðu færabátar veitt alls 6.682 tonn í júlí og ágúst.  Heildarveiðin nú er komin í 7.455 tonn og því ætti með réttu að vera eftir 407 tonn.
Enn hefur sjávarútvegsráðherra ekki brugðist við brýningu LS sem honum var send sl. föstudag.  Makrílveiðimenn trúa ekki öðru en ráðherra heimili áframhaldandi veiðar og bíða því í ofvæni eftir að heyra frá ráðherra.
Frá Vopnafirði bárust þær fréttir að Sæborg NS 40 sem kláraði að útbúa sig á makríl nú um mánaðarmótin hefði fengið 3 tonn rétt fyrir utan höfnina í Bakkafirði.  Eigandi Sæborgar, Jón Svansson, staðfesti þetta og sagði allt vaðandi í makríl þar.  Hann hefði verið á leið á miðin við Snæfellsnes til að ná einhverju af þeim 1200 tonnum sem veiða átti í september.  Ákvörðun um stöðvun setur hins vegar strik í fyrirætlanir Jóns ásamt því að hamla honum frekari rannsóknum og veiðum í Bakkaflóa.  Þess má geta að 47% af aflanum hjá Sæborgu var makríll að stærðinni 600+.
Fréttirnar eru sérlega athyglisverðar þar sem Austfirðir hafa setið nokkuð á hakanum hvað sókn í þá varðar, ef undan er skilinn Berufjörður

þar sem Öðlingur SU hefur verið við veiðar.“

Heimild Kvotinn.is

mynd þorgeir Baldursson 

 

 

 

31.08.2014 16:03

Árni Friðriksson RE 200 i slipp fyrir norðan

Hafrannsóknar skipið Árni Friðriksson kom til hafnar á Akureyri i lok vikunnar og var þegar tekið til við 

að háþrýstiþvo skipið og búa það undir slipptöku ekki veit ég hversu mikil vinna verður framkvæmd 

né hvað skipið á að vera lengi i slipp hérna fyrir norðan 

 

 

29.08.2014 19:49

Sturlaugur skiptir út vír fyrir Dynex

 

 

           Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 © ÞORGEIR 

 

 

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom til hafnar í Reykjavík í síðustu viku með tæplega 130 tonna afla sem fékkst í fjögurra daga veiðiferð á Vestfjarðamið. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins með Dynex togtaugar frá Hampiðjunni í stað hefðbundinna togvíra og að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra lofar frumraunin góðu.
,,Það er erfitt að setja einhverja mælistiku á reynsluna eftir aðeins einn túr en það komu engin vandamál upp. Helsti munurinn, sem ég sé, er að það er mun auðveldara að stjórna toghlerunum með því að nota þessar togtaugar í stað togvíra. Þeir bregðast strax við og ,,skvera“ betur en áður. Við erum með flottrollshlera á botntrollinu og það er greinilegt að við náum meira bili á milli hlera en áður,“ segir Eiríkur.

Að sögn Eiríks var búið að vara hann við því fyrir veiðiferðina að hann myndi þurfa meiri lengd af togtaugum en sem nam víralengdinni.
,,Það reyndist ekki rétt. Við erum með 800 faðma eða um 1.400 til 1.500 metra af Dynex togtaugum á tromlunni en áður vorum við að nota 800 til 1.000 faðma af togvír. Fyrirferð togtauganna er aðeins meiri á tromlunni enda eru taugarnar 32 mm en vírinn var 30 mm. Munurinn liggur hins vegar í því að togtaugarnar eru tæpum tíu tonnum léttari en vírarnir og það hlýtur að skila sér í minna sliti á togvindum og blökkum. Annars vorum við að gera allt nákvæmlega eins og áður. Toghraðinn er þetta 3,5 til 4,0 mílur og mesti sjáanlegi munurinn er að það er mun auðveldara að stjórna toghlerunum en Guðmundur Gunnarsson, þróunarstjóri Hampiðjunnar, er að vonum ánægður með árangurinn.

,,Við lítum á þetta sem ákveðin tímamót. Sturlaugur H. Böðvarsson AK er fyrsti ísfisktogarinn þar sem hefðbundnum stálvírum er skipt út fyrir Dynex togtaugar. Árangurinn er uppörvandi en kemur okkur ekki sérstaklega á óvart. Eina togskipið í íslenska flotanum, sem notað hefur Dynex togtaugar fram að þessu á botntrollsveiðum, er Vestmannaey VE en þar um borð hafa taugarnar verið notaðar með framúrskarandi árangri allt frá árinu 2007,“ segir Guðmundur

28.08.2014 20:28

Breytingum lokið á Hákoni EA148

        Lagt af stað  veiðiferð © þorgeir 

                                Haldið til veiða © þorgeir 

Hákon EA er nú kominn úr breytingum á vinnsludekki, sem bæta meðferð og flokkun aflans um borð. Meðal annars stærðarflokkun á fiski, flutningi á fiski í  vinnslunni, vigtun og pökkun. „Fyrir vikið verður hægt að bjóða betri vöru á mörkuðunum. Þetta var 12 ára gömul vinnsla um borð, sem búið er að nota mikið,“ segi Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri  Gjögurs hf. í samtali við kvotinn.is.
Hákon er með um 4.000 tonna makrílkvóta og fer á veiðar á makríl og norsk-íslenskri síld í lok vikunnar. Auk þess er skipið með heimildir í íslenskri síld, loðnu og kolmunna. „Með þennan takmarkaða makrílkvóta, sem við höfum fengið úthlutað gáfum við okkur góðan tíma í breytingarnar og töldum nóg að hefji veiðar ekki fyrr en nú.  Það var talið að einhverjir aðrir en vinnsluskip eins og Hákon, sem hafa alla tíð unnið aflann um borð til manneldis, ættu frekar að veiða makrílinn. Við höfum verið að þessum veiðum frá upphafi og eingöngu unnið um borð og því kannski skilað minna magni á land en margir aðrir, sem landað hafa í bræðslu. Á sínum tíma voru einhverjir stjórnmálamenn sem sögðu að tekið yrði tillit til þess hvað menn gerðu við makrílinn, þegar hann yrði kvótasettur. Þeir gerðu ekkert af því sem þeir sögðu meðan þeir voru enn við völd. Töluðu bara, en efndirnar urðu engar,“ segir Ingi Jóhann.
Gjögur gerir gerir auk Hákons út togbátana Áskel og Vörð og hafa þeir fyrir nokkru lokið sínum veiðiheimildum í makríl. „Það gekk vel hjá þeim og þeir kláruðu það sem þeir fengu, en síðan hefur verið að bæta við einhverjum smá slöttum, sem maður veit varla hvaðan koma. Það er ekkert sérstaklega gáfulegt að koma með þá svona í lokin. Það þykir yfirleitt betra að vita í upphafi vertíðar hve mikið má veiða, eða að minnsta kosti áður en skipin eru búin með heimildirnar og farin á aðrar veiðar,“ segir Ingi Jóhann.
Hann segir að horfur á uppsjávarmörkuðunum virðist nokkuð góðar þrátt sviptingar og sveiflur. Þeir muni halda sínu striki og vinna sem mest af afla sínum til manneldis um borð.
Hann segir jafnframt að útgerð togbátanna gangi vel og sömuleiðis landvinnsla fyrirtækisins á Grenivík og í Grindavík. „Það er góður mannskapur á öllum vígstöðvum og því gengur þetta allt vel,“ segir Ingi Jóhann.

Heimild www.kvotinn.is

myndir Þorgeir Baldursson 

 

27.08.2014 23:22

Túnfiskur i trollið Grænlandsmegin

F/t Ilivileq sem að er i eigu dótturfélags Brims Landaði um 9oo tonnum af Makril i Reykjavik i gær 

Eftir um 10 daga veiðiferð sem að telst þokkalegt og fengu þeir einn túnfisk sem að var um 

200 kiló Siggi Daviðs sendi mér nokkra myndir af honum og kann ég honum bestu þakkir fyrir 

 

                   EX  Skálaberg RE 7 Mynd þorgeir Baldursson 2014

               Allar myndir      © Sigurður Daviðsson 2014

                     © Siggi Daviðs 2014

                        © Siggi Daviðs 2014

                                      © Siggi Daviðs 2014

                 I  Krapavatni © myndir Sigurður Daviðsson 2014
www.mbl.is