06.08.2020 21:40

Flatey á Reykhólum

      1436 Flatey á Reykhólum  Mynd þorgeir Baldursson júli 2020

04.08.2020 23:00

Ferjuskipaútgerð i vondum málum vegna Covid smits

 

        Ronald Amundsen i Tromsö mynd Eirikur Sigurðsson 2020

frett af mbl.is

Lög­regl­an í Tromsø í Nor­egi hef­ur hafið rann­sókn á norsku farþega­skipa­út­gerðinni Hurtigru­ten og hver til­drög þess voru að á fjórða hundrað farþegum í tveim­ur viku­löng­um sigl­ing­um MS Roald Amundsen var ekki til­kynnt fyrr en und­ir kvöld á föstu­dag, að farþegi í fyrri sigl­ing­unni greind­ist með kór­ónu­veiru­smit á miðviku­dag­inn var.

Eru stjórn­end­ur Hurtigru­ten grunaðir um stór­fellt brot á norsk­um sótt­varna­lög­um með því að hafa fyrst sniðgengið til­mæli lækn­is í Vesterå­len, sem meðhöndl­ar farþeg­ann, og í kjöl­farið skýr fyr­ir­mæli Lýðheilsu­stofn­un­ar Nor­egs (FHI) um að hafa taf­ar­laust sam­band við alla farþega sigl­ing­anna tveggja og greina þeim frá því að þeir yrðu að fara í sótt­kví og gang­ast und­ir veiru­próf.

Þögðu um smit við 209 farþega

Frétt af mbl.is

Þögðu um smit við 209 farþega

Norska dag­blaðið VG greindi frá því í gær, að stjórn­end­ur Hurtigru­ten hefðu lagst ein­dregið gegn því að sveit­ar­fé­lag farþeg­ans, sem fyrst greind­ist með veiru­sýk­ingu, sendi út frétta­til­kynn­ingu um málið, þar sem þeir vildu ekki að sýk­ing­in um borð yrði gerð heyr­um kunn.

Hef­ur blaðið fengið að sjá tölvu­póst­sam­skipti, er að þessu lúta, og birti í gær eft­ir­far­andi klausu úr tölvu­pósti frá Mart­in Lar­sen Dra­ge­set, sótt­varna­lækni í Hadsel í Vesterå­len, til FHI: „Hurtigru­ten ósk­ar eft­ir því að málið kom­ist ekki í há­mæli. Þetta kom fram í sam­tali við upp­lýs­inga­full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir biðja um að fá að leysa málið sjálf­ir,“ rit­ar lækn­ir­inn í pósti sín­um.

Öllum sigl­ing­um af­lýst

Af farþega­hóp­un­um tveim­ur var sá síðari, 209 manns, um borð í Roald Amundsen þegar boðin bár­ust frá Line Vold, deild­ar­stjóra hjá FHI, en eng­inn þeirra fékk þó að vita neitt fyrr en í land var komið í Tromsø tveim­ur dög­um síðar. Hurtigru­ten hef­ur rifað segl­in í kjöl­far máls­ins og hætt öll­um farþega­sigl­ing­um, en eins og greint var frá á mbl.is um helg­ina kom upp úr kaf­inu að 34 úr áhöfn skips­ins reynd­ust smitaðir og hafa nú fimm farþegar að auki greinst með kór­ónu­veiru­smit svo alls hafa, að meðtöld­um þeim fyrsta sem greind­ist, 39 manns af skip­inu greinst með smit. Um helg­ina var talað um 36 úr áhöfn, en tveir, sem í fyrstu virt­ust smitaðir, reynd­ust það ekki og leiðrétti FHI töl­una í gær­kvöldi.

Upp­fært 4. ág­úst kl. 11:00: Í morg­un bár­ust hins veg­ar frétt­ir af tveim­ur nýj­um smit­um hjá farþegum svo heild­artal­an er 41 smit.

Hurtigruten stöðvar starfsemi farþegaskipa

Frétt af mbl.is

Hurtigru­ten stöðvar starf­semi farþega­skipa

Farþegar sigl­ing­anna tveggja búa í 69 sveit­ar­fé­lög­um vítt og breitt um Nor­eg og keppt­ust heilsu­gæslu­stöðvar og starfs­fólk Hurtigru­ten við að ná sam­bandi við fólkið með tölvu­pósti, SMS-skeyt­um og hring­ing­um frá því síðdeg­is á föstu­dag og alla helg­ina. Þegar mest var sátu 60 í sótt­kví í Tromsø, en í gær hafði þeim fækkað í 40.

Vissi ekki neitt

„Ég varð hrein­lega fyr­ir áfalli,“ seg­ir Lise Horg­mo, 46 ára gam­all geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur frá Þránd­heimi, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Horg­mo var í sum­ar­fríi og með seinni sigl­ingu Roald Amundsen frá Tromsø til Sval­b­arða og til baka. Vissi hún ekk­ert af mál­inu fyrr en hún hafði tekið leigu­bíl, flogið til Þránd­heims, farið í búðina og svo heim.

Geðhjúkrunarfræðingurinn Lise Horgmo segir sínar farir ekki sléttar eftir siglinguna .

Geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn Lise Horg­mo seg­ir sín­ar far­ir ekki slétt­ar eft­ir sigl­ing­una ör­laga­ríku með MS Roald Amundsen í síðustu viku. Hún sit­ur nú í sótt­kví síðustu daga sum­ar­frís­ins sem hún mun eiga sjö klukku­stund­ir eft­ir af þegar sótt­kví lýk­ur. Ljós­mynd/Ú?r einka­safni

Grein­ir hún frá því að hún hafi verið með þeim fyrstu frá borði þegar skipið kom til Tromsø, farið á hót­el skammt frá höfn­inni og pantað þangað leigu­bíl. „Svo fór ég bara upp á flug­völl þar sem ég átti pantað flug heim til Þránd­heims,“ seg­ist Horg­mo frá, en hún gekk þá með öllu grun­laus um smit sem stjórn­end­ur Hurtigru­ten höfðu vitað um í tvo sól­ar­hringa. Hún flaug heim grímu­klædd eins og regl­ur um inn­an­lands­flug í Nor­egi gera ráð fyr­ir, sett­ist upp í bif­reið sína, kom við í búðinni og fór svo á heim­ili sitt þar sem hún býr ein.

„Ég fékk tölvu­póst [frá Hurtigru­ten] klukk­an 18:27, en ég les aldrei póst­inn minn. Svo klukk­an hálf­níu fæ ég SMS-skila­boð um smitið,“ seg­ir Horg­mo og þá kom áfallið. „Þessi hátt­semi er með ólík­ind­um, ég var búin að taka leigu­bíl, fara í flug og kaupa í mat­inn og ég vissi ekki neitt,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn. Hún hafi svo fengið sím­tal frá Hurtigru­ten þar sem hún hafi verið beðin af­sök­un­ar á þess­ari hand­vömm.

Sjö tím­ar eft­ir af frí­inu

„Það breytti nú satt að segja ekki miklu,“ seg­ir Horg­mo sem gekkst und­ir veiru­próf seint á föstu­dags­kvöld og fékk sér til mik­ils létt­is að vita, um há­degi á laug­ar­dag, að prófið hefði reynst nei­kvætt. Það í sjálfu sér var þó skamm­góður verm­ir. Þar sem hún starfar í heil­brigðis­stétt þarf hún að gang­ast und­ir annað próf í dag og hvað sem öll­um niður­stöðum líður er hjúkr­un­ar­fræðingn­um nauðugur einn kost­ur að sitja í sótt­kví á heim­ili sínu það sem eft­ir lif­ir sum­ar­frís­ins.

„Það verða sjö klukku­tím­ar eft­ir af frí­inu mínu þegar sótt­kvínni lýk­ur,“ seg­ir Horg­mo og vott­ar fyr­ir hlátri þrátt fyr­ir um­gjörð máls­ins. „Ég ætlaði að nota vik­una núna til að aka niður eft­ir til Sogn­sæv­ar og Firðafylk­is [nú Vestland­et-fylki] og skoða mig um þar, ég bjó þar einu sinni,“ seg­ir Lise Horg­mo í Þránd­heimi sem fer beint úr sótt­kví í vinn­una í næstu viku.

  •  

04.08.2020 22:44

Northguider sökk við Svalbarða

Af vef Fiskifretta 

myndir Norska Strandgæslan

og Eirikur Sigurðsson skipst á Rewal Viking 

Gudjon Gudmundsson

 - gugu@fiskifrettir.is

Northguider á strandstað.

 

Skorinn niður í 50 hluta

Vinna er hafin við það undir stjórn norsku strandgæslunnar að fjarlægja rækjutogarann Northguider af strandstað í Hinlopsundinu við Svalbarða. Skipið strandaði þar í desember 2018. Skipsflak af þessari stærð hefur ekki áður verið fjarlægt af strandstað á svo norðlægum slóðum.

Gerðar voru tilraunir til þess að fjarlægja skipsflakið í fyrra en menn urðu frá að hverfa vegna erfiðra veðurskilyrða og mikils íss. Northguider var smíðaður árið 1988. Hann er 55 m langur og 13 m breiður og með heimahöfn í Bergen.

   Timmiarimiut Gr-6-22 þetta er fyrra nafn togarans mynd þorgeir Baldursson

 

Stuttu eftir strandið í árslok 2018 var olía, veiðarfæri og raftæki fjarlægð úr skipinu. Það því ekki talið að mikil umhverfisógn stafi af því. En strandstaðurinn er á vernduðu svæði og fyrr eða síðar munu náttúruöflin sjá til þess að brjóta það niður.

 

Norska strandgæslan hefur gert þá kröfu til útgerðar skipsins að það kosti fjárútlát við það að að fjarlægja skipið og styðst þar við sérstök lög um umhverfisvernd við Svalbarða.

Í tengslum við hreinsunarstarfið hefur norska strandgæslan bannað siglingar á vissum svæðum Hinlopssundsins frá 22. júlí til 30. september.

             Togarinn Strandaður á Svalbarða mynd Eirikur Sigurðsson 

Togarinn verður skorinn niður í alls 50 hluta á staðnum sem hver vegur um fimm tonn. Brotajárninu verður lyft á pramma sem flytur það um borð í flutningaskip. Norska strandgæslan segir að með þessari aðferð sé framvinda verksins síður háð veðri og vindum. Einnig hafi það minni tilkostnað í för með ef hætta þarf aðgerðum tímabundið þegar ís- og veðurskilyrði breytast.

       Polarsyssel ásamt pramma og Togaranum  mynd Eirikur Sigurðsson 

Gard, vátryggingafélag útgerðar Northguide, borgar brúsann en það er björgunarfyrirtækið SMIT Salvage sem vinnur verkið. Norska strandgæslan leggur til rannsóknaskipið Lance til verkefnsins sem hófst í síðustu viku. Áætluð verklok eru um miðjan september.

         togarinn  er búinn að liggja þarna siðan i desember 2018 

04.08.2020 22:22

Vörður og Áskell ÞH i Grindavik i dag

   Vörður og Áskell ÞH við bryggju i Grindavik i dag mynd þorgeir Baldursson 

Vörður og Áskell við Bryggju i Grindavik i dag 4 ágúst mynd þorgeir Baldursson

04.08.2020 22:19

Halldór Afi GK 222

   1546 Halldór Afi Gk 222  að koma til Keflavikur i dag mynd þorgeir Baldursson

28.07.2020 11:29

Sigurður Ve 15 á Makrilmiðunum

                                        2883 Sigurður Ve 15 mynd þorgeir Baldursson  júli 2020 

                   2883 Sigurður Ve 15 tekur Trollið á Papagrunni i siðustu viku mynd þorgeir Baldursson 2020
 
 
 

28.07.2020 11:23

nú segi ég Takk Fyrir mig

30 júní sl. kom Halldór Hjálmarsson úr sinni síðustu veiðiferð með Málmey SK1 og af því tilefni afhenti Gylfi Guðjónsson útgerðarstjóri honum blóm og gjafakort frá FISK og samstarfsfólki, með kæru þakklæti fyrir samstarfið og vinnu í þágu fyrirtækisins í áratugi. Rætt er við hann á heimasíðu Fisk Seafood.

Dóri hóf störf hjá FISK 1987 og hefur því verið hjá fyrirtækinu í 33 ár þar af sem kokkur frá 1991, áður var hann á sjó á bátum frá Grindavík í 15 ár og árin til sjós  því orðin 48, sem er orðið gott, sagði Dóri. Það er margs að minnast frá löngum ferli en eftirminnilegar eru löngu ferðirnar í Smuguna og einnig siglingar erlendis um jólin sem voru erfiðar fyrir fjölskyldufólk. Aðspurður um matarhefðir sjómanna sagði Dóri að fiskurinn og lambakjötið væri alltaf vinsælt og klikkaði aldrei, en yngri mennirnir vildu gjarnan hafa pizzur og hamborgara.

Dóri kvíðir ekki verkefnaleysi þó hann segi skilið við sjóinn, en hlakkar til að eyða tíma með barnabörnunum og fjölskyldunni. Hann vildi að lokum koma á framfæri kæru þakklæti til allra samstarfsmanna og stjórnenda FISK fyrir ánægjulegt samstarf. Strákarnir eru búnir að segja ,,takk fyrir mig“ í öll þessi ár og nú segi ég TAKK FYRIR MIG  sagði Dóri að lokum.

Heimild Audlindin.is

 

                        1833 Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson 2019

 

28.07.2020 09:17

Akurey AK 10 mokfiskar i tvö troll

TVEGGJA TROLLA VEIÐARNAR VIRKA FULLKOMLEGA

                        2890 Akurey Ak 10 mynd þorgeir Baldursson 

,,Það hefur allt gengið að óskum og veiðar með tveimur trollum í stað eins hafa virkað fullkomlega. Tvö troll voru alfarið notuð í síðustu veiðiferð og það sem af er þessari og árangurinn er alltaf betur að koma í ljós.”

Þetta segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK, en reynsla er óðum að komast á veiðar skipsins með tveimur trollum samtímis í stað eins. Til þess að gera mönnum mögulegt að beita þessari veiðitækni þurfti að setja þriðju togvinduna í skipið auk tveggja nýrra grandaravinda. Um það verk sáu starfsmenn Stálsmiðjunnar / Framtaks en allur vindubúnaður í skipinu er frá Naust Marine.

Að sögn Eiríks eru notuð tvö 360 möska Hemmertroll frá Hampiðjunni á Akureyri við veiðarnar í stað eins 470 möskva Hemmertrolls. Notaðir eru gömlu Thybörön toghlerarnir sem samtals vega 7,4 tonn. Milli trollanna tveggja er rúmlega fimm tonna snúningslóð en það tengist skipinu með togvír frá nýju tovindunni og innri gröndurum.

,,Við notum svokallaða rússa sem gilsunum er húkkað í. Það eru engar stroffur á trollpokunum og þrýstingur á fisknum í pokunum er því í lágmarki. Svo hefur það auðvitað sitt að segja að t.d. tíu tonna hol dreifist á tvo trollpoka í stað eins. Allt hjálpar þetta til að bæta meðferð aflans,” segir Eiríkur Jónsson sem reyndar er í fríi í þessum túr. Akurey er nú á Látragrunni og er Magnús Kristjánsson skipstjóri í veiðiferðinni.

 

28.07.2020 08:59

Venus NS 150

             2881 Venus NS 150 Mynd þorgeir Baldursson júli 2020

 

Uppsjávarveiðiskip Brims Venus Ns 150 er hér á landleið til vopnafjarðar með um 900 tonn 

af makril sem að fengust á Papagrunni i siðustu viku en frekar gloppótt veiði hefur verið 

hjá uppsjávarveiðiflotanum allt frá 15 -300 tonnum  lengi dregið og nú hafa skipin fært 

sig i Sildarsmuguna og þaðan voru að koma  Aðalsteinn Jónsson SU 11 og Börkur NK 122 

með um 1000 tonn hvort skip sem að landað verður i frystihús viðkomandi útgerða 

Bergur Einarsson er skipstjóri á Venusi 

 

27.07.2020 21:51

Kostnaður myndi aukast

           Léttabátur af Vs Týr i fiskveiðieftiliti mynd þorgeir Baldursson 2020

Bæði Landhelgisgæslan og Fiskistofa taka vel í tillögur um aukið samstarf. Landhelgisgæslan gæti fjölgað úthaldsdögum varðskipa um þriðjung og nýtt flugvélina meira hér heima til eftirlits með fiskveiðiauðlindinni.

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni gerir það að tillögu sinni að Landhelgisgæslu Íslands verði falið „aukið hlutverk við framkvæmd sjóeftirlits en að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins og beri ábyrgð á áhættustýringu þess að höfðu samráði við Landhelgisgæsluna.“

Ennfremur verði gerð „samstarfsyfirlýsing milli viðkomandi ráðuneyta, Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar með það fyrir augum að nýta skipa- og tækjakost Landhelgisgæslunnar betur þannig að eftirlit á sjó verði markvissara en það er í dag og þekja eftirlitsins betri.“

    Sjóeftirlit fiskistofu og Landhelgisgæslu mynd þorgeir Baldursson 2020
 

Verkefnastjórnin nefnir það í skýrslu sinni að ein helsta takmörkun hefðbundins fiskveiðieftirlits sé „hversu mannaflafrekt og dýrt það er. Af þvi leiðir að þekja eftirlitsins er lítil í þeim skilningi að það nær einvörðungu til lítils hluta veiðiferða eða landana.“

Kostar sitt

„Okkur líst mjög vel á þetta,” segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Hann segir Landhelgisgæsluna auðveldlega geta fjölgað úthaldsdögum varðskipa um að minnsta kosti þriðjung. Flugvél Landhelgisgæslunnar er auk þess töluverðan hluta ársins í verkefnum erlendis.

„Á meðan kostar hún ríkissjóð ekki neitt því hún er rekin af Evrópusambandinu. Við gætum vel haft góð not af henni hér heima. Við gætum verið að fljúga hér eftirlitsflug 3-4 sinnum í viku eins og fyrirhugað var,“ segir hann.

Hann tekur þó fram að það kosti sitt. Þessar hugmyndir, sem settar eru fram í skýrslu verkefnastjórnarinnar, muni hafa töluverðan kostnað í för með sér.

Eftirsóknarvert

Verkefnastjórnin óskaði eftir afstöðu Fiskistofu til breyttra áherslna í sjóeftirliti. Stofnunin tekur undir það að mikilvægt sé að auka sjóeftirlit og bæta það.

                                Skipverjar á Vs Týr við fiskveiðieftirlit mynd Þorgeir Baldursson júli 2020

„Brottkast er eitt af alvarlegustu og jafnframt erfiðustu eftirlitsverkefnunum á veiðieftirlitssviði Fiskistofu,“ segir í svarinu. „Árangur eftirlits með brottkasti að mati Fiskistofu er að miklu leyti bundinn viðveru veiðieftidits¬manna um borð og lengd veiðiferðar. Í hlutfallslegu samhengi er vera eftirlitsmanna um borð mjög óveruleg miðað við heildarfjölda veiðiferða skipa.“

Eftirsóknarvert sé að auka samstarf og aðkomu Landhelgisgæslunnar að eftirliti úti á sjó: „gæslan á skip og búnað til að nálgast fiskiskipin úti á sjó og hægt er að vinna slík verkefni í samstarfi stofnananna. Með þvi móti er hægt að komast um borð í mörg skip á skömmum tíma til að sinna eftirliti með veiðarfærum, aflasamsetningu og afladagbókum o.fl. Skilvirkara og hagkvæmara eftirlit fæst með þvi og betri nýting á almannafé.“

        Gert klárt  til uppgöngu i skip mynd þorgeir Baldursson 

Ennfremur bendir Fiskistofa á að hagkvæmt sé „að nýta léttabáta og smærri báta við eftirlit á sjó umfram varðskip LHG, til dæmis á grunnslóð. Góð reynsla er af notkun slíkra báta til eftirlits á sjó í Noregi.“

Þá hafi notkun Landhelgisgæslunnar á flugvél í eftirlitsskyni og þeirri tækni sem vélin er búin „gefið góða raun í veiðieftirliti með brottkasti en flugvélin er verulega vannýtt í þeim tilgangi. Mjög má bæta eftirlit með brottkasti með því að virkja LHG til eftirlits með þeirri tækni og þekkingu sem þar er til staaar og um leið nýta þá þekkingu sem Fiskistofa býr yfir, s.s. áhættumat og greiningarvinnu, til að tryggja að eftirlit sé haft með þeim skipum þar sem áhættan er mest.“

Samstarfið aukið

Ásgrímur segir að Landhelgisgæslan hafi verið að auka samstarf við Fiskistofu, og þá reynt að halda sig innan þeirra fjárhagsmarka sem ríkið setur.

Nýverið voru tveir eftirlitsmenn frá Fiskistofu um borð í varðskinu Tý, en þá er siglt á milli skipa og farið um borð.

        Starfsmaður Fiskistofu Mælir afla um borð  mynd þorgeir Baldursson 

„Það er ekkert nýmæli, við höfum gert það áður og munum halda því áfram og vonandi auka það. Okkar menn fara þá í öryggiseftirlitið, en þeir fara í aflann og aflasamsetningu. Það er svo sem líka það sem okkar menn hafa verið að gera þegar farið hefur verið í skyndiskoðanir.”

Stundum hafa menn frá Fiskistofu líka verið meðferðis í eftirlitsflugi meðfram ströndinni á þyrlunum.

„Þá erum við aðallega að kíkja eftir netalögnum. Við erum búnir að fara að minnsta kosti eitt langt flug núna í sumar með eftirlitsmennina þeirra í svoleiðis, og svo stendur til annað á næstunni. Þetta er eitthvað sem við vildum geta gert meira af, bæði Fiskistofa og við.“

  Sigurður,Þórir, Baldvin og Hálfdán mynd þorgeir Baldursson júli 2020

 

Á síðasta ári fékk Landhelgisgæslan eftirlitsdróna frá Evrópusambandinu, sem gaf góða raun en þó segir Ásgrímur ákveðna annmarka hafa komið í ljós.

„Dróni af þessari tegund nýtist varla mikið yfir vetrarmánuðina, en hann nýttist vel hér yfir skárri hluta ársins. En við höfum meiri áhuga á að prófa dróna sem við getum haft um borð í varðskipunum og gert út frá þeim.”

        Vs Týr á reki á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson júli 2020

Heimild Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson 

24.07.2020 02:15

Arnar Ár 55

 2794 Arnar Ár 55 í þorlákshöfn mynd þorgeir Baldursson 

19.07.2020 12:43

Hlöddi Ve 98

   2782  Hlöddi Ve 98 mynd þorgeir Baldursson 

17.07.2020 12:45

Strandveiðibátar í þorlákshöfn

     Strandveiðibátar i  þorlákshöfn mynd þorgeir Baldursson 2020

 

 

13.07.2020 06:32

Varðskipið Týr í fiskveiðieftirliti á Austfjarðamiðum

                             1421 Týr mynd þorgeir Baldursson 2019

12.07.2020 23:32

Einar i Nesi EA 49 Lengdur

                  7145 Einar i Nesi Ea 49 mynd þorgeir Baldursson 2019

Nú i vor var báturinn Einar i Nesi EA 49 i eigu Bliðfara hifður upp á landi i sandgerðisbótinni 

og er verið að lengja hann um 2 metra og setja á hann siðustokka báturinn var 

smiðaður i hafnarfirði 1988 og hét Ármann GK og siðan Gaui Gisla GK 

Bátnum var breytt i rannsóknarbát og i eigu Hafrannsóknarstofunnar  þar til að 

núverandi eigandi kaupir bátinn af stofnuninni 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 357
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 325
Samtals flettingar: 10214857
Samtals gestir: 1422103
Tölur uppfærðar: 21.9.2020 03:33:53
www.mbl.is