20.10.2009 00:00

Skotland


                                                      Í Aberdeen, Mæsk-skip


                                                                Í Norðursjó


                                                Komið inn til Fraserburgh


                                                 Viking Islay, frá Aberdeen


                              Skotland og Danmark © myndir Svafar Gestsson

Hér með endar flokkurinn um Skotland a.m.k. að sinni. Hér fyrir neðan birtist mynd af skorsku skipi sem kom til Njarðvíkur fyrir 14 árum.


                         
Skorska skipið Alert FR 336 frá Franserburgh í Skotlandi í Njarðvíkurhöfn á árinu 1995, en þangað kom það til að sækja skipskrokk frá Skipamíðastöð Njarðvíkur sem hafði vinnuheitið Brúsi SN 7 © mynd Emil Páll í júní 1995

Umræddur skrokkur var smíðaður í Noregi og kom til Njarðvíkur 19. jan. 1983, þar sem klára átti skipið, en ekkert varð úr því þar sem kvótamálin breyttust hér á landi og því stóð skipið uppi í slippnum þó svo að íslensk fyrirtæki sýndu áhuga á kaupum á því. Þar sem þetta skip hafði smíðanr. 7 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur settu starfsmenn fyrirtækisins nr. SN 7 á skrokkinn og nafnið Brúsi. Í janúar 1995, hófst síðan lokafrágangur og lauk honum 22. júní sama ár o gþá hafði verið sett á hann stýrishús, perustefni o.fl. Var Brúsi síðan sjósettur þennan dag. 22. júní 1995 og daginn eftir fór Alert með hann í togi til nýrrar heimahfnar í St. Monens á Fife í Skotlandi. Þar var frágangi lokið og skipið fékk nafnið Faitfull III, en ekki var það þó lengi í útgerð því það sökk eftir árekstur við annað skip veturinn1998.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 895
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 1030
Gestir í gær: 176
Samtals flettingar: 9821568
Samtals gestir: 1379656
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 18:32:23
www.mbl.is