04.04.2020 21:46

Guðmundur i Nesi RE13 aftur i Islenska flotann

           2626 Guðmundur i Nesi RE 13 mynd þorgeir Baldursson 

            2626 Guðmundur i Nesi RE 13 á Eyjafirði  mynd þorgeir Baldursson

 

Guðmundur í Nesi kominn á miðin í fyrsta túr eftir að Kleifaberginu var lagt.

„Skipið er fyrir það fyrsta mun stærra en Kleifabergið og aðbúnaður fyrir áhöfnina allur annar og betri,” segir Stefán Sigurðsson, skipstjóri á Guðmundi í Nesi, „nýju“ skipi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Það hét fyrir kaupin Iliveq og þar áður bar skipið sama nafn og nú.

Kleifaberginu hefur nú verið lagt eftir langan og glæsilegan feril sem eitt af þeim skipum sem skilað hefur hvað mestum aflaverðmætum í gegnum árin.

Guðmund­ur í Nesi var smíðaður í Nor­egi árið 2000. Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur [þá hét fyrirtækið Brim hf. Nafnabreyting gekk í gegn 2018 þegar HB Grandi var nefnt Brim] keypti skipið 2004 og gerði út til 2018.

Guðmundur í Nesi var seldur til Arctic Prime Fis­heries í Græn­landi í lok árs 2018 og hef­ur síðan borið nafnið Ili­vi­leq. Arctic Prime Fisheries er að hluta til í eigu Brims hf. Stærstur hluti áhafnarinnar á Kleif­a­bergi RE 70 flyst yfir á Guðmund í Nesi. Alls eru þetta 52 sjómenn í tveimur áhöfnum. Skipstjóri á móti Stefáni er Ævar Jóhannsson sem áður var skipstjóri á Örfirisey.

Mikill munur

Guðmundur í Nesi var búinn að vera í klössun hjá Slippnum á Akureyri þar sem viðgerð fór líka fram á spilum. Skipið var komið út í norðanverðan Húnaflóann þegar rætt var við Stefán. Þar hafði verið staldrað við að næturlagi og togvírar strekktir í stífri norðanátt. Til stóð að fara á veiðar út af Vestfjöðrum og á Hampiðjutorgið. Hann sagði að það væri hugur í mönnum. Guðmundur í Nesi sé gott skip.

„Því er ekki að neita að það er mikill munur á þessu skipi og Kleifarberginu. Þetta er auðvitað stærra og öflugara skip. Það er breiðara og hærra og allt annar aðbúnaður. Það er ekki hægt að líkja því saman. Þetta er auðvitað ekki nýtt skip og er að verða hátt í 20 ára. Kleifabergið hefur samt skilað sínu og gott betur. Það var mikið aflaskip alla tíð,” segir Stefán.

Allt sem menn taka sér fyrir hendur þessa dagana er í skugga heimsfaraldursins.

Aðspurður sagði Stefán að menn hefðu gætt sín sérstaklega með tilliti til sóttvarna og allt sem því viðkemur hafi verið rýnt sérstaklega. Nándin um borð í skipum sé mikil. Þess vegna þurfi að taka þessi mál sérstaklega þéttum tökum.

Í heimahöfn á ný

24 eru í áhöfn Guðmundar í Nesi en í þessum túr eru tveir aukamenn, annar í brú og hinn í vélarrými, menn höfðu verið á skipinu þegar það hét Iliveq. Að stærstum hluta er sama áhöfn á Guðmundi í Nesi og var á Kleifaberginu. Stefnt sé að veiðum á karfa og grálúðu og verður aflinn heilfrystur um borð. Ekki eru önnur skip að stunda þessar veiðar.

„Það má kannski segja að Guðmundur í Nesi sé aftur kominn í heimahöfn eftir flakk. Það er auðvitað viss söknuður að Kleifabergið og það gekk vel á fiska á því skipi. Það var með einfaldri vinnslu og það var í raun ótrúlegt hve vel hún gekk miðað við hve plássið var lítið. Nú er stefnan bara sú að fiska vel þótt undir öðrum formerkjum sé því við verðum ekki í flakavinnslu. En markmiðin er að fiska sem mest.“

Stefán segir að því sé ekki að neita að hægst hafi á fisksölu, sérstaklega á ferskum fiski. „En fólk þarf áfram að borða og fiskur er hollur.“

Fiskifrettir.is

Guðjón Guðmundsson

gugu@fiskifrettir.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 647
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 606357
Samtals gestir: 25638
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:15:22
www.mbl.is