10.09.2008 21:43

Antarctic Dream


Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni hafa rannsóknarskip svonefndir heimskautafarar haft reglulegar viðkomur í Keflavíkurhöfn á undanförnum árum og munu nokkur þeirra koma fram eftir hausti, og önnur hafa þegar haft viðkomu. Með skipunum eru farþegar sem fara í land í Keflavík og taka flug frá landinu, en á móti koma aðrir sem fara um borð. Skip það sem kom í morgun heitir Antarctic Dream og er skráð á Panama. Var það með 80 farþega og var skipið að koma frá Svalbarða en það hefur verið á siglingu um norðurslóðir í sumar. Héðan fer Antarctic Dream til heimahafnar í Chile en sigling þangað tekur fjórar vikur.
 Meðan skipin stoppa í Keflavík tekur það vistir hér svo og eldsneyti, auk þess sem ýmis önnur þjónusta fer fram við skipin. Eins var með þetta skip, auk þess sem iðnaðarmenn voru að störfum í skipinu í dag.
                Antarctic Dream í Keflavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll 2008


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 911
Gestir í gær: 264
Samtals flettingar: 622153
Samtals gestir: 27116
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 00:46:53
www.mbl.is