03.06.2011 00:14

Sjómannablaðið Vikingur 2011


           Sjómannablaðið Vikingur mynd Þorgeir Baldursson 2011

SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR komið út
Forsiðumyndin er eftir  þorgeir Baldursson og er hún tekin um borð i Hörpu Ve 25
er skipið var á landleið með um 950 af loðnu i Krossanes við Eyjafjörð

Sæl verið þið

Þá er Víkingurinn kominn út, sumir segja skemmtilegasta tímarit þjóðarinnar, og fara víst ekki með neitt fleipur. Að vísu er ég hlutdrægur í málinu, einhverjir myndu segja vanhæfur, svo dæmi hver fyrir sig.

Blaðið getið þið pantað með því að netja á ritstjórann, Jóna Hjaltason, jonhjalta@simnet.is, nú eða þið getið hringt í hann, 862-6515. Fyrri leiðin er þó af ýmsum ástæðum þægilegri. Svo má auðitað gerast áskrifandi en fjögur tölublöð koma út á ári og kosta ekki nema 3000 krónur með heimsendingu. og öllum pakkanum.

Kíkjum aðeins á efnisyfirlitið í þessu 2. tbl. Víkingsins 2011:

- Þórður Eiríksson fer útbyrðis í brjáluðu veðri. Gísli Jónsson skipstjóri segir frá.

- Lögmenn eru þurrir og leiðinlegir, segir almannarómur. Er það svo? Er Jónas Haraldsson kannski leyniskytta í frítíma sínum - og leiðinlegur - eða með hnyttnari mönnum þessa lands?

- Ragnar Franzson lendir í tveimur ásiglingum í sama túrnum.

- Loftskeytamaðurinn Birgir Aðalsteinsson rifjar upp jólin 1959 þegar hann sigldi með Kötlu.

- Göntuðust með öryggismálin; Ólafur Grímur Björnsson ræðir við bræðurna Benedikt og Hauk Brynjólfssyni.

- Hverjir voru pólsku togararnir og hvar eru þeir í dag? Helgi Laxdal segir okkur allt um þessa "sjömenninga".

- Dauðinn í Dumbshafi, hrollvekjandi saga Íshafsskipalestanna. Magnús Þór Hafsteinsson skrifar.

- Árni Bjarnason fer í siglingu.

- Ólafur Ragnarsson rifjar upp daginn voðalega í janúar 1952

- Þeir eru ekki margir á lífi í dag sem upplifðu Pourquoi pas?-slysið. Þorsteinn Jónatansson er einn þeirra.

- Matti Björns sigldi með Carlsen í stað þess að fara hina örlagaríku siglingu með Dettifossi 1945.

- Hilmar Snorrason skyggnist út í heim.

- Saga af sjónum: Helgi Laxdal ríður á vaðið.

- Frívaktin er helguð hinni stórskemmtilegu bók, "Sögu Útvegsbændafélags Vestmannaeyja 1920 - 2010".

- Hilmar Snorrason fer á netið og finnur meðal annars allar Árbækur Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar.

- Feðgarnir Þórbjörn Áskelsson heitinn, forstjóri Gjögurs h.f., og sonur hans Guðmundur fara í afdrifaríka ökuferð.

- Svo er auðvitað krossgáta, úrslit í Páskagetrauninni og Ljósmyndakeppni sjómanna 2011.

Góða skemmtun.

   Jón Hjaltasson Ritstjóri

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1509
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 607219
Samtals gestir: 25685
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:05:30
www.mbl.is