Færslur: 2008 Ágúst

19.08.2008 16:46

Farþega- og rannsóknarskip í Keflavík

Í morgun kom rússneska farþega- og rannsóknarskipið Polar Pioneer til hafnar í Keflavík, en skipið var að koma frá Svalbarða og fer í kvöld til Grænlands. Í Keflavík fóru 50 farþegar frá borði og tæplega 50 nýir farþegar komu í skipið, auk þess sem það tók vistir í Keflavík. Undanfarin ár hafa slík skip komið oft á ári þangað og þegar eru bókaðar sex slíkar ferðir fram eftir haustinu, en ekki er þó gert ráð fyrir þessu skipi aftur.

        Polar Pioneer í Keflavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll 2008

19.08.2008 11:47

Stefnt á Norður-Íshafið

Skipið Polarstern lagði úr höfn í Reykjavík í síðustu viku til rannsóknar á Norður-Íshafinu. Vísindamenn skipsins hafa kortlagt breytingar á norðurslóðum sem tengjast loftslagsbreytingum. Þróunin gæri haft mikil áhrif á lífríki við Íslands. Frá þessu er sagt í Fréttablaðinu í dag, en þar birtist einnig nánari umfjöllun um málið.

                               Polarstern © mynd Þorgeir Baldursson 2005

18.08.2008 22:03

Mettúr hjá Kiel NC 105


                                             ©Mynd þorgeir Baldursson 2007

745 tonn af flökum eftir 59 daga

 

Togarinn Kiel NC landaði í vikunni metafla, 745 tonnum af flökum í Hafnarfirði eftir 59 daga túr, og er aflaverðmætið um það bil 4,2 milljónir evra FOB eða í kringum 520 milljónir íslenskra króna, að því er Brynjólfur Oddsson skipstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir. Togarinn er gerður út af Deutsche Fishfang Union GmbH í Þýskalandi, dótturfélagi Samherja hf. ,,Til að byrja með vorum við í norsku lögsögunni við Bjarnarey en fluttum okkur svo yfir í Svalbarðalögsöguna og héldum okkur þar til enda túrsins. Upp úr sjó var aflinn milli 2.100 og 2.200 tonn og nánast eingöngu þorskur og eitthvað smávegis af ýsu, ufsa og hlýra. Yfirleitt var fiskurinn mjög góður. Um 40% af þorskflökunum flokkaðist sem "large" eða "extra larges" en annað var fiskur sem fór í stærri flokka. Megnið af flökunum fer á markað í Bretlandi.Það er 31 í áhöfn og allt hörkuduglegir menn enda hörkuvinna frá upphafi túrs til loka hans. Sérstaklega í ljósi þess að áhöfnin er fremur fullorðin. Ætli meðalaldurinn sé ekki 56 ár. Heimild Fiskifréttir

18.08.2008 19:45

Ólivia á Reykjaneshrygg

Eins og fram kemur í svörum tveggja einstaklinga undir mynd af Olivíu á Eyjafirði, hefur þetta skip þjónað Íslendingum víða um heim. Hér birtum við t.d. tvær myndir af skipin sem Jón Páll Ásgeirsson tók 17. júlí 2007, er varðskipið Ægir fékk hjá skipinu olíu á Reykjaneshrygg. Þökkum við Jóni Páli kærlega fyrir myndalánið.


                            Olivía á Reykjaneshrygg © myndir Jón Páll 17. júlí 2007

18.08.2008 07:45

Vilja Hilmir ST burt

Eins og sést á frétt þessari út BB á Ísafirði þá vilja Strandamennn nú að hætt verði við að varðveita Hilmi ST 1, en í raun ættu Keflvíkingar að varðveita bátinn því hann hafði skipanúmerið 1 hjá Dráttarbraut Keflavíkur árið 1942
Hilmir St-1. Mynd: Jón Jónsson / strandir.is.
Hilmir St-1. Mynd: Jón Jónsson / strandir.is.

bb.is | 18.08.2008 | 07:11Hilmir verði fjarlægður

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur farið fram á það við félagið Mumma ehf., sem stofnað var til að varðveita bátinn Hilmi ST-1, að báturinn verði fjarlægður af höfðanum á Hólmavík, þar sem hann hefur staðið frá því hann var dreginn á land fyrir rúmum áratug. Þetta kemur fram á Strandavefnum. Samkvæmt úttekt skipatæknifræðings mun báturinn ónýtur og líklega auðveldara og ódýrara að smíða nýjan bát frekar en að endurbyggja þann gamla. " Staðsetning Hilmis var á sínum tíma nokkuð umdeild og reyndar er óhætt að fullyrða að hún hafi verið það alla tíð. Skipið hefur þó vissulega sett svip á bæinn og vakið athygli ferðamanna og gesta. Hilmir hefur einu sinni verið málaður eftir að hann kom á land, en er nú verulega farinn að láta á sjá og aldrei hefur verið gengið að fullu frá umhverfinu í kringum bátinn, en þar var á sínum tíma skipulagt grænt svæði sem átti að vera í umsjón sveitarfélagsins", segir á strandir.is.

Er félaginu gert að fjarlægja Hilmi fyrir árslok.

18.08.2008 06:47

Fagranes við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi

Arnbjörn Eiríksson tók þessar myndir af gamla Fagranesinu, nú Moby Dick við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi 1966 og þökkum við honum kærlega fyrir lánið á myndunum. 


           46. Fagranes nú Moby Dick © myndir Arnbjörn Eiríksson 1966

18.08.2008 00:16

Þrjú erlend skip á Eyjafirði


                                   Olivia © mynd Þorgeir Baldursson 2004

                                   Skandía © mynd Þorgeir Baldursson


                                     Stella Pollux © mynd Þorgeir Baldursson

17.08.2008 11:14

Faxaborg GK 7

Þekkja menn sögu þessa báts?

                         1852. Faxaborg GK 7 © mynd Emil Páll 1988
Þekkja menn sögu þessa báts?

16.08.2008 21:49

Benni Sæm GK 26

Hér kemur önnur mynd frá Bjössa á Stafnesi, sem heitir að sjálfsögðu fullu nafni Arnbjörn Eiríksson og býr á Nýlendu. Sem fyrr sendum við honum bestu þakkir fyrir.
                     2430. Benni Sæm GK 26 © mynd Bjössi á Stafnesi 2008

16.08.2008 18:15

Í kvikmyndatöku

Arnbjörn Eiríksson, eða Bjössi á Stafnesi sem og margir þekkja hann lánaði okkur þessar myndir sem hann tók við bryggjuna í Gerðum í Garði nú í vikunni er verið var að taka upp kvikmynd og til þess var notaður gamall bátur sem margir þekkja. Sendum við Bjössa bestu þakkir fyrir lánið.  617. Dúa SH 359 með leikaranafnið Póseidon © myndir Arnbjörn Eiríksson eða  Bjössi á Stafnesi 2008
Þessi bátur hefur borið mörg nöfn og á því nokkra sögu, sem ég mun bíða með að segja með von um að einhver lesandi síðunnar spái í þau mál og riti sínar ágiskanir hér undir.

16.08.2008 14:10

Gamli Sæfari seldur


                                       Sæfari © mynd þorgeir baldursson 2005

Gamli Sæfari til Svíþjóðar?

Hæsta tilboðið í gamla Sæfara, sem þjónaði lengi vel Grímseyingum með farþega- og vöruflutninga, barst frá sænsku fyrirtæki og hljóðaði upp á 630 þúsund evrur, eða rúmar 76 milljónir króna. Ríkiskaup auglýstu eftir tilboðum í ferjuna þann 6. júlí, en lokað var fyrir tilboð í fyrradag.

Guðmundur I. Guðmundsson, yfirlögfræðingur hjá Ríkiskaupum, segir tilboðið standa í tvær vikur. Það sé til athugunar, en meira verði að frétta af málefnum gamla Sæfara í næstu viku. Hann segir að ekki sé gefið upp hversu mörg tilboð bárust í ferjuna fyrr en málið hafi verið gert upp, en segir þau hafa verið þó nokkur Heimild MBL.IS

15.08.2008 20:59

Nonni GK 64

Að stofni til er hér um rúmlega hálfrar aldar gamlan bát að ræða, þó hann hafi löngu síðar verið dekkaður og skráður sem fiskiskip og sem slíkur hefur hann ekki borið mörg nöfn. En hvað vita menn um hann, mun ég bíða í nokkra daga og sjá hvort einhver viti ekki meira um bátinn en hér hefur verið sagt. Verði ekki komið rétt svar á sunnudag mun ég birta það hér.

                                 991. Nonni GK 64 © mynd Emil Páll 1989

15.08.2008 16:29

Steffan C GR-6-22 Landar rækju á Akureyri


                              ©Myndir þorgeir baldursson 2008
Steffan C (ex Pétur Jónsson ) landaði á Akureyri i morgun 145 tonnum að iðnaðar rækju og 10 tonnum af suðu rækju en skipið var við veiðar við vestur Grænland og var veiðin með besta móti um 20 daga tók að fylla skipið og mun það fara i breytingar hjá slippstöðinni hér á Akureyri. 

15.08.2008 08:36

Ebbi AK 37


                                 2737. Ebbi AK 37 © mynd Emil Páll 2008

14.08.2008 21:28

SEIGLA hlýtur 1 verðlaun i Noregi


                       Solberg T-3-K © Mynd þorgeir Baldursson 
Hérna má sjá einn af þessum bátum og hérna neðar á siðunni má sjá viðtal við Pál Steingrimsson  skipstjóra sem að sigldi svona bát til Noregs i vetur sem leið

Skipasmíðifyrirtækið Seigla ehf hlaut fyrstu verðlaun fyrir þá nýjung að útbúa hraðfiskibáta með fellikjöl, á sjávarútvegssýningunni Norfishing 2008 sem nú stendur yfir í Þrándheimi.Seigla ehf var eitt þriggja fyrirtækja sem valin voru úr hópi fyrirtækja fyrir tækninýjungar. Þetta kemur fram á vefnum skip.is
Verðlaunin eru listaverk eftir norska listamanninn Karl Erik Harr, ásamt 100.000 NOK og voru þau afhent af norska sjávarútvegsráðherranum, Helgu Pedersen, við hátíðlega athöfn um borð í hafrannsóknarskipinu G.O. Sars.  Fellikjölurinn hefur verið í þróun hjá Seiglu ehf. í nokkur ár og hefur verið settur í alla stærri báta hjá fyrirtækinu nánast frá upphafi.Kjölinn er hægt að setja niður þegar báturinn er á veiðum og draga inn þegar hann er á siglingu. Með því að draga kjölinn inn eykst hraði og viðnám minnkar sem leiðir af sér minni olíueyðslu.  Þá segir á vefnum að þannig aukist stjórnhæfni bátsins, beygjuradíus minnki, rek minnki stórlega og starfsumhverfi starfsmanna um borð verði þægilegra.Seiglubátar hafa verið í boði með þennan búnað hér á Íslandi í mörg ár en undanfarið hafa Norðmenn veitt þessu mikla athygli. Þegar er búið að afhenda nokkra báta frá Seiglu til Noregs, nokkrir eru í smíðum og fyrirliggjandi eru samningar um fleiri Heimild skip.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 878
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 1094
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 10082037
Samtals gestir: 1396752
Tölur uppfærðar: 12.7.2020 16:45:48
www.mbl.is