Færslur: 2008 Ágúst

21.08.2008 23:21

Tungufoss

Tungufoss er smíðaður 1973 hjá Frederikshavns Værft & Flydedok A/S í Fredrikshavn í Danmörku sm.no 328. Hét það fyrst Merch Asía og fékk nafnið Tungufoss 1974. Undir því nafni sökk það á Ermasundi 19.9.1981.

                                Tungufoss © mynd Jón Páll Ásgeirsson

21.08.2008 23:05

Sandinia frá ST.Johns


Skipið Sardinia er smíðað 1998 hjá Slovenske Lodenice a.s. í Komarno í Tékkóslovakíu. sm.no.3019, samkvæmt upplýsingum frá Óskari Franz.

         Sardinia frá St. Johns kom til Njarðvíkur í gær © myndir Emil Páll 2008

21.08.2008 22:57

Poseidon

Samkvæmt upplýsingum Óskars Franz var skipið smíðað 1976 hjá Schichau-UnterveserA.G. í Bremerhaven í Þýskalandi sm.no.2266. Það var síðan rifið 2003.

                           Poseidon © mynd Þorgeir Baldursson 2005

21.08.2008 17:27

Muggur KE 57 úr leik í einhvern tíma

Mikið högg

Muggur KE 57
Muggur KE 57
Mikil læti urðu skipverjar plastbátsins Muggur KE 57 2771 illilega varir við er báturinn var í sinni 6. veiðiferð, báturinn er nýr. Þeir sigldu á rekaviðardrumb með þeim afleiðingum að stýrisbúnaður, skrúfa, öxull og festingar eru ónýt.
Nýbúið var að skrúfa kengbogið stýrið aftan af bátnum er myndin hér var tekin, og greinileg skekkja var á öxulfestingum, öxlinum sjálfum og skrúfu.


Meðal annars hefur skrúfan náð að naga gat annarsvegar í skrúfuhólfinu. Báturinn komst þó af eigin vélarafli til lands, þar sem báturinn var hífaður upp og þjónustulið JE-Vélaverkstæðis á Siglufirði tók við honum.
20080820_143414_028x_12000hlidin_80
Fljótt á litið höfðu aðrar skemmdir en þær ofar töldu, ekki komið í ljós


                                 ---
Ofangreind frétt birtist á vefnum sksiglo.is en því er við að bæta að útgerðinn átti fyrir annan bát Mugg GK 70, sem nýbúið er að selja til Noregs og fer hann í skip á næstu dögum.

21.08.2008 17:14

Bátur strandaði við Óshlíð

Smábáturinn sem strandaði er í eigu ferðaþjónustunnar Sumarbyggðar.
Smábáturinn sem strandaði er í eigu ferðaþjónustunnar Sumarbyggðar.
Sjóstangveiðimennina sakaði ekki.
Sjóstangveiðimennina sakaði ekki.

bb.is | 21.08.2008 | 16:31Bátur strandaði við Óshlíð

Þrír þýskir sjóstangveiðimenn sluppu ómeiddir er bátur þeirra strandaði við Óshlíð í dag. Smábáturinn er í eigu ferðaþjónustunnar Sumarbyggðar í Súðavík en að sögn mannanna þriggja voru þeir um 100 metra frá landi þegar aðskotahlutur lenti í skrúfu bátsins. Við það skemmdist skrúfan ásamt drifi bátsins og rak þá því að landi og strönduðu þeir við Óshlíð. Ferðamennirnir voru að vonum skelkaðir eftir óhappið en kipptu sér samt ekki upp við það að stilla sér upp fyrir ljósmyndara blaðsins og brosa. HEIMILD bb.Ísafirði.

21.08.2008 00:04

Þórarinn KE 26 og Hvítá


                 900. Þórarinn KE 26 og 1385. Hvítá © myndir Emil Páll 1976

20.08.2008 23:32

Sea Hunter KE og Gulltoppur GK

Togaranum Sunnu KE 60 hefur nú verið gefið nafnið Sea Hunter KE 60 fyrir siglinguna til nýrra eiganda í Rússlandi. Þá hefur Gulltoppur GK 24 sem legið hefur all lengi við bryggju í Grindavík, nú verið seldur Hábjörg ehf. í Reykjanesbæ, kemur þetta fram á Fiskistofuvefnum.

                    1458. Gulltoppur  GK 24 © mynd Emil Páll 2008


                 
2061. Sea Hunter KE 60 ex Sunna KE 60 © mynd Emil Páll 2008

20.08.2008 21:48

Stærsta skúta á Íslandi

Skútan er 61 fet og því hin stærsta á Íslandi.
Skútan er 61 fet og því hin stærsta á Íslandi.
Skúta Rafns vakti mikla athygli meðal heimamanna þegar hún sigldi inn Skutulsfjörðinn.
Skúta Rafns vakti mikla athygli meðal heimamanna þegar hún sigldi inn Skutulsfjörðinn.
Rafn (til hægri ásamt syni sínum) var að vonum ánægður með kaupin. Hann segir skútuna verða fyrst og fremst hobbí og heimili.
Rafn (til hægri ásamt syni sínum) var að vonum ánægður með kaupin. Hann segir skútuna verða fyrst og fremst hobbí og heimili.

bb.is | 20.08.2008 | 13:25Stærsta skúta á Íslandi

Stærsta skúta á Íslandi sigldi inn Skutulsfjörðinn í morgun og lagðist upp við bryggju í sinni nýju heimahöfn. Það var Rafn Pálsson sem keypti þetta glæsilega fley í Hollandi en það er 61 fet sem gerir þetta að stærstu skútu landsins. Hún er einu feti stærri en Aurora, skúta Borea adventures sem einnig hefur Ísafjörð sem heimahöfn. Að sögn Rafns gekk siglingin frá Hollandi til Íslands frá Hollandi vel en hún tók um sjö daga. Rafn vill sem minnst tjá sig um kaupverðið á skútunni sem er tólf ára gömul, byggð 1996. "Ég ætla að búa í henni", svarar Rafn þegar hann er spurður út í hvað hann hyggst nota skútuna í, "Það má vel vera að ég noti hana eitthvað í að sigla um svæðið en skútan verður samt fyrst og fremst hobbí og heimili". HEIMILD BB, ÍSAFIRÐI

20.08.2008 21:06

Katrín SH komin úr lengingu

Plastbáturinn Katrín SH 575 sem er að gerðinni Víkingur 1340 var í sumar lengdur hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Heppnaðist lengingin það vel að annað systurskip hans aflaskipið Bárður SH frá Arnarstapa mun trúlega í næsta mánuði fara í samskonar lengingu hjá Sólplasti. Annars þurfa þeir hjá því fyrirtæki ekki að kvarta yfir verkefnaleysi því nú eru þeir að hefja breikkun og fleiri breitingar á Arnþóri EA ex Bresa AK, en hann er nú frá Eyrarbakka, auk ýmissa annarra lagfræðinga og breitinga á plastbátum, svo og nýsmíði, en Muggur KE 57 er nýjasta nýsmíði þeirra og var birt mynd af honum hér er hann fór í reynslusiglingu sína. Birtum við hér myndir af Katrínu bæði fyrir og eftir lenginguna, sem Sigurborg Andrésdóttir tók og lánaði okkur og sendum við henni bestu þakkir fyrir.

                                      2457. Katrín SH 575 fyrir lengingu

        2457. Katrín SH 575 eftir lengingu © myndir Sigurborg Andrésdóttir 2008

20.08.2008 20:37

Örvar II verður Kristbjörg

Samkvæmt upplýsingum á bryggjunni í Sandgerði hefur útgerðarsamsteypan, Svartibakki, Freygerður eða Skarðsklif keypt Örvar II SH 177 og mun hann fá Kristbjargarnafnið, en Kristbjörg 1159 mun vera farin í brotajárn.

          239. Örvar II  SH 177 í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll 2008

20.08.2008 00:05

Hannes Andrésson SH 737


           1371.  Hannes Andrésson SH 737 © mynd Emil Páll 2008

20.08.2008 00:01

Fort ross-kingstown


                              Fort ross frá Kingstown  © mynd Þorgeir Baldursson

19.08.2008 23:23

Sjávarborg GK 60


                       1586. Sjávarborg GK 60, mynd úr safni Emils Páls

Smíðuð í Póllandi og Akureyri 1981, Hét fyrst Þórunn Hyrna EA-42, þegar hún var í eigu Slippstöðvarinnar á Akureyri, seld 17. des. 1981 Sjávarborg h/f í Sandgerði og fékk nafnið  Sjávarborg GK-60. stærð 452 brl. vél 1800 ha Wichmann. Skipið var selt héðan til Svíþjóðar, fyrst bar það nafnið Santos GG 361 síðan Sette Mari GG 59 og svo Monsun GG 934 og var alltaf skráð í Gautaborg, árið 2007 var það selt til Kotka í Finnlandi og heitir þar Karelia FIN 133K og er nú til sölu. Árið 1999 var skipt um vél í skipinu og sett í það 2650 ha. Wartsila.

19.08.2008 22:03

Saga I

Samkvæmt upplýsingum Óskars Franz er saga skipsins eftirfarandi: 
Það var smíðað 1966 og hét upphaflega Baltique, árið 1975 heitir skipið Sunnmore. 1985 Frengenfjord. 1985 Saga I. 1987 Hvítanes. 2001 Ljósafoss og í dag er skipið í Panama og heitir Kosmas.

                                    Saga I © mynd Þorgeir Baldursson

19.08.2008 17:31

Sigurpáll GK 36


                      2150. Sigurpáll GK 36 ex Harpa HU 4 © mynd Emil Páll 2008

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 852
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 1094
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 10082011
Samtals gestir: 1396750
Tölur uppfærðar: 12.7.2020 16:09:48
www.mbl.is