09.09.2008 22:25

Lýsisskip strandaði á Ísafirði

Lýsisskip strandaði í Sundunum á Ísafirði fyrir um kl. hálf níu í kvöld. Drapst á vél skipsins sem rak stefnið upp í sandbakka í firðinum. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson og hafnsögubáturinn Sturla Halldórsson komu strax á staðinn. Búið er að draga skipið út og fór allt betur en á horfðist í fyrstu. Engan sakaði. Skipið liggur nú við bryggju og er verið að skoða það.  Skipið, sem heitir Leoni Theresa, er 90 metra langt, um 2300 brúttótonn og siglir undir fána Gíbraltar. Um 12 manns eru áhöfn skipsins, sem er rússnesk.

                                         Lýsisskipið Leoni Theresa á Eskifirði í síðustu viku

                                    © myndir Þorgeir Baldursson 2008

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 829
Gestir í dag: 225
Flettingar í gær: 996
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 622036
Samtals gestir: 27060
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 22:34:13
www.mbl.is