21.02.2024 15:20

Ernir seldur til Ómans eftir tveggja ára legu

Ernir seldur til Ómans eftir tveggja ára legu

Uppsjávarskipið Ernir hefur legið í Kópavogshöfn í rúmlega tvö ár .

Uppsjávarskipið Ernir hefur legið í Kópavogshöfn í rúmlega tvö ár en virðist nú vera selt til Ómans. mbl.is/Gunnlaugur

Gunnlaugur Snær Ólafsson

mbl.is

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Bókamerki óvirk fyrir óinnskráða Setja bókamerki

Upp­sjáv­ar­skipið Ern­ir sem hef­ur legið við bryggju í Kópa­vogs­höfn und­an­far­in rúm tvö ár virðist loks hafa fengið nýja eig­end­ur sam­kvæmt upp­lýs­ing­um 200 mílna. Málað hef­ur verið yfir nafn skips­ins og þar stend­ur nú Al Nasr og það merkt PSQ en það er skamm­stöf­un Sult­an Qa­boos-hafn­ar sem er stærsta höfn­in í Múskat, höfuðborg Ómans.

Að því sem 200 míl­ur kom­ast næst hef­ur skipið verið í eigu fé­lags Jak­obs Val­geirs Flosa­son­ar og til sölu um nokk­urt skeið.

Ern­ir (nú Al Nasr) hef­ur verið frá ár­inu 2020 skráð í Belís þar til nú. Skipið á sér þó langa út­gerðar­sögu meðal ann­ars á Íslandi, eins og 200 míl­ur sögðu frá árið 2022.

Gamall Vestmanneyingur vekur athygli í Kópavogi

Frétt af mbl.is

Gam­all Vest­mann­ey­ing­ur vek­ur at­hygli í Kópa­vogi

Í um­fjöll­un­inni frá fe­brú­ar 2022 seg­ir:

„Ern­ir var smíðaður 1987 í Ber­gen í Nor­egi fyr­ir norska út­gerð. Þá var skipið 58,9 metra að lengd, 12,6 metra að breidd og 1.900 brútt­ót­onn og bar um langt skeið nafnið Har­dhaus.

Árið 2004 festi Þor­björn Fiska­nes hf. (síðar Þor­björn hf.) í Grinda­vík kaup á skip­inu í gegn­um dótt­ur­fé­lag sitt Ólaf hf. og fékk skipið þá nafnið Grind­vík­ing­ur GK. Ekki gerðu Grind­vík­ing­ar skipið út lengi þar sem afla­heim­ild­ir reynd­ust ekki vera næg­ar til þess að standa und­ir rekstri skips­ins.

Rétt ein­um og hálf­um mánuði eft­ir að Þor­björn Fiska­nes hf. keypti skipið var það selt Ísfé­lagi Vest­manna­eyja hf. með til­heyr­andi afla­heim­ild­um í ís­lenskri sum­argots­s­íld, norsk-ís­lenskri síld og loðnu. Fékk þá skipið nafnið Guðmund­ur VE.“

Ernir heitir nú Al Nasr og er skipið skráð í .

Ern­ir heit­ir nú Al Nasr og er skipið skráð í Óman. Ljós­mynd/?Stefán O. Stef­áns­son

Til Vest­manna­eyja og Græn­lands

„Eft­ir aðeins tveggja ára þjón­ustu fyr­ir Ísfé­lagið var Guðmund­ur VE í mars 2006 send­ur til skipa­smíðastöðvar í Póllandi þar sem átti að fram­kvæma um­tals­verðar breyt­ing­ar. Þar kviknaði eld­ur í frysti­lest skips­ins og urðu tölu­verðar skemmd­ir á vinnslu­dekk­inu.

Eft­ir 10 mánaða veru í Póllandi snéri Guðmund­ur aft­ur til Íslands en þá hafði skipið verið lengt um 12,5 metra og með nýj­an búnað um borð.

Októ­ber 2013 var Guðmund­ur seld­ur til Græn­lands þar sem Royal Green­land gerði skipið út en und­ir nafn­inu Tasiilaq. Tasiilaq átti eft­ir að koma oft til Íslands á þeim tæpu sjö árum sem skipið sigldi und­ir græn­lensk­um fána.

Þann 15. júní 2020 seldi hins veg­ar Royal Green­land skipið og fékk það nafnið Ern­ir og varð skráð í Belís. Royal Green­land festi kaup á Christian í Grót­in­um frá Fær­eyj­um sem leysti Tasiilaq (Erni) af hólmi en fær­eyska skipið fékk við það nafn fyr­ir­renn­ara síns, Tasiilaq.“

Ern­ir hef­ur nú, sem fyrr seg­ir, fengið nafnið Al Nasr og mun vera gert út frá Óman.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 2661
Gestir í gær: 322
Samtals flettingar: 624881
Samtals gestir: 27441
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 00:55:05
www.mbl.is