10.11.2021 15:00

Ekki sérstök síldveiði fyrir vestan eins og er

                                     Börkur Nk 122 og Beitir Nk 123 á Neskaupstað mynd þorgeir Baldursson 2021

Síldarvinnsluskipin Börkur NK, Beitir NK og Barði NK eru öll að síldveiðum vestur af landinu um þessar mundir. Börkur kom til Neskaupstaðar með 1.340 tonn sl. mánudag en þar var um að ræða hans eigin afla og einnig afla Beitis. Beitir NK er á austurleið með tæp 700 tonn þegar þetta er skrifað og segir Sturla Þórðarson skipstjóri að bræla hafi verið á miðunum og veiðin hafi ekki verið sérstök. Barði lá í Reykjavíkurhöfn á meðan brælan gekk yfir en hélt til veiða í gær. Rætt var við Atla Rúnar Eysteinsson skipstjóra í morgun og sagði hann að þeir væru á fyrsta holi. „Skipin hérna hjá okkur hafa verið að hífa og það er ekki mikill afli akkúrat núna, en það getur breyst skjótt,“ sagði Atli Rúnar.

Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar, segir að vinnslan á íslensku sumargotssíldinni gangi vel þó ekki sé jafn gott að vinna hana og norsk-íslensku síldina. „Norsk-íslenska síldin er stærri og heldur betra hráefni,“ segir Jón Gunnar.

www.svn.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1078
Gestir í dag: 237
Flettingar í gær: 911
Gestir í gær: 264
Samtals flettingar: 623196
Samtals gestir: 27336
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 12:02:38
www.mbl.is