23.12.2019 23:16

Jólakveðja

óska öllum þeim sem hafa skoðað siðuna og sent henni efni

Gleðilegra Jóla Árs og friðar og þakka samstarfið á árinu sem að liða 

Þorgeir Baldursson 

 

       2963 Harðbakur EA 3 i jólabúning  Mynd þorgeir Baldursson 2019

23.12.2019 16:58

Vaxandi ásókn i sjávarútvegsfræði i HA

                    Hreiðar  þór Valtýsson Mynd Skapti Hallgrimsson 

 

Við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri hófst kennsla í grunn­nám­inu sjáv­ar­út­vegs­fræði árið 1990. Aðsókn í námið hef­ur verið sveiflu­kennd í gegn­um árin, en síðustu ár hafa verið með besta móti og stend­ur til að bjóða meist­ara­nám á næsta ári í sam­starfi við Há­skóla Íslands.

„Þetta var mjög stuttu eft­ir að Há­skól­inn á Ak­ur­eyri var stofnaður og var hugsað frá stofn­un skól­ans sem ein af aðal­náms­lín­um skól­ans,“ svar­ar Hreiðar Þór Val­týs­son, lektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, spurður um upp­haf sjáv­ar­út­vegs­fræðikennslu skól­ans.

Hann viður­kenn­ir að vin­sæld­ir náms­ins hafi ekki verið áreiðan­leg­ar. „Aðsókn­in hef­ur væg­ast sagt verið sveiflu­kennd. Við höf­um gengið í gegn­um mikl­ar sveifl­ur frá byrj­un. Í upp­hafi var meðalár­gang­ur­inn um tíu manns og sveiflaðist mikið. Svo lent­um við í krísu fyr­ir 2008, það voru mjög fáir nem­end­ur hérna. Eft­ir það hef­ur okk­ur gengið mjög vel. Núna erum við með 20 til 30 nem­end­ur í ár­gangi, þetta eru 80 til 90 nem­end­ur í allt.“

Fyr­ir­tæk­in vilja starfs­menn með breiða mennt­un

Hreiðar Þór seg­ir enga staka skýr­ingu að baki því að nem­end­um hafi fjölgað. Hann seg­ir að upp úr 2000 hafi Há­skól­inn á Ak­ur­eyri unnið að því að skapa fjöl­breytt­ara náms­fram­boð og við það hafi þróun í sjáv­ar­út­vegs­fræði orðið eft­ir. „Ég held að við höf­um aðeins gleymt sjáv­ar­út­vegs­fræðinni á tíma­bili. Svo bætt­ist við að ut­anaðkom­andi skil­yrði fyr­ir árið 2008 voru eig­in­lega þannig að sjáv­ar­út­veg­ur­inn var tal­inn gamli tím­inn. Við ætluðum all­ir að vera góðir í alþjóðlega banka­kerf­inu.“ Þá hafi efna­hags­hrunið breytt sýn fólks á grein­inni og marg­ir áttað sig á að sjáv­ar­út­veg­ur væri nokkuð sem Íslend­ing­ar væru fær­ir í og við það hafi nem­end­um farið að fjölga, að sögn lektors­ins.

Háskólinn á Akureyri.

Há­skól­inn á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd/?Há­skól­inn á Ak­ur­eyri

„En hluti er líka vegna þess að við tók­um okk­ur til í and­lit­inu og fór­um að bæta námið. Við feng­um mjög góðan styrk frá mennta­málaráðuneyt­inu og LÍÚ, þeir styrktu okk­ur til þess að efla námið og þetta nýtt­ist mjög vel. Árið 2010 vor­um við síðan kom­in með mjög góðan fjölda nem­enda,“ bæt­ir Hreiðar Þór við.

Ljóst er að margt í um­gjörð sjáv­ar­út­vegs­ins hef­ur breyst frá ár­inu 1990. Spurður hvort breyt­ing­ar inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar hafi haft áhrif á vin­sæld­ir náms­ins svar­ar lektor­inn: „Sjáv­ar­út­vegs­fræðin er mjög breið mennt­un, þetta eru þrjú ár, þriðjung­ur er viðskipta­fræði, þriðjung­ur vís­indi og þriðjung­ur eru sér­grein­ar sjáv­ar­út­vegs. Gerð var könn­un 2010 og vor­um við að velta því fyr­ir okk­ur hvort það væri þörf á svona víðu námi, hvort fyr­ir­tæk­in vildu frek­ar ráða lög­fræðinga eða viðskipta­fræðinga. Það reynd­ist ekki vera. Þau vildu fólk sem var með breiða mennt­un og því til stuðnings eru nú stærstu vinnu­veit­end­ur sjáv­ar­út­vegs­fræðinga stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in, eins og Sam­herji og Brim. Við les­um úr því að það sé þörf og áhugi fyr­ir þessu.“

Meist­ara­nám

Lektor­inn seg­ir ekki stefnt að mik­illi breyt­ingu á nám­inu enda virðist al­mennt vera mik­il ánægja með það. Hins veg­ar verður á næsta ári boðið upp á meist­ara­nám sem teng­ist sjáv­ar­út­vegs­fræðinám­inu sem hef­ur verið kennt til þessa. „Það er í sam­starfi við Há­skóla Íslands. Þeir verða með meist­ara­nám þar sem þeirra nem­end­ur taka ein­hverja af okk­ar áföng­um og á móti munu okk­ar nem­end­ur taka ein­hverja af þeirra áföng­um,“ út­skýr­ir Hreiðar Þór og bend­ir á að Ísland sé lítið land og mik­il­vægt að há­skóla­stigið finni leiðir til þess að sam­nýta mannauð og þekk­ingu frek­ar en að vera í sam­keppni.

   Heimild mbl.is / 200 milur         

23.12.2019 08:18

Nýr Baldvin Njálsson GK 400

                 Nýr Baldvin Njálsson GK 400 mynd Fiskifrettir /aðsend 

 

Nýr Baldvin Njálsson 35-40% sparneytnari

Kjölur verður lagður að Baldvin Njálssyni, nýjum frystiflakatogara Nesfisks í Garði og skipið verður væntanlega afhent veturinn 2021 og farið til veiða á árinu 2022. Það er Skipasýn sem hannar skipið sem verður 66 metrar á lengd, 15 metra breiður, og er þetta fjárfesting upp á 4-5 milljarða króna.

Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, segir að tilviljun hafi ráðið því að samið hafi verið við sömu skipasmíðastöð og smíðaði eldri Baldvin Njálsson, þá fyrir norska útgerð, árið 1990. Þetta er skipasmíðastöðin Armon í Vigo á Spáni sem þá hét reyndar öðru nafni.

Bergþór segir að nýja skipið verði öflugara á allan hátt og með stórri skrúfu sem geri það hagkvæmara í rekstri. Í því verður vöruhótel sem skilar afurðunum pökkuðum á bretti en ekki verður bitaskurður eða mjölvinnsla um borð, altént ekki fyrst um sinn.

Umhverfisvænna skip

Togkraftur nýja skipsins verður 67 tonn og vinnsludekkið verður á 580 fermetrum. Rúmmál lestarinnar verður 1.720 rúmmetrar. Olíunotkun næst verulega niður með nýrri hönnun skipskrokks og framdriftarkerfi, þar með talinni stórri skrúfu. Svipaðar hönnunarlausnir Skipasýnar á 50 metra löngum togurum hafa skilað 35-40% minni olíunotkun fyrir sama aflamagn en á fyrri gerðum skipa svipaðrar stærðar.

      2182 Núverandi Baldvin Njálsson GK 400 mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Nesfiskur hefur gert núverandi Baldvin Njálsson út frá árinu 2005 en áður hét hann Otto Wathne NS og Rán HF. Hann er 51,4 metrar á lengd og 11,9 á breidd. Hann var smíðaður sem fyrr segir í Vigo á Spáni 1990. Bergþór segir að væntanlega verði hann seldur þegar nýja skipið verður tekið í notkun.

Nesfiskur ehf.  var stofnað í maí 1986 af Baldvini Njálssyni og fjölskyldu hans, sem rak áður fiskverkun Baldvins Njálssonar.  Í Garðinum rekur Nesfiskur frystingu, ferskfiskvinnslu, saltfiskverkun, skreiðar- og hausaþurrkun. Þá gerir fyrirtækið út einn frystitogara, ísfisktogarana Sóley Sigurjóns GK og Berlín GK, snurvoðarbátana Sigurfara, Sigga Bjarna og Benna sæm og línubátana Berg Vigfús, Dóra og Margréti.  Þá er Nesfiskur með frystingu og ferskfiskvinnslu í Sandgerði.

Heimild Fiskifrettir 2019

 

 

           

22.12.2019 20:33

Elvar i Ektafisk Hef svo gaman að þessu

             Elvar Reykjalin við Baccalá Bar sem að staðsettur er á Hauganesi 

     Elvar biður gesti velkomna á Baccalá Bar mynd þorgeir Baldursson 

 

Fasteignaverð hefur rokið upp á Hauganesi í vestanverðum Eyjafirði á undanförnum misserum. Þetta má ekki síst þakka blómlegri ferðamannaþjónustu sem rekin er í tengslum við saltfiskverkunina Ektafisk  á staðnum og veitingastaðinn Baccalá Bar.

      Handtökin i vinnslunni eru margvisleg mynd þorgeir Baldursson 

 Saltfiskbitum pakkað i kassa mynd þorgeir 2019

 

Á Hauganesi gefst ferðamönnum kostur á að fylgjast með handtökunum í fiskvinnslunni, gæða sér á fisknum á Baccalá Bar, fara í hvalaskoðun eða heitu pottana í Sandvíkurfjöru. Þeir sem smakka hákarl og snafs geta gengið í Rotten Shark Club. Þarna ræður ríkjum Elvar Reykjalín sem er þriðji ættliður saltfiskverkenda á Hauganesi. Hann framleiðir saltfiskinn samkvæmt þeim ströngu hefðum og aðferðum sem afi hans, Trausti Jóhannesson, kenndi honum.

     Örn Traustasson  mynd þorgeir Baldursson 2019

Fimm ættliðir

Elvar hefur hlotið viðurkenningar fyrir frumkvöðlastarf í matvælavinnslu. Ektafiskur á rætur að rekja í sterkt fjölskyldufyrirtæki sem hafði unnið við saltfiskverkun allt frá árinu 1940.

Trausti Jóhannesson, afi Elvars, hóf útgerð og fiskvinnslu á Hauganesi á fimmta áratug síðustu aldar og var með fyrstu ábúendum á Hauganesi. Sonur hans og faðir Elvars, Jóhannes Reykjalín, tók við keflinu og nú stendur Elvar í skutnum. Hann ásamt bróður sínum og frændum byrjuðu að stunda sjóinn á Sævaldi, bát föður hans, á sjöunda áratugnum. Elvar byrjaði á honum sem fullgildur háseti en hafði byrjað tólf ára sem háseti á trillu á sumrin.

„Eins og í öllum litlum plássum þótti það bara sjálfsagt mál að strákar færu á sjóinn þetta ungir.“

Börn Elvars hafa unnið hjá fyrirtækinu og afabörnin hafa byrjað að vinna hjá honum tólf til þrettán ára gömul. Fyrirtækið er því komið í fimm ættliði.

„Það eru ekki mörg fyrirtæki sem geta státað af fimm kynslóðum. Og það má nefna það að við erum ennþá á sömu kennitölu öll þessi ár en bankinn minn hefur skipt um kennitölu,“ segir Elvar kankvís.

             Saltfiskbitar hjá Ektafisk mynd þorgeir Baldursson 2019

Migas rifið út

Árið 1991 var ákveðið að búa til vöruna Ektafisk og var það í fyrsta sinn sem landsmönnum var boðið upp á beinhreinsaðan útvatnaðan saltfisk í lofttæmdum umbúðum, tilbúnum í pottinn.

Árið 1994 fóru fyrstu pokarnir af þessari vöru á markað á Spáni og í útbreiddu dagblaði í Madrid var því haldið fram að þetta væri sennilega besti saltfiskur sem hægt væri að fá á Spáni.

Árið 1997 varð fyrirtækið brautryðjandi í því að bjóða veitingahúsum staðlaðar saltfisksteikur að hætti Spánverja og eru mörg bestu veitingahús landsins nú orðnir fastir áskrifendur að saltfiskinum frá Ektafiski. Elvar segir að þegar hann var að byrja á sjó með föður sínum árið 1966 hafi verið á milli 20-30 saltfiskverkendur við Eyjafjörð. Nú sé hann einn eftir.

     I eldhúsinu á Baacalá bar er nóg að gera mynd þorgeir Baldursson 

              og þaðan fer enginn svangur mynd þorgeir Baldursson 

        Fjöldi þekktra listamanna hefur heimsótt Elvar og Barinn mynd þorgeir 

            Dásamlegur Eftirréttur mynd þorgeir Baldursson 

             Elvar Reykjalin og Halla Jensen

„Ég hef bara svo óskaplega gaman að þessu. Ég hlakka til að vakna á hverjum degi og fara að flaka. Að flaka er það skemmtilegasta sem ég geri. Það voru fjórtán á launaskrá hjá mér síðasta haust en þá var líka allt ennþá á fullu á Baccalá barnum. Yfir veturinn eru við 5-6 við vinnsluna. Ég hef keypt fisk af bátum og á markaði. Á síðasta ári framleiddum við vel á fjórða hundrað tonn af fullunninni vöru fyrir innanlands- og utanlandsmarkað. Við höfum líka keypt af Samherja á hverju ári roðlausa og beinlausa bita sem koma úr snyrtingunni fyrir hundruði milljóna króna á ári og framleiðum úr því það sem kallast migas á Spáni þar sem þetta er rifið út. Við kaupum þetta ferskt, pæklum það og söltum, látum það standa og seljum í 25 kg kössum.“

Þessi grein var birt i fiskifrettum 19 des 2019

myndir Þorgeir Baldursson 

22.12.2019 13:29

Skipverjum sagt upp og bátnum lagt

                 1674 Pálina Ágústdóttir EA 85 Mynd þorgeir Baldursson 

 

21.12.2019 21:23

Mikil bátabreytingar hjá Siglufjarðarseig i desember

Talsverður fjöldi báta var  til viðgerða og breytinga hjá Siglufjarðarseig þegar ég átti leið þar um i vikunni 

Sóley ÞH 28 en á hana var verið aðsetja flotkassa eins og sést á þessari mynd 

        Flotkassinn á Sóley ÞH 28 mynd þorgeir Baldursson 18 des 2019

               Flotkassinn og flapsarnir mynd þorgeir Baldursson 2019

        stýri og flapsar á Sóley Þh 28 mynd þorgeir Baldursson 18des 2019

    Sigrún Hrönn Þh 36 lagfæringar á flotkassa mynd þorgeir Baldursson 2019

          Lágey Þh 265 og Elin þH 7 mynd Þorgeir Baldursson 18 des 2019

            verið aðsetja siðustokka á Elinu ÞH mynd þorgeir Baldursson 

    Starfsmaður siglufjarðarseig við vinnu mynd þorgeir Baldursson 2019
Lágey ÞH 265 jafnvel talið að hann sé ónýtur eftir siðasta strand mynd þorgeir

 

21.12.2019 09:15

Verðmætin aukast á Gullver Ns 12

           1661 Gullver Ns 12 við bryggju á Seyðisfirði Mynd Ómar Bogasson 

 

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í síðasta sinn á árinu sl. þriðjudag.

Skipið var með fullfermi eða 106 tonn og var þorskur uppistaða aflans.

        Pokinn losaður á Dekki Gullvers NS12 mynd þorgeir Baldursson 2019

Árið hefur verið afar gott hjá Gullver. Heildaraflinn á árinu nemur 6.090 tonnum og er verðmæti aflans 1.415 milljónir króna.

Ársafli skipsins er 28 tonnum minni en í fyrra en það ár var það langbesta í sögu skipsins hvað afla varðar.

Verðmæti skipsins í ár eru hins vegar 190 milljónum króna meiri en á síðasta ári.

Það verður því vart annað sagt en að ársútkoman hjá Gullversmönnum sé glæsileg.

     Landað úr Gullver og Smáey á Seyðisfirði mynd þorgeir Baldursson 2019

    Rúna Gunnarsson skipst 

 þorhallur Jónsson skipst

Skipstjórar á Gullver eru Þórhallur Jónsson og Rúnar L. Gunnarsson.

Í spjalli við Rúnar kom fram að ánægja ríkti með árið.

„Þetta er afar fínt ár sem nú er að kveðja, en þó dró aðeins úr aflabrögðunum undir lok ársins.

Menn verða að vera afar ánægðir með útkomuna. Það er vart hægt að biðja um mikið betra,“ segir Rúnar.

             Gott Hal á dekki Gullvers NS12 mynd þorgeir Baldursson 2019

Af heimasiðu Svn.is

Myndir Þorgeir Baldursson og Ómar Bogasson 

                         

 

20.12.2019 23:39

Bátar á Dalvik

 Elin Anna Hafborg Pálina Ágústdóttir Sæbjörg Sæþór mynd þorgeir 14 des 19 

19.12.2019 22:51

Góð aflabrögð Hjá Björgu EA 7

     2894 Björg EA 7 heldur til Veiða i morgun 19 des 2019 mynd þorgeir 

              2894 Björg EA 7 leggur af stað i veiðiferð i morgun mynd þorgeir 

   2894 Björg EA 7 sett á fulla ferð mynd   þorgeir Baldursson 

18.12.2019 23:16

heimsókn forstjóra Landhelgisgæslunnar til Dalvikur i dag

I dag skömmu eftir Hádegi kom Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Eir til Dalvikur og með i för voru 

Georg  K Lárusson forstjóri og Ásgrimur Ásgrimsson framkvæmdastjóri Aðgerðarsviðs  Landhelgisgæslunnar 

og tók Halldór Nellett Skipherra á Þór á móti þeim um borð 

þeir voru að kynna sér aðstæður á raforkumálum norðlendinga og Dalvikinga og voru 

meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri 

         2761 Varðskipið Þór og TF Eir á Dalvik i dag mynd þorgeir Baldursson 

         Þyrlan Lent og Varðskipið þór i Baksýn  Mynd þorgeir Baldursson 

     Georg K Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar mynd þorgeir Baldursson 

  Ásgrimur Ásgrimsson Georg K Lárusson og Halldór Nellet Mynd þorgeir 2019

         Áhöfnin á Varskipinu Þór á Dalvik i dag mynd þorgeir Baldursson 

  Áhöfn Þórs Áhöfn TF Eirar ásamt Ásgrimi og Georg mynd þorgeir Baldursson 

 

17.12.2019 13:35

TF Lif Skoðar Háspennulinur

               Tf Lif i Kelduhverfi þann 14 Des mynd þorgeir Baldursson 2019

 

11.12.2019 15:19

Löndun úr Samherjaskipum

I gærmorgun var verið að landa úr Kaldbak EA 1 og Björgu EA 7 á Akureyri 

      2891 Kaldbakur EA1 landar á Akureyri 10 des mynd þorgeir Baldursson 

         2894 Björg EA 7 landar 10 des mynd þorgeir Baldursson 2019

10.12.2019 17:46

Varðskipið þór á Hótel Grænuhlið

        2761 Varðskipið þór á Siglingu  Mynd Landhelgisgæslan 

Engin skipaumferð er á miðunum norður af landinu - fjögur skip bíða af sér veðrið undir Grænuhlíð.

Varðskipið Þór er til taks í Ísafjarðardjúpi ef á þarf að halda en skipið hefur sinnt eftirliti á hafsvæðinu umhverfis landið undanfarna daga.

Þá eru þyrlur Landhelgisgæslunnar sömuleiðis til taks í Reykjavík.

Eins og gefur að skilja er lítil skipaumferð á Vestfjörðum.

Fjögur skip eru undir Grænuhlíð og eitt tankskip er á leið fyrir Hornbjarg og fer suður með Vestfjörðum.

Engin skipaumferð er á miðunum norður af landinu en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fylgist vel með skipaumferð umhverfis landið allt. 

09.12.2019 23:14

Guðmundur Ve 29 á landleið með fullfermi

            1272 Guðmundur Ve 29 Mynd þorgeir Baldursson 2001

09.12.2019 08:43

Hafrafell SU 65

    2645 Hafrafell Su 65 i dag Björgvin Nk 41mynd þorgeir Baldursson 2016

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1753
Gestir í dag: 138
Flettingar í gær: 1266
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 9699521
Samtals gestir: 1366954
Tölur uppfærðar: 25.1.2020 20:07:44
www.mbl.is