18.07.2008 20:25

Framtíð Hólmatinds óljós


Spurningin er hvort verið sé að ræða um þennan Hólmatind, hann bar nr. SU 220 og var til fyrir 1990, mynd þessi er úr bókinni Ísland 1990, ljósmyndari ókunnur.


Vísir,
18. júl. 2008 16:09

Skipstjóri Hólmatinds: Framtíð skipsins óljós

mynd
Hólmatindur í sjónum við bryggjuna í Walvis Bay.

SHA skrifar:

Eins og var greint frá í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og hér á Vísi í dag sökk hinn fornfrægi íslenski togari Hólmatindur við bryggju í Namibíu. Hólmatindur var á leið í slipp í Walvis Bay þegar hann sökk. Engan sakaði í óhappinu en skipverjar misstu talsvert af eignum sínum.

"Það er ósköp lítið vitað hvað gerðist. Tryggingarfélagið mun síðan meta það hvort farið verður í viðgerð eða togarinn afskrifaður," sagði Brynjólfur Jón Garðarsson, skipstjóri Hólmatinds, er Vísir hringdi til hans í Namibíu í dag.

Skipið er í eigu namibískrar útgerðar og hefur verið í landinu frá árinu 2001. Brynjólfur segir að skipið hafi fiskað vel í Namibíu en eins og áður segir er enn óljóst hvað verður um skipið.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1013
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 606723
Samtals gestir: 25671
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 16:11:40
www.mbl.is