12.03.2024 21:32

Óvenju mörg erlend skip hjá Slippnum Akureyri

Óvenju mörg erlend skip hjá Slippnum Akureyri

Slippurinn Akureyri hefur m.a. unnið að stálviðgerðum og málun á .

Slippurinn Akureyri hefur m.a. unnið að stálviðgerðum og málun á millidekki á Kanadíska frystitogaranum Saputi. Er þetta eitt af þremur skipum sem félagið þjónustar um þessar mundir. mbl.is/Þorgeir

Af vef 200 milna 

Það hef­ur verið mikið um að vera hjá Slippn­um Ak­ur­eyri und­an­farið og verður áfram næstu daga og vik­ur. Eru nú þrjú er­lend skip í viðhalds­verk­efn­um hjá fyr­ir­tæk­inu, frysti­tog­ari og línu­skip frá Kan­ada ásamt græn­lensk­ur frysti­tog­ari. Á næstu dög­um bæt­ist fjórða skipið við.

Verk­efn­astaðan er afar já­kvæð seg­ir Bjarni Pét­urs­son, sviðsstjóri skipaþjón­ustu Slipps­ins, á vef fé­lags­ins. Bend­ir hann þó á að það sé held­ur óvenju­legt á þess­um árs­tíma að hafa þenn­an verk­efna­fjölda.

„Kanadíska línu­skipið Kiwiuq I hef­ur verið hjá okk­ur í nokk­urs kon­ar vetr­ar­geymslu en með vor­inu mun­um við ljúka nokkr­um viðhalds­verk­efn­um um borð. Síðan erum við komn­ir á fullt í verk­efn­um í Saputi sem er frysti­tog­ari af stærri gerðinni frá Kan­ada. Þar eru stór­verk­efni; stálviðgerðir, viðgerðir á spil­um, mál­un á milli­dekki, viðgerð á tog­blökk­um, viðgerð á stýri og heil­mál­un, svo nokkuð sé nefnt. Þetta er mjög skemmti­legt og viðamikið verk­efni fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Bjarni.

Auk Kiwiuq I og Saputi hef­ur verið sinnt fjöl­breyttu viðhaldi á græn­lenska frysti­tog­ar­an­um Ang­unn­gu­aq II, bæði inn­an skips og á ytra byrði.

Línuskipið Kiwiuq I hefur verið í einskonar vetrargeymslu hjá Slippnum .

Línu­skipið Kiwiuq I hef­ur verið í einskon­ar vetr­ar­geymslu hjá Slippn­um Ak­ur­eyri. mbl.is/Þ?or­geir

                                                   Ang­unn­gu­aq II mynd Þorgeir Baldursson 2024

„Það er mik­il sam­keppni á þessu þjón­ustu­sviði í Norður-Evr­ópu en fyr­ir út­gerðir í t.d. Kan­ada og á Græn­landi, líkt og er í þess­um til­fell­um, þá mun­ar tals­vert um að þurfa ekki að sigla lengra en til Íslands til að sækja þjón­ust­una. Þetta er góður markaður fyr­ir okk­ur til að sækja á yfir vetr­ar­mánuðina þegar ís­lensk­ar út­gerðir vilja síður vera með sín skip í slippþjón­ustu. Þess vegna falla er­lendu verk­efn­in sér í lagi vel að okk­ar starf­semi á þess­um árs­tíma og eru okk­ur mik­ils virði,“ seg­ir Bjarni.

Eiga von á norskri tví­bytnu

Að meðaltali tek­ur um fjór­ar til sex vik­ur að sinna viðhaldi þessa er­lendu skipa, en með vor­inu fjölg­ar þjón­ustu­verk­efn­um fyr­ir ís­lensk­ar út­gerðir. Áður en að því kem­ur mun þó koma fjórða er­lenda skipið og er það norskt skip sem þjón­ust­ar fisk­eldi á Vest­fjörðum.

„Þetta er tví­bytna sem við höf­um áður fengið til okk­ar í minni viðgerðir og sú reynsla sem eig­end­ur skips­ins höfðu af okk­ar þjón­ustu þá gerði að verk­um að þeir völdu að leita beint til okk­ar í stóru viðhaldi frek­ar en að sigla skip­inu til Nor­egs. Sem er auðvitað mik­il viður­kenn­ing fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Bjarni en ætl­un­in er að skipta um tvær aðal­vél­ar skips­ins, gera við sex skrúf­ur og fleira.

„Þetta er sömu­leiðis stórt verk­efni fyr­ir okk­ur og ánægju­legt fyr­ir okk­ur að þjón­usta vax­andi fisk­eldi á Íslandi með þess­um hætti,“ seg­ir Bjarni.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1029
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 2661
Gestir í gær: 322
Samtals flettingar: 625808
Samtals gestir: 27509
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 07:33:10
www.mbl.is