03.04.2009 16:24

Eigandaskipti á Guðrúnu Guðleifsdóttur ÍS

Aðalbjörn Jóakimsson við Guðrúnu Guðleifsdóttur ÍS 25.
Aðalbjörn Jóakimsson við Guðrúnu Guðleifsdóttur ÍS 25.

bb.is | 03.04.2009 | 16:27Dynjandi ehf. kaupir Guðrúnu Guðleifsdóttur ÍS 25

Dynjandi ehf. hefur keypt bátinn Guðrúnu Guðleifsdóttur ÍS 25 af Fiskara ehf. í Súðavík. Aðalbjörn Jóakimsson, einn eigenda Dynjanda ehf., segist ekki hafa getað sleppt tækifærinu þegar honum bauðst skipið til sölu en Guðrún Guðleifsdóttir er ömmunafn Aðalbjörns. "Ég var á skipinu sem ungur maður og þá var það í útgerð í Hnífsdal hjá föður mínum og félögum. Ég gat ekki hugsað mér að missa af þessum "díl" að kaupa skipið og missa af því. Nú verður lappað upp á skipið, því komið í gegnum skoðun og það sett í útgerð," segir Aðalbjörn. Hann segir ekki ljóst hvaðan skipið verður gert út en hugsanlega verði það frá Ísafirði. "Það gekk vel á sínum tíma og þjónaði fólkinu í bænum og sjómönnum vel. Það getur vel verið að það verði endurtekið aftur ef mögulegt er, en það hafa ekki verið tekin nein áform um það," segir Aðalbjörn.

Hann segir marga hafa góðar minningar um skipið sem hafi verið farsælt aflaskip lengi vel frá Hnífsdal. "Ég gat því ekki annað en tekið áskoruninni þegar hún kom, var snöggur til og er kominn hingað til að sýna þessu sóma," segir Aðalbjörn. HEIMILD: BB.IS

Guðrún Guðleifsdóttir ÍS-25
                    971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 © mynd Þorgeir Baldursson 2007
    

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 473
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 1683
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 607866
Samtals gestir: 25749
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 03:30:15
www.mbl.is