28.04.2022 14:40

Helga María RE 1 með góðan afla.

 

                              1868 Helga Maria RE 1 á toginu á Eldeyjarbanka mynd þorgeir Baldursson 2022

„Það má segja að allt hafi gengið að óskum hjá okkur síðustu vikurnar. Loksins eftir langa mæðu höfum við fengið gott veður og aflinn í síðasta túr, sem lauk nú í byrjun vikunnar, var um 600 kör af fiski eða um 180 tonn,” segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK, í viðtali á heimasíðu Brims.

Að hans sögn var mest verið að veiðum á hinu svokallaða Fjallasvæði.

„Við vorum að leita að ufsa og reyndum af fremstu megni að forðast tegundir eins og þorsk, ýsu og gullkarfa. Það tókst bærilega, í ljósi þess hve mikið er af fiski af þessum tegundum. Þó vorum við með 65 tonn af þorski og 55 tonn af ufsa í veiðiferðinni og svo ýsu og karfa,” segir Friðleifur en hann kveður ufsann ekki að finna í þéttum torfum. Þess í stað sé hann nokkuð dreifður og það verði að hafa töluvert fyrir því að leita að honum.

„Það má segja að ufsinn hafi einskorðast við Fjallasvæðið. Við fórum aðeins á Eldeyjarbankann en þar var bara þorsk og ýsu að finna.”

Að sögn Friðleifs er mikill munur að sækja sjó þegar veður er skaplegt í stað þess barnings sem var framan af ári. Gott veður skili betri og jafnari veiði en brælutíðin sem menn áttu að venjast fram í aprílmánuð.

„Það veitir ekki af fyrir vinnsluna. Viðey RE er í slipp og því eru aðeins tveir ísfisktogarar sem sjá um hráefnisöflunina,” segir hann.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1062
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 2661
Gestir í gær: 322
Samtals flettingar: 625841
Samtals gestir: 27511
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 07:57:25
www.mbl.is