20.01.2012 08:39

Ráðgera að framleiða 12 Sómabáta á þessu ári

                             Óli Bjarnasson EA 279 MYND Þorgeir Baldursson 

Mikið annríki er hjá Bláfelli ehf. í Keflavík, sem framleiðir Sómabátana svonefndu. Að jafnaði starfa 10 manns hjá fyrirtækinu, en það hefur nú fimm Sómabáta í smíðum og áformar að á þessu ári verði smíðaðir alls 12 bátar.

Er að verða fullbókað hjá fyrirtækinu á þessu ári að sögn Elíasar Guðmundssonar framkvæmdastjóra.

Í kjölfar þess að strandveiðar voru heimilaðar hefur eftirspurn eftir Sómabátum aukist verulega og mjög gott útlit með framhaldið, að sögn Elíasar. Afgreiðslutími Sómabáts er að jafnaði þrír mánuðir.

Plastbátar undir nafninu Sómi hafa verið smíðaðir á Íslandi frá árinu 1979. Bátarnir eru smíðaðir úr trefjaplasti og henta vel við strandveiðar að sögn Elíasar. Bátasmiðjan Bláfell ehf. var stofnuð í Grindavík árið 1974 af Róbert Sigurjónssyni og aðalstarfsemin fólst í útgerðartengdri smásöluverslun. Árið 2003 taka hjónin Elías Ingimarsson og Magnea Guðný Róbertsdóttir við rekstrinum af föður Magneu Guðnýjar, en á þeim tíma stóð fyrirtækið í húsbyggingum og útgerð.www. mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 668
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 606378
Samtals gestir: 25639
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:36:47
www.mbl.is