06.10.2008 23:30

3X Technology


          Jóhann Jónasson Framkvæmdastjóri 3X Technology
   Með verðlaunagripinn og siðan eru fleiri myndir i mynda albúmi hérna efst á siðunni   
Íslenska sjávarútvegssýningin mæltist vel fyrir meðal VestfirðingaÍslensku sjávarútvegssýningunni, sem haldin var í Smáranum í Kópavogi, lauk á laugardag. Fjölmargir Vestfirðingar lögðu leið sína á sýninguna enda sjávarútvegurinn þeim í blóð borinn. Ísfirska fyrirtækið 3X Technology var þátttakandi í sýningunni og segir Karl Ásgeirsson, rekstrarstjóri 3X, að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið mjög ánægðir með sýninguna. "Það var þó nokkur "traffík" að okkar bás og við fengum mjög margar fyrirspurnir og stóðst þessi sýning allar okkar væntingar. Við fengum íslensku sjávarútvegverðlaunin sem besti íslenski vélbúnaðarframleiðandinn í flokki stærri fyrirtækja. Við höfum fengið íslensku sjávarútvegsverðlaunin áður en ekki í þessum flokki," segir Karl.

Að sögn Karls hefur sýningin oft verið með stærra móti þó að þessi hafi verið glæsileg. "Það mætti skrifast á ástandið í þjóðfélaginu í dag en það var ekki mikinn bilbug að finna á fyrirtækjum líkt og okkar sem eru í útflutningi. Það gengur vel að reka 3X Technology en við þurfum vissulega að flytja mikið inn af stáli ýmiskonar rekstrarvörum til landsins en okkur gengur vel að selja vöru okkar út í lönd á móti," segir Karl Heimild BB.IS

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 527
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1278
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 619199
Samtals gestir: 26317
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 23:39:25
www.mbl.is