11.08.2019 09:39

Tómas ÞorvaldssonGk 10 með Góðan Grálúðutúr

        2173 Tómas Þorvaldsson GK 10 i Grindavik Mynd Hjörtur Gislasson 

 Skipstjóranir Sigurður Jónsson og Bergþór Gunnlaugsson mynd þorgeir Baldursson 

Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson kom til heimahafnar í Grindavík í fyrsta sinn fyrir skömmu, en Þorbjörn hf. Er eigandi hans. Þá kom hann með fínan grálúðuafla af Austfjarðamiðum. Skipstjórinn, Sigurður Jónsson, er ánægður eftir fyrsta túrinn. „Þetta er hörku sjóskip. Maður er búinn að finna það alveg í þessari veiðiferð. Tómas er þriðjungi stærri en Hrafn Sveinbjarnarson, sem ég var með áður og maður finnur stærðarmuninn mjög vel. Tómas veltur ekki neitt og því fer alveg rosalega vel um okkur. Strákarnir finna það vel. Þetta verður því alveg meiriháttar, þegar maður er búinn að gera þetta að sínu.“

Aflaverðmætið er um 117 milljónir, eftir um 15 daga á veiðum. „Fyrst vorum við að vinna í því koma okkur af stað og svo byrjaði þetta bara rúlla. Það tekur alltaf aðeins á að taka við nýju skipi, en þetta hefur gengið fínt. Við erum nánast eingöngu með grálúðu í þessum túr og vorum að veiðum fyrir austan að þessu sinni. Við reiknum með að vera á grálúðu fram að fyrsta september.“

Það virkar mjög vel og strákarnir eru alveg hæst ánægðir með það. Það erfiðasta um borð í frystitogurum er venjulega vinnan í frystitækjunum, burður á pönnum og slá úr þeim og pakka. Þarna er þetta bara sjálfvirkt. Þú færð bara til þín tóma pönnu og raðar öskjunum í hana og sendir hana frá þér í frystitækin og svo þegar frystingin er næg, tekur kerfið pönnuna út, slær út henni og setur í kassa. Þá er frystigetan feikilega mikil og skipið fellur vel að þeim kvóta sem við höfum til umráða. Þetta er gott skip sem mikið var lagt í á sínum tíma, þegar það var smíðað og síðan hafa verið gerðar á því breytingar, sem bara eru til að gera skipið betra. Þetta lofa því bara góðu. Við kláruðum túrinn og allir komu heilir heim og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Sigurður.

Heimild Kvotinn.is 

Myndir Hjörtur Gislasson og Þorgeir Baldursson 

Tekið á móti nýja skipinu: Katrín Sigurðardóttir, Eiríkur Tómasson, Gerður Sigríður Tómasdóttir, Gunnar Tómasson og Rut Óskarsdóttir.
Ljósmynd Bergþór Gunnlaugsson.

        2173 Tómas Þorvaldsson GK 10 i Hafnarfirði Mynd þorgeir Baldursson 

             2173 Arnar HU 1 Mynd þorgeir Baldursson 1996

Togarinn var upphaflega smíðaður fyrir Skagstrending á Skagaströnd og hét þá Arnar HU. Hann var síðan seldur til Grænlands og hét þá Sisimiut. Þorbjörn hf. í Grindavík keypti skipið í vetur og tók við því í vor. Það hélt svo til veiða eftir yfirferð í slipp í Hafnarfirði í júlí.

        Sisimiut GR 500 á Veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

11.08.2019 08:48

ZUIDERDAM á Akureyri i morgun

      Zuiderdam kom til Akureyrar i morgun Mynd þorgeir Baldursson 

                 Siglt inn að Oddeyrarbryggju mynd þorgeir Baldursson 

          Gert klát til að leggjat uppað mynd þorgeir Baldurssson 

  Seifur kemur til Aðstoðar mynd þorgeir Baldursson 

  Seifur er með 42 tonna átak og er ekki i vandræðum með þetta mynd þorgeir

                Ýtt nett á siðuna á Zuiderdam mynd þorgeir Baldursson 

           Kominn uppað verið að binda Mynd þorgeir Baldursson 

Þetta eru helstu upplýsingar um skipið fengnar á Marinetraffic.com

  • IMO: 9221279
  • Name: ZUIDERDAM
  • MMSI: 245304000
  • Vessel Type: PASSENGER SHIP
  • Gross Tonnage: 82820
  • Summer DWT: 10965 t
  • Build: 2002
  • Flag: NETHERLANDS
  • Home port: ROTTERDAM

 


 

10.08.2019 10:59

Fiskidagurinn mikli er I dag

           Fiskidagurinn i er i dag Mynd af Facebook siðu Hátiðarinnar

     Fiskidagurinn  mynd þorgeir 2006

     Mikil stemming mynd þorgeir 2006

 Fiskborgarar mynd þorgeir

 Rúnar Júliusson og Július mynd þorgeir 2006

 

      Hátiðarsvæðið og hið nýja Frystihús Samherja á Dalvik mynd þorgeir 2019

 

Matarstöðvar Fiskidagsins mikla á Dalvík verða opnaðar nú kl. 11, en matseðill dagsins er áhugaverður að vanda,

Friðrik V. er yfirkokkur og  lagði línurnar ásamt sínu fólki. Þar má að sjálfsögðu finna gamla og góða rétti eins og síld og rúgbrauð, filsur sem eru fiskipylsur í brauði, harðfisk og íslenskt smjör, fersku rækjurnar og fiskborgarana. Öflug grillsveit grillar fiskborgarana en líkt og á síðasta ári sameinast árgangur 1965 árgangi 1966 sem hefur staðið vaktina í mörg ár.

Sushi Corner á Akureyri mætir aftur eftir að hafa slegið í gegn í fyrra. Fiskurinn á grillunum er með nýju sniði, bleikja í Pang Gang sósu og þorskur í karamellu og mangósósu. Á bás Friðrik V. verður í boði Hríseyjarhvannargrafin bleikja eins og á síðasta ári en nýjung á þeim bás verða djúpsteiktar gellur. Akureyri FISH og Reykjavík FISH koma með Fish and chips. Indverskt rækjusalat í boði Dögunar verður á sér bás. NINGS fjölskyldan mætir með risasúpupottinn þar sem boðið verður uppá austurlenska rækju og bleikjusúpu. Aðstoðarkokkur Fiskidagsins mikla Addi Yellow stýrir sasimi stöðinni þar sem að langreyður frá Hval h.f. og bleikja verða í boði.  Grímur kokkur mætir sjóðandi heitur eftir árshlé með plokkfiskinn góða og ostafylltar fiskibollur, það sama er uppá teningnum hjá Moorthy og fjölskyldu í Indian Curry House á Akureyri þau mæta til baka eftir árshlé með Taandoori bleikju og Naan brauð. Kaffibrennslan býður uppá besta kaffið svartan Rúbín. Íspinnarnir frá Samhentum Umbúðamiðlun vinum Fiskidagsins mikla númer 1. klikka aldrei. Samherji býður uppá sælgæti og merki dagsins.

Frett af FB siðu hópsins

10.08.2019 10:32

Makrillinn á hraðri leið norðaustur

                             Vikingur AK 100 mynd HB Grandi 

         Vaðandi Makriltorfa við Hvalbak mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Við vor­um að veiðum út af Reyðarfjarðar­djúpi en þaðan er um átta tíma sigl­ing til Vopna­fjarðar. Það var dá­lítið erfitt að forðast síld sem auka­afla en það ger­ist á hverju ári að síld kem­ur með mak­ríln­um. Þá fær­ir maður sig bara í von um að fá hrein­an mak­ríl.“

Þetta seg­ir Al­bert Sveins­son, skip­stjóri á Vík­ingi AK, í Morg­un­blaðinu í dag. Skipið er nú á Vopnafirði og kom þangað í gær­kvöldi með um 770 tonna afla að því er fram kem­ur á vef HB Granda.

Að sögn Al­berts hafa afla­brögð yf­ir­leitt verið góð síðustu vik­ur en það hef­ur valdið viss­um erfiðleik­um að á sum­um stöðum hef­ur síld bland­ast mak­ríln­um. Síld­ina vilja sjó­menn helst ekki veiða fyrr en eft­ir mak­ríl­vertíðina. Mik­il ferð hef­ur verið á mak­ríln­um í norðausturátt.

„Það var mjög góð veiði um versl­un­ar­manna­helg­ina en þá var aðal­veiðisvæðið í Litla­djúpi og Hval­baks­hall­inu. Núna er mak­ríll­inn kom­inn mun norðar. Þetta er allt ríg­vænn fisk­ur, 500 grömm og þyngri, og enn sem komið er virðist ekki vera neitt lát á göng­um upp að land­inu,“ seg­ir Al­bert.

Heimild MBL.IS

10.08.2019 09:12

Baldwin NC 100 I dag Polonus GDY 57

            Baldvin NC 100 á útleið mynd þorgeir Baldursson 25-4 2014 

                       Polonus GDY 57 Mynd þorgeir Baldursson 2018

10.08.2019 08:23

Akurey AK 10 landar á Sauðarkróki

 

      2890 Akurey AK 10 á Sauðárkróki Drónamynd þorgeir Baldursson  2019

  

„Við höf­um verið að þorskveiðum fyr­ir norðan land seinni part­inn í sum­ar og afla­brögðin hafa verið góð,“ seg­ir Magnús Kristjáns­son, skip­stjóri á Ak­ur­ey AK, sem kom til hafn­ar á Sauðár­króki síðdeg­is í gær með um 170 tonna afla.

Skipið var um fjóra sól­ar­hringa á veiðum en látið var úr höfn í Reykja­vík á föstu­dag, að því er fram kem­ur á vef HB Granda.

Magnús seg­ir að þorsk­ur­inn hafi greini­lega leitað lengra norður en vant er í æt­is­leit og nú sé til að mynda eng­an þorsk að hafa á þekktri veiðislóð á Vest­fjarðamiðum, svo sem á Hal­an­um og í kant­in­um þar suðvest­ur af.

Skip sem nú eru á Vest­fjarðamiðum séu þar að elt­ast við ufsa.

„Hér úti fyr­ir Norður­landi höf­um við fengið góðan þorskafla og í þess­ari veiðiferð fór­um við lengst aust­ur á Sléttu­grunn. Við höf­um orðið var­ir við tölu­vert æti s.s. mak­ríl, síld og rækju. Loðna hef­ur ekki sést. Auk þorsks­ins er hér einnig dá­lítið af ufsa en karf­ann verðum við að veiða vest­an og suðvest­an við landið.“

  Texti Mbl.is 

Drónamynd Þorgeir Baldursson 

09.08.2019 15:20

Vestmanney 54 á Eyjafirði i morgun

            2954 Vestmanney 54 Mynd Þorgeir Baldursson 9 ágúst 2019

           Við bryggju i Krossanesi i morgun  Mynd þorgeir Baldursson 

                   Haldið i Togbrufu i morgun  Mynd þorgeir Baldursson  

                  Togprufa i morgun mynd þorgeir Baldursson 

Vel gekk að togprufa i morgun Eyjafjörður i Bakgrunni mynd þorgeir Baldursson 

 

Núna verður milldekkið klárað og ætti Vestmannaey að verða tilbúinn seinnipartinn 

i september ef að allt gengur eftir 

 Birgir Þór Sverrissson  skipst © Smári Geirs

Helstu upplýsingar um hina nýju Vestmannaey koma hér að neðan 

Upplýsingar um nýja Vestmannaey:

 

               Lengd            28,9 m

               Breidd          12 m

               Brúttótonn  611

               Nettótonn   183,4

               Klassi           DNVGL+1A1

               Aðalvél        2x Yanmar 6EY17W 294 kw

               Hjálparvél    Nogva Scania DI13 HCM534CDE-1 1800/mín

               Gír                2x Finnoy, hvor með sinn rafal. Skrúfáshraði 205/mín

               Skrúfa          2x Finnoy, 2 m í þvermál. Silent fishing.

               Hliðarskrúfa frá Brunvoll

               Allar vindur rafdrifnar frá SeaOnics

              Togvindur knúnar PM sísegulmótor

              Löndunarkrani frá Aukra Marine

              Autotroll frá Scantrawl

               Skilvindur frá Westfalia

                   -tvær smurolíuskilvindur

                   -ein eldsneytisskilvinda

                   -ein austursskilvinda

              Rafkerfi 440 volt 60 rið tvískipt, sb,bb

              Flest tæki í brú frá Furuno

              3D mælir frá Wasp

              Skjákerfi og stjórnbúnaðarkerfi frá SeaQ

              Rafkerfi frá Vard Electro

              Björgunarbúnaður frá Viking

08.08.2019 22:35

Japanstogarar

                    1281 Múlaberg SI 22 mynd þorgeir Baldursson 

                     1279 Brettingur RE 508 Mynd þorgeir Baldursson 

 
                      1274 Sindri ve 60 Mynd Tryggvi Sigurðsson  

08.08.2019 21:25

Herja St 166 á Makrilveiðum

                      2806 Herja ST 166  Mynd þorgeir Baldursson  

08.08.2019 21:21

Addi Afi GK 97 á Makrilveiðum

        2106 Addi Afi Gk 97 á Makrilveiðum Mynd þorgeir Baldursson 

07.08.2019 21:36

Breki Ve 61

             2861 Breki Ve 61 Mynd þorgeir Baldursson 2019

06.08.2019 07:57

Ein með öllu Sparitónleikar 4 ágúst

Mikill fjöldi fólks skemmti sér konunglega á fjölskylduhátiðinni Einni með öllu 

sem að fram fór um verslunnarmanna helgina á Akureyri og fór hátiðin fram

úr vonum skipuleggenda enda dagskráin fjölbreytt og var hápunturinn 

hefðbundnir sparitónleikar þar sem að þekkt tónlistarfólk spilaði 

      Samkomuflötinn  sviðið brúinn og Bátarnir mynd þorgeir Baldursson 

               Fjöldi Fólks var á Svæðinu  Mynd þorgeir Baldursson 

              Greta Salome tryllti tónleikagesti mynd þorgeir Baldursson 

           Björgunnarsveitin Súlur sá um Flugeldasýninguna mynd þorgeir 

05.08.2019 17:28

Skipverjar á Júliusi Geirmundssyni IS styrkja Iþróttafélagið Ivar

Skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 styrkja íþróttafélagið Ívar á Ísafirði með því að gefa til félagsins andvirði af flöskum og dósum. Bæjarins besta hitti Einar Guðmundsson, Bolungavík  á lyftara á höfninni á Ísafirði þar sem Einar var að flytja poka frá áhöfninni til endurvinnslunnar.

Að þessu sinni voru það einir sex pokar og var það afrakstur nokkurra veiðiferða skipsins. Einar hélt að andvirðið að þessu sinni væri um 100 þúsund krónur og sagðist telja að styrkur áhafnarinnar væri 200 – 300 þúsund krónur á hverju ári.

Segja má að það munar um minna. Lofsvert framlag frá þessum vinnustað.

BB.is

 

         Július GeirmundssonIS 270 Mynd þorgeir Baldursson 

 

04.08.2019 10:23

Togarinn Northguider H-177-AV á strandstað á Svalbarða

Hérna eru myndirnar af Northguider H-177-AV LEHW á hliðini á strandstað á Svalbarða 70-80°slagsíða.

Myndirnar eru frá norsku strandgæslunni og teknar 28 júní síðastliðinn.

Samkvæmt siðustu fréttum er búið að ná allri oliu úr togaranum og stendur til að 

reyna að draga hann á flot i þessum mánuði þegar minnstur is er á svæðinu 

skipið var um tima i eigu islenskra og Grænlenskra aðila og var þá gert út á Rækjuveiðar 

við Svalbarða og mun það hafa verið á þeim veiðiskap þegar það strandaði 

                  Northguider H-177-AV Mynd Frode Adolfsen 

              Togarinn Á strandstað á Svalbarða foto Norska Strandgæslan 

              Það hefur fjara hratt undan togaranum siðustu vikur 

     Norska strandgæslan á leið að togaranum mynd Norska Strandgæslan 

       mikið verk fyrir höndum að ná togaranum af strandstað 

     Bátur Norsku Strandgæslunnar á leið að togaranum foto Kystvakt 

04.08.2019 09:16

Sandfell SU 75

               2841 Sandfell SU 75 mynd þorgeir Baldursson 2016

Á heimasiðu www.Aflafretta.com kemur fram að fin veiði hafi verið undanfarið 

hjá linubátunum sem að eru yfir 15 brt og hérna er Sandfell að draga linuna 

i Fáskrúðsfirði i desember 2016 aflinn 8,5 tonn uppistaðan væn ýsa 

Ágætis veiði hjá bátunum 

 

Sandfell SU með 31 tonní 2 og er kominn yfir 200 tonnin,

 

Kristján HF 69 tonní 4 róðrum 

 

Vésteinn GK 50 tonní 4

 

Auður Vésteins SU 46 tonní 4

 

Gísli Súrsosn GK 43 tonní 3

 

Hafrafell SU 38 tonní 3

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1034
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 1334
Gestir í gær: 204
Samtals flettingar: 9351701
Samtals gestir: 1332241
Tölur uppfærðar: 17.8.2019 13:04:08
www.mbl.is