02.07.2022 10:51

Þorskafli smábáta 37% meiri en í fyrra

                                        Strandveiðilöndun á Dalvik mynd þorgeir Baldursson 2022

Strand­veiðarn­ar hafa gengið svo vel í sum­ar að nú er út­lit fyr­ir að heild­arkvót­inn í þorski klárist eft­ir um það bil þrjár vik­ur, þegar mánuður og ein vika eru eft­ir af veiðitíma­bil­inu. For­ystu­menn smá­báta­sjó­manna von­ast til að mat­vælaráðherra bæti við þannig að all­ir fái sína 48 daga til að veiða.

„Veiðin und­an­farna daga hef­ur verið með ólík­ind­um. Í þess­ari viku hef­ur afl­inn verið 269 tonn af þorski á dag, að meðaltali,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Kvót­inn er 10 þúsund tonn. Þorskafli strand­veiðibát­anna í maí og júní var 7.424 tonn, 37% meiri en á sama tíma í fyrra. Þá eru aðins liðlega 2.500 tonn eft­ir, sem gætu auðveld­lega náðst fyr­ir 25. júlí. 

200 milur mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1792
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 615014
Samtals gestir: 26134
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 12:21:24
www.mbl.is