Flokkur: skipamyndir

17.12.2007 01:42

Hrimbakur Ea 306 á landleið

Hrimbakur EA 306 á siglingu með fullfermi af karfa sem að fengust á fjöllunum og þurftu skipin að sigla 1 1/2 - 2 sólahringa með aflann  norður til Akureyrar  skipstjóri var Stefán B Aspar

17.12.2007 01:01

Jóhann Gislasson Ár 42

Jóhann Gislasson Ár 42  sem að var smiðaður fyrir Gletting i þorlákshöfn 1990 i Gdansk i Póllandi þarna voum við að mæta honum á skagagrunni og skipstjórinn var Július Kristjánsson og ef ég man rétt var skipið i leigu hjá ÚA Július er núverandi skipstjóri á rækjufrystiskipinu Otto  (ex Dalborg Ea 317 )sem að er gert út á veiðar á flæmingjagrunni

16.12.2007 22:14

Stakfell Þh 360


Hérna kemur myndin af Stakfellinu Þh 360 er ekki rétt munað hjá mér að skipið hafi endað undir rússnesku flaggi eða hafa menn einhverja vitneskju um það eða hvar það er niðurkomið

15.12.2007 01:30

Svalbakur Ea 302


Svalbakur Ea 302 á togveiðum á frimerkinu á selvogsbanka  1 mai1993. Hver er saga hans

13.12.2007 15:14

Július Havsteen Þh 1

Július Havsteen Þh 1  á siglingu á eyjafirði  en skipið var smiðað á Akranesi  1977 hver er saga þess

12.12.2007 18:10

Partrollsveiðar

  1.  

  Sólbakur  Re 207og Árbakur Re 205 stunduðu þessar veiðar á þessu ári en hættu þvi i haust þegar aðalvél Sólbaks bilaði Bliki Ea 12 og Oddeyrin Ea 210  voru á partrolli i smugunni  1994 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 og Bylgja Ve 75 stunduðu partrollsveiðar hér á árurm áður  og væri gaman að vita hver afli þeirra var i tonnum talið

07.12.2007 14:51

Siggi Gisla EA 255

Nýr bátur af gerðinni Seigur 1100, Siggi Gísla EA 255, kom til heimahafnar i Hrisey  sennipartinn i gær Það er Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey sem er eigandi að bátnum. Er þetta fjórða nýsmíðin á árinu hjá Siglufjarðar-Seig, en Seigur 1100 er 11 metra langur, 3,3 metra breiður og mælist 12,83 brúttotonn.

06.12.2007 08:18

Klara Sveinsdóttir Su


Hvað er vitað um þetta skip saga þess  og hver hver urðu örlög  þess.

05.12.2007 02:31

Eyborg Ea 59


2190 Eyborg Ea 59  var að fara i lengingu og tók þá gömlu með sér og var þessi mynd tekin skömmu fyrir brottför þeirra

04.12.2007 12:37

Hegranes Sk 2 I Krossanesi


Nokkuð vel virðist ganga að búta niður gömul skip i krossanesi og hérna má sjá Hegranesið frá Sauðárkróki þar sem að búið er að taka brúna ásamt afturgálganum ásamt fleiri hlutum ennfremur má geta þess að þau skip sem biða niðurrifs eru Geysir Re,  Páll á Bakka is  og Jón Steingrimsson Re 

27.11.2007 20:27

Garðar Ba


Hvað er vitað um þennan bát

27.11.2007 12:28

Siglfirðingur Si 150


Siglfirðingur Si 150 við bryggju á Akureyri  hver er saga hans

19.11.2007 09:13

Guðmundur Ve 29


Hérna sést Guðmundur Ve 29 á siglingu á faxaflóa með fullfermi af loðnu á leið til löndunnar i Vestmannaeyjum hver er saga hans

16.11.2007 21:19

Akraberg FD 10


F/T  Akraberg FD 10 sem að var i eigu dótturfyrirtækis Samherja i Færeyjum sést hér á siglingu á úthafskarfaveiðum vorið 2001 i dag heitir skipið Polonus GDY -36 og er gert út undir  pólsku flaggi  af fyrirtækinu  Arctic Navigations Sp.z.0.0. skipið er smiðað i skipasmiðjunni skála i Færeyjum og er 60,33 metrar á lengd og 13 á breidd

15.11.2007 09:54

Helga Re 373 ssnr 1018


©Þorgeir Baldursson Helga Re 373 á siglingu útaf Stafnesi hvað er vitað um hann og hver voru afdrif hans spekingar góðir

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2060
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 599578
Samtals gestir: 25053
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 11:34:35
www.mbl.is