09.09.2008 15:57

Úr Dauðadeildinni í pottinn

Nú í nokkur ár hefur það orð loðað við Njarðvíkurhöfn að vera kölluð DAUÐADEILDIN, ástæðan er sú að mörg þeirra skipa sem þar hafa legið, hafa í raun ekki beðið neitt annað en að verða fargað með einhverjum hætti. Nú eru þar nokkrir fiskibátar og einn farþegabátur sem trúlega eiga ekkert annað eftir en að fara í pottinn. Að vísu eru þarna 3 eikarbátar, sem sögur segja að eigi að endurbyggja og nota í ferðaþjónustu. Undir lok vikunnar er ráðgert að eitt þessara skipa Tjaldarnes GK 525 fari fyrir eigin vélarafli til Danmerkur í brotajárn (pottinn) og hafi í togi með sér annan sem staðið hefur um tíma uppi í Njarðvíkurslipp, Hannes Andrésson SH 747.

Þrír þeirra báta sem rætt er um hér að ofan, 124. Tjaldanes GK 525, 163. Jóhanna Margrét SI 11 og 929. Svanur KE 90.

                                                  124. Tjaldanes GK 525

                  582. Hannes Andrésson SH 747 © myndir Emil Páll 2008

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 773
Gestir í dag: 209
Flettingar í gær: 996
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 621980
Samtals gestir: 27044
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 20:40:06
www.mbl.is