15.12.2011 15:32

Isfisktogari keyrir á Steikingarfeiti

                                   Björgúlfur EA 312 ©Mynd Þorgeir Baldursson 2011

Ávinningurinn er meðal annars sá að það þarf ekki að kaupa eldsneyti erlendis frá. Það sparar erlendan gjaldeyri. Þá dregur notkun lífdíselsins úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80% miðað við notkun venjulegrar díselolíu," segir Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, um þau tímamót að Björgúlfur EA-312 notar orðið íslenska lífdíselolíu.

Verksmiðja Orkeyjar er á Akureyri og segir Kristinn vel hægt að auka framleiðsluna verulega.

"Orkey framleiðir 300 tonn á ári miðað við þá keyrslu sem við erum með í dag. Við getum aukið framleiðsluna með tiltölulega litlum tilkostnaði upp í 2.500 tonn. Íslenski flotinn notar 300.000 tonn. Þetta er því lítið brot af heildinni. En þetta gefur okkur möguleika á því að huga að miklu fleiri hráefnismöguleikum sem eru fyrir hendi og er ekki verið að nýta í dag.

Nú notum við dýrafitu og steikingarfitu í framleiðsluna. Það eru miklu fleiri möguleikar sem við gætum verið að nýta. Það er von okkar að þetta ryðji brautina fyrir frekari vinnslu."

Einsdæmi í heiminum

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það sé "einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breitt í orku sem síðan er notuð á fiskiskip".

Hluthafar Orkeyjar eru sextán talsins. Þeir eru Aura Mare, N1, Samherji, Víkey, Rafeyri, Tækifæri, Arngrímur Jóhannsson, Efnamóttakan, Hafnarsamlag Norðurlands, Mannvit, Norðurorka, Brim, HB Grandi, Höldur, Ágúst Torfi Hauksson og LÍÚ.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 729
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 2001
Gestir í gær: 225
Samtals flettingar: 610123
Samtals gestir: 25994
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 11:14:59
www.mbl.is