09.06.2016 21:00

Ambassador hlýtur Bláfánann 2016

 

 

 Birgir Stefánsson Magnús Guðjónsson og Salóme Hallfreðsdóttir Mynd Þorgeir Baldursson 2016
   Salome og Magnús Handsala vottunina mynd þorgeir Baldursson 2016 

Fréttatilkynning frá Landvernd
Nánari upplýsingar veitir Salome Hallfreðsdóttir í síma 867 0343

Hvalaskoðunarfyrirtæki á Íslandi hljóta Bláfána fyrst í heiminum

Landvernd veitti fjórum hvalaskoðunarfyrirtækjum bláfánavottun fyrir sjálfbæra sjávarferðamennsku 2. júní sl.

Þetta er í fyrsta skipti sem Bláfáninn er veittur hvalaskoðunarfyrirtækjum í heiminum. Viðurkenninguna hlutu Ambassador á Akureyri og Elding, Special Tours og Whale Safari í Reykjavík.

Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er fyrirtækjum og sveitarfélögum fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum, og frá árinu 2016 einnig fyrirtækjum í sjávartengdri ferðaþjónustu. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda haf- og strandsvæði, draga úr umhverfisáhrifum með kerfisbundnum hætti, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Þessu er náð með bættri umhverfisstjórnun, góðum slysavörnum, eftirliti með vatnsgæðum og öflugri fræðslu og upplýsingagjöf. Landvernd innleiddi Bláfánann hér á landi árið 2002 en verkefnið hefur verið rekið á alþjóðavísu frá árinu 1985 af alþjóðlegu umhverfismenntasamtökunum Foundation for Environmental Education (FEE), sem Landvernd er aðili að. Landvernd kom af stað þróun bláfánaviðurkenningarinnar fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki á vegum FEE.

Fyrirtæki í sjávartengdri ferðaþjónustu, smábátahafnir og baðstrendur geta sótt um vottunina. Á Íslandi flagga viðurkenningunni fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki með alls 16 báta, sex smábátahafnir og þrjár baðstrendur. Hvalaskoðunarfyrirtækjunum var afhentur Bláfáninn við veglega athöfn sem fór fram í kjölfar viðburðar á vegum Whales and Dolphin Conservation í Hvalasýningasafninu á Granda í tilefni af 25 ára afmæli hvalaskoðunar á Íslandi. Hér að neðan má sjá lista yfir handhafa Bláfánans á Íslandi árið 2016.

Ferðaþjónustuaðilar í hvalaskoðun

·       Ambassador á Akureyri

·       Elding í Reykjavík

·       Special Tours í Reykjavík

·       Whale Safari í Reykjavík

Smábátahafnir

·       Smábátahöfnin á Bíldudal

·       Smábátahöfnin á Patreksfirði

·       Smábátahöfnin á Suðureyri

·       Smábátahöfnin í Stykkishólmi

·       Smábátahöfnin við Hafnarhólma á Borgarfirði eystri

·       Fossvogshöfn í Kópavogi

Baðstrendur

·       Bláa lónið

·       Langisandur á Akranesi

·       Ylströndin í Nauthólsvík

09.06.2016 12:08

Venus NS 150 I Slipp i fyrrakvöld

Venus NS 150 I Slipp á Akureyri i fyrrakvöld

       2881 Venus NS150 i flotkvinni á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 2016

09.06.2016 11:57

Baldvin NC 100 Landar á Akureyri

Frystitogarinn Baldvin NC 100 kom til hafnar á Akureyri i vikunni með góðan 

afla af Grænlandsmiðum uppistaðnan þorskur sem að var landað hjá Útgerðarfélagi Akureyringa 

Að löndun lokinni hélt skipið strax til veiða á svipaðar slóðir 

                    Baldvin NC 10O  © mynd þorgeir Baldursson 2016

           Komið til hafnar á Akureyri    © mynd þorgeir Baldursson 2016

         Springurinn kominn upp    © Mynd þorgeir Baldursson 2016

               Landað úr Baldvin NC 100   © Mynd þorgeir Baldursson 

                   Löndun i fullum gangi ©mynd þorgeir Baldursson 

                Haldið til veiða að lokinni löndun© Mynd þorgeir Baldursson 

             Baldvin NC 100 á siglingu við Hjalteyri   © Mynd Þorgeir Baldursson 

09.06.2016 10:59

Hvalaskoðun Ambassador

Mikil aukning i hvalaskoðun frá Akureyri hjá hvalaskoðunnarfyrirtækinu Ambassador 

i fyrstu var einn bátur i notkun og á siðasta ári bættist annar við og von er á þeim þriðja 

innan skamms eftir að hafa verið þrjú ár er þetta farið að ganga vel og sjást merki þess 

þegar báðir Bátarnir fóru i birjun vikunnar með um 300 manns yfir daginn 

i Hvalaskoðun  á Eyjafirði og að sögn farþega voru þeir himinlifandi með ferðina 

Meðfylgjandi myndir tók Þorgeir Baldursson  þegar fólkið streymdi um borð 

og Siglt var út Eyjafjörð með farþegana 

www.ambassador.is

                 Gengið um borð i Ambassador Mynd þorgeir Baldursson 2016

              Gengið um borð I Arctic Circle mynd þorgeir Baldursson 2016

 Ambassador og Arctic Circle á leið út Eyjafjörð  mynd þorgeir Baldursson 2016

 

 

 

08.06.2016 17:22

1278 Bjartur NK 121 seldur úr landi

               Landað úr Bjarti Nk á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 2016

                      Löndun úr Bjarti Nk mynd þorgeir Baldursson 2016

       Landað hjá Útgerðarfélagi Akureyringa mynd Þorgeir Baldursson 2016

Ísfisktogarinn Bjartur NK hefur verið seldur til Íran en ráðgert er að afhenda skipið nýjum eigendum í  ágústmánuði næstkomandi.

Bjartur var smíðaður í Japan og hefur alla tíð verið í eigu Síldarvinnslunnar.

Honum var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð í Niigata hinn 25. október árið 1972 og afhentur Síldarvinnslunni 12. janúar árið 1973.

Siglingin frá Niigata til Neskaupstaðar tók 49 sólarhringa og var vegalengdin 13.150 sjómílur.

Á siglingunni heim var komið við í Honolulu á Hawaii og Balboa við Panamaskurðinn.


Bjartur sigldi í fyrsta sinn inn Norðfjörð klukkan 8.30 að morgni föstudagsins 2. mars 1973.

Skipið þótti afar vel búið og hið glæsilegasta í alla staði. Stærð skipsins er 461 tonn og var það í upphafi búið 2000 hestafla aðalvél.

Allur tækjabúnaður í skipinu var japanskur  ef undan er skilin talstöðin sem var af danskri gerð.


Útgerð Bjarts hefur gengið vel frá upphafi og hefur ekki þótt vera ástæða til að gera miklar breytingar á skipinu.

Árið 1984 var þó ný 2.413 hestafla aðalvél sett í það og árið 2004 hélt Bjartur til Póllands þar sem meiriháttar viðhaldi var sinnt.

Heildarafli Bjarts frá því að hann hóf veiðar árið 1973 er rúmlega 140 þúsund tonn.

Miðað við núverandi fiskverð má gera ráð fyrir að aflaverðmæti skipsins á þessum tíma nemi hátt í 30 milljörðum króna.


Bjartur hefur tekið þátt í togararalli Hafrannsóknastofnunar og hefur ekkert annað skip jafn oft tekið þátt í því.

Í marsmánuði sl. lauk Bjartur þátttöku í sínu 26. ralli.


Nánar verður fjallað um sögu Bjarts á heimasíðu Síldarvinnslunnar þegar kemur að því að hann hverfur á braut til fjarlægra slóða.

06.06.2016 12:09

Ný Cleopatra til Bergen útbúinn á snurvoð

                                               Mynd Trefjar 2016 

Ný Cleopatra 33 afgreidd til Bergen

Frétt frá Trefjum 

Útgerðarfélagið Sydvest Fiskeri í Bergen í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni stendur Lars Tore Skår.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Skår Jr.  Báturinn mælist 11brúttótonn.  Skår Jr er af gerðinni Cleopatra 33.  

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT N90 410hö tengd ZF286IV gír. 

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad.

Báturinn er einnig útbúin með  hliðarskrúfu að framan tengdri sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til veiða með snurvoð.  Spil, trommlur og hýfingarbúnaður er frá Hydema. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12stk 380L kör í lest.  Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.  

--------

TREFJAR LTD

OSEYRARBRAUT 29

220 HAFNARFJORDUR

ICELAND

31.05.2016 11:57

Arctic Circle jómfrúarferð i Grimsey

Arctic Circle, skip í eigu Ambassador hvalaskoðunar á Akureyri, fór í sína fyrstu ferð til Grímseyjar um helgina.

Skipið er afar hraðskreitt og tekur siglingin frá Akureyri til Grímseyjar aðeins rúma tvo tíma. 

Er skemmst frá því að segja að ferðin tókst betur en nokkur hafði þorað að vona og voru farþegarnir,

Karlakór Eyjafjarðar og gestir þeirra, bókstaflega í sjöunda himni þegar heim var komið.

Kórinn hélt tónleika í félagsheimilinu Múla í Grímsey fyrir heimamenn og var gerður góður rómur að söng og karlmennsku kórsins.

Hafnar verða reglulegar siglingar til Grímseyjar 1. júní.

Siglt verður fjórum sinnum í viku. Framan af sumri verður siglt á kvöldin, lagt verður af stað frá Akureyri klukkan 18 og komið aftur upp úr miðnætti.

Nánari upplýsingar má finna á vefnum Ambassador.is

Myndir Þorgeir Baldursson 

Teksti Skúli Gautasson 

            Brakandi bliða á Grimseyjarsundi mynd þorgeir Baldursson 

                      Styttist i Grimsey mynd þorgeir Baldursson 2016

                           Óli og Sigrún nutu ferðarinnar mynd þorgeir 2016

         Mikið að sjá á Grimseyjarsundi mynd þorgeir Baldursson 2016

             Skúli ,Örn ,og Magnús i Brúnni mynd þorgeir Baldursson  2016

           Komið til hafnar i Grimsey mynd þorgeir Baldursson 

              Springnum kastað við komuna i Grimsey mynd þorgeir 2016

          Siglt i kringum eyjuna og málin rædd mynd þorgeir 2016

      Hópurinn samankominn á bryggjunni mynd þorgeir Baldursson 2016

          Miklir fagnaðarfundir hjá ættingjum og vinum mynd þorgeir 2016

       Heimferð i rjómabliðu á Grimseyjarsundi mynd þorgeir Baldursson 

             Siglt i Eyjafjörð um miðnættið mynd þorgeir Baldursson 2016

          Farþegar kepptust við að mynda sólarlagið mynd þorgeir 2016

                  Sólsetur i Eyjafirði er Einstakt mynd þorgeir Baldursson 2016

 

26.05.2016 17:00

2848 Ambassador

         2848 Ambassador á siglingu á Eyjafirði i morgun mynd þorgeir 2016

25.05.2016 23:38

Húnakallar i Messanum

  Hérna má sjá aðal kallana sem að ditta að Húna 2 mikill og samhentur hópur 

                Kallarnir á Húna 2 EA740 Mynd þorgeir Baldursson 2016

25.05.2016 16:54

Himnesk Saltfiskveisla á Hauganesi

Það var mikið um að vera á Baccalá Bar á Hauganesi síðastliðinn föstudag,

en þá var haldið séstakt ítalskt þemakvöld.

Á boðsstólnum voru ítalskar kræsingar eldaðar úr saltfiski og sáu hvorki meira en fimm stórsöngvarar ásamt uppistandara

um að halda uppi fjörinu fram eftir kvöldi.

Veitingastaðurinn Baccalá Bar var opnaður 16. maí síðastliðinn

og samkvæmt eiganda staðarins, Elvari Reykjalín, hafa margir lagt leið sína þangað til að sjá og upplifa staðinn.

Fleiri ámóta viðburðir verða haldnir á næstu vikum og mánuðum að sögn Elvars með fleiri óvæntum uppákomum.

Opið verður á Baccalá Bar frá kl. 11 til 17 alla daga í sumar, staðurinn er einnig opinn fram eftir kvöldi ef hópar panta þjónustu. 

www.ektafiskur.is

Og hérna koma nokkrar myndir sem að voru teknar þetta kvöld 

Ljósmyndari Þorgeir Baldursson 

            Elvar Reykjalin Eigandi Bacclá Bar við Vikingaskipið Mynd Þorgeir 2016

                          Elvar biður gesti Velkomna til Veislunnar 

                     Forrétturinn borinn á borð  Mynd þorgeir 2016

                     Nóg að gera i eldhúsinu mynd þorgeir 2016

         Kokkurinn Antony skammtar á diskana mynd þorgeir 2016

                                     Aðalrétturinn Mynd þorgeir 2016

             Gestirnir voru að birja á Forréttinum mynd þorgeir 2016

                   Milil spenna að birja að borða mynd þorgeir 2016

                  Tenorarnir ásamt Mikael  J Clarke Mynd þorgeir 2016

           Eftirrétturinn var Glæsilegur  mynd þorgeir 2016

 

24.05.2016 20:23

Hóp og neyðarstjórnun á Akureyri

Kláraði i dag 2 daga námskeið i Hóp og neyðarstjórnun sem að landsbjörg hélt 

og var það haldið á Veitingastaðnum Bryggjunni og verklegt um borð i eikarbátnum Húna 2 

sem að liggur við Torfunes bryggju það voru  þeir Hilmar Snorrasson Skólastjóri

Slysavarnaskóla Sjómanna og Þráinn Skúlasson Aðstoðarskólastjóri

sem að kenndu alls voru um 30 nemendur af norður og Austurlandi á námskeiðinu

 sem að tókst afar vel og kann ég skólastjórnendum bestu þakkir fyrir 

                       Hilmar Snorrasson afhendir mér skirteinið góða 

                 Námskeiðið var haldið á veitingastaðnum Bryggjunni 

                                         Sigþór Eiðsson og Skúli Gautasson  

                                     Áhöfn i verklegum Æfingum  

 

                         Hilmar og Þráinn ásamt nemenda  mynd þorgeir Baldursson

                   Hópurinn Samankominn Mynd Þorsteinn Pétursson 

 

 

 

23.05.2016 00:25

Reykjanesviti

                              Reykjanesviti mynd þorgeir Baldursson 

23.05.2016 00:21

Danskir trollbátar i Norðursjó

           Danskir Trollbátar i norðursjó mynd þorgeir Baldursson 

23.05.2016 00:18

Hvalaskoðun á Eyjafirði

       Tignarleg dýr Hnúfubakarnir i návigi mynd þorgeir Baldursson 

19.05.2016 17:07

2881 Venus NS 150 i Ársskoðun á Akureyri i dag

      Venus NS 150 i Flotkvinni á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 2016
www.mbl.is