28.12.2007 18:06

Dala Rafn VE 508


Myndir og frétt Ómar Garðarsson suðurland.is  
KANN ÉG ÞEIM BESTU ÞAKKIR FYRIR AFNOTIN 
Fjöldi manns tók á móti Dala Rafni VE 508 þegar hann kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum á föstu­daginn. Þegar Dala Rafn var lagst­ur að bryggju blessuðu prestar Landakirkju, Kristján Björnsson og Guðmundur Örn Jónsson, skip og áhöfn. Útgerðinni barst mikill fjöldi gjafa og heillaóska og margir nýttu sér boð um að skoða skipið sem er allt hið glæsilegasta.  Dala Rafn er í eigu Þórðar Rafns Sigurðssonar, útgerðarmanns og skipstjóra, og Ingu Eymundsdóttur konu hans og fjölskyldu þeirra. Þetta er fimmta skipið með sama nafni sem þau hafa átt.

?Við byrj­uðum í útgerð 11. maí 1975 en þetta er fyrsta nýsmíðin hjá okkur," sagði Þórður Rafn sem lýsti því yfir, þegar nýja skipið var komið í höfn, að hann væri hættur á sjó eftir fimmtíu ára sjómannsferil. Þar með lét hann skipstjórnina endanlega í hendur Eyþórs sonar síns sem hefur að mestu verið með Dala Rafn á undanförnum árum.

Fjöldi manns tók á móti Dala Rafni VE 508 þegar hann kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum á föstu­daginn. Þegar Dala Rafn var lagst­ur að bryggju blessuðu prestar Landakirkju, Kristján Björnsson og Guðmundur Örn Jónsson, skip og áhöfn. Útgerðinni barst mikill fjöldi gjafa og heillaóska og margir nýttu sér boð um að skoða skipið sem er allt hið glæsilegasta.  Dala Rafn er í eigu Þórðar Rafns Sigurðssonar, útgerðarmanns og skipstjóra, og Ingu Eymundsdóttur konu hans og fjölskyldu þeirra. Þetta er fimmta skipið með sama nafni sem þau hafa átt.

?Við byrj­uðum í útgerð 11. maí 1975 en þetta er fyrsta nýsmíðin hjá okkur," sagði Þórður Rafn sem lýsti því yfir, þegar nýja skipið var komið í höfn, að hann væri hættur á sjó eftir fimmtíu ára sjómannsferil. Þar með lét hann skipstjórnina endanlega í hendur Eyþórs sonar síns sem hefur að mestu verið með Dala Rafn á undanförnum árum.


Kom aldrei annað til greina
Það liggur því beinast við að spyrja Þórð sem hefur stundað sjóinn svo lengi hvað sé mest heill­andi við sjómennsku.
?Ég veit það ekki, það kom bara aldrei neitt annað til greina. Ég vann sem verkstjóri í móttökunni í Fiskiðjunni eina vertíð og það átti ekki við mig. Ætli það sé ekki veiðieðlið, ég veiði á stöng og stunda líka skotveiði. Það er ábyggilega ekkert annað, það er alltaf spenningur við veiðarnar og engir tveir dagar eins. Maður er fljótur að gleyma brælunum sem betur fer. Ég byrjaði að fara á sjó þegar ég var átta ára með pabba en hann átti trillu."

Þegar Þórður er spurður hvort krakkarnir hafi ekki verið í nánari tengslum við atvinnulífið þegar hann var að alast upp segir hann hugsanaháttinn vera allt annan í dag en þá. ?Í dag mega krakkar ekki vinna fyrr en þeir eru orðnir 15 til 16 ára. Það er óþarfi að tala um barna­þrælkun þó krakkar vinni eitthvað og komist í betri tengsl við um­hverfi sitt. Ég hef verið á sjó síðan ég var 15 ára og það eru fimmtíu ár síðan ég fór að róa sem háseti hjá mági mínum, Björgvini Jónssyni frá Úthlíð. Ég varð skipstjóri 1963 en þá var ég tvítugur og var með Jón Stefánsson VE sem Einar Sig­urðsson leigði af Björgvin.


Kom aldrei annað til greina
Það liggur því beinast við að spyrja Þórð sem hefur stundað sjóinn svo lengi hvað sé mest heill­andi við sjómennsku.
?Ég veit það ekki, það kom bara aldrei neitt annað til greina. Ég vann sem verkstjóri í móttökunni í Fiskiðjunni eina vertíð og það átti ekki við mig. Ætli það sé ekki veiðieðlið, ég veiði á stöng og stunda líka skotveiði. Það er ábyggilega ekkert annað, það er alltaf spenningur við veiðarnar og engir tveir dagar eins. Maður er fljótur að gleyma brælunum sem betur fer. Ég byrjaði að fara á sjó þegar ég var átta ára með pabba en hann átti trillu."

Þegar Þórður er spurður hvort krakkarnir hafi ekki verið í nánari tengslum við atvinnulífið þegar hann var að alast upp segir hann hugsanaháttinn vera allt annan í dag en þá. ?Í dag mega krakkar ekki vinna fyrr en þeir eru orðnir 15 til 16 ára. Það er óþarfi að tala um barna­þrælkun þó krakkar vinni eitthvað og komist í betri tengsl við um­hverfi sitt. Ég hef verið á sjó síðan ég var 15 ára og það eru fimmtíu ár síðan ég fór að róa sem háseti hjá mági mínum, Björgvini Jónssyni frá Úthlíð. Ég varð skipstjóri 1963 en þá var ég tvítugur og var með Jón Stefánsson VE sem Einar Sig­urðsson leigði af Björgvin.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1610
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 607320
Samtals gestir: 25686
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:10:30
www.mbl.is