31.05.2022 21:00

Minna á þörf á reglum eftir slys á Ömmu Siggu


                                 Amma Sigga i hvalaskoðun á Skjálfandaflóa mynd þorgeir Baldursson 

                                    Amma Sigga á siglingu til hafnar mynd þorgeir Baldursson 

                                                   Kjói  i eigu Húsavik adventura mynd þorgeir Baldursson 

Enn hafa ekki verið út­færðar kröf­ur um að út­gerðir RIB-báta séu látn­ar fram­kvæma áhættu­möt á mis­mun­andi aðstæðum sem fæli í sér að við til­tekn­ar aðstæður væri siglt hæg­ar, þrátt fyr­ir að ráðuneyti sam­göngu­mála hafi gefið fyr­ir­heit þess efn­is fyr­ir fjór­um árum. Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa vek­ur at­hygli á þessu í ný­legri at­vika­skýrslu sinni.

Í skýrsl­unni er fjallað um at­vik sem átti sér stað 6. sempt­em­ber á síðasta ári um borð í bátn­um Amma Sigga sem hvalskoðun­ar­fyr­ir­tækið Gentle Gi­ants ger­ir út. Bát­ur­inn var á sigl­ingu norðan við Lundey á Skjálf­anda­flóa. Öldu­hæðin þenn­an dag var á Gríms­eyj­ar­sundi 2 metr­ar og var sunn­an­vind­ur 4-5,5 metra á sek­úndu.

Á meðan sigl­ing­unni stóð sigldi Amma Sigga fram af öldu og við það fékk farþegi, sem sat í fremstu sætaröð, högg und­ir sig og slasaðist á baki. Ferðin var kláruð með lág­marks hreyf­ingu á bátn­um en við lækn­is­skoðun kom í ljós að farþeg­inn var með sam­falls­brot í hrygg.

Tíð slys á RIB-bát­um

Nefnd­in álykt­ar ekki í mál­inu en vís­ar á fyrri niður­stöður sín­ar í sam­bæri­leg­um slys­um og bend­ir á að í kjöl­far tveggja slysa hafi árið 2017 verið lagt til að gerðar verði úr­bæt­ur á reglu­verki. „Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bát­um, sem notaðir eru í at­vinnu­skyni, legg­ur nefnd­in til við Sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðuneyti að sett­ar verði regl­ur sem tryggi ör­yggi farþega. Í því sam­bandi verði m.a. at­hugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.“

Um­rætt ráðuneyti hafi hins veg­ar talið ekki fært að setja sér­stak­ar regl­ur varðandi sæti þar sem bát­arn­ir væru CE-merkt­ir. Hins­veg­ar var ákveðið að móta kröf­ur um áhættumat sem myndi skil­greina aðstæður sem kalla á minni hraða. „Þetta hef­ur ekki verið gert,“ seg­ir í skýrsl­unni að lok­um.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 2661
Gestir í gær: 322
Samtals flettingar: 624881
Samtals gestir: 27441
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 00:55:05
www.mbl.is