02.02.2017 14:22

Polar Amaroq með fyrstu loðnuna á vertiðinni

 Grænlenskur Loðnusjómaður mynd þorgeir Baldursson

 

            Polar Amaroq á Loðnumiðunum  Myndir  Þorgeir Baldursson 

 

Grænlenska skipið Polar Amaroq hélt til loðnuveiða og -rannsókna á þriðjudagskvöld,

en um borð í skipinu eru rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun.

Heimasíðan sló á þráðinn um hádegið í dag og spurði frétta.

Bæði var rætt við Geir Zoega skipstjóra og Guðmund Hallsson stýrimann.

Þegar rætt var við þá félaga var skipið statt um 54 mílur norðnorðaustur af Langanesi á hefðbundinni loðnuslóð.

Fram kom hjá þeim að í gær hefðu þeir orðið varir við töluvert af loðnu á þessum slóðum og kom það nokkuð á óvart

ef tekið er tillit til þeirra mælinga sem áður hafa farið fram.

Nokkuð erfitt hafi verið að meta magn en tekin voru tvö hol í gærkvöldi

og nótt og fengust þá 350-400 tonn af stórri og fallegri loðnu og reyndist hrognafyllingin vera á bilinu 10-11%.

Fyrra holið var mjög stutt en hið síðara um fjórir tímar.

Vel gengur að frysta loðnuna um borð í Polar Amaroq en skipið getur fryst hátt í 200 tonn á sólarhring.

Gert er ráð fyrir að rannsóknaskip frá Hafrannsóknastofnun haldi til loðnuleitar á morgun

en að sögn þeirra Polar-manna er veður heldur leiðinlegt á leitarsvæðinu um þessar mundir.

Þá er von á norskum og færeyskum skipum á næstunni og þá fjölgar þeim sem svipast um eftir loðnunni.

Geir Zo?ga sagði að menn hresstust alltaf þegar fyrsta loðnan kæmi um borð.

„Maður verður glaður og bjartsýnn þegar loðnulyktin finnst og við höfum heyrt að skip hafi orðið vör við loðnu víðar fyrir norðan land.

Vonandi verður loðnuvertíðin miklu betri en gert hefur verið ráð fyrir,“ sagði Geir að lokum.

www.svn.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557172
Samtals gestir: 20906
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:19:16
www.mbl.is