Færslur: 2008 Nóvember

08.11.2008 11:31

Alnafnar við bryggju

Þó á þeim standi báðum nafnið Ólafur HF 200, þá er það þó ekki þannig á pappírum, sá stærri sem áður hét Dúddi Gísla GK 48 ber nú nafnið Ólafur HF 200, en hinn er skráður sem Ólafur HF 120 og samkvæmt heimildum mínum hefur hann verið seldur úr landi, að mig minnir til Grænlands.

 2605. Ólafur HF 200 og 2640. Ólafur HF 200 við bryggju í Hafnarfirði nú í vikunni, nánari umfjöllun má sjá hér fyrir ofan myndina © mynd Emil Páll

08.11.2008 00:27

Þekkið þið þennan? og hvar er myndin tekin?


     Hver er þetta og hvar er myndin tekin? © mynd Tryggvi Sig.

08.11.2008 00:23

Jón Júlí BA 157


                              610. Jón Júlí BA 157 © mynd Þorgeir Baldursson

08.11.2008 00:19

Ágúst RE 61


                               1260. Ágúst RE 61 © mynd Þorgeir Baldursson

08.11.2008 00:06

4. Bátalónsbáturinn sem enn er í gangi - Sæbjörg BA 59

Mikið hefur verið spáð í það hér á síðunni hvort ekki séu einhverjir Bátalónsbátar enn til í útgerð og er þá átt við bátanna sem smíðaðir voru úr eik og furu á árunum 1971-1974. Fram að þessu hafa bara þrír verið nefndir til sögunnar en nú hefur komið í ljós að sá fjórði er til sem enn er í útgerð. Þessir bátar heita í dag Glófaxi II VE 301, Magnús KE 46, Skvetta SK 7 og Sæbjörg BA 59. Allir eru þeir óbreyttir frá fyrstu tíð nema Glófaxi, en honum var breytt í frambyggðan bát og á Akranesi var á sínum tíma smíðað á hann nýtt stýrishús. Einn þessara báta er með álhúsi en það er Magnús og þó menn hafa oft efast um það þá var það hús sett á hann í Bátalóni strax í upphafi að ósk kaupanda. Höfum við áður birt hér myndir af Glófaxi II og Magnúsi og nú birtum við mynd af Sæbjörgu, en við höfum ekki yfir að ráða mynd af Skvettu.

                                1188. Sæbjörg BA 59 © mynd Þorgeir Baldursson

07.11.2008 17:24

Arnfirðingur RE 212 var rétta svarið

Já, hér sjáum við rétta svarið við getrauninni sem var hér aðeins neðar. Arnfirðingur RE 212 og í kvöld eða nótt kemur síðan ný getraun.

                    783. Arnfirðingur RE 212 var rétta svarið © mynd úr safni Tryggva Sig.

07.11.2008 17:17

Sigurkarfi GK 480


                             Sigurkarfi GK 480 © mynd úr safni Tryggva Sig.

07.11.2008 17:05

Systurskip

Hér sjáum við systurskipin 821. Sæborg VE22 og 853. Stakkur VE 32 upphaflega Tálknfirðingur BA 325 en báðir komu þeir nýir til Vestfjarða, Sæborg á Patró og Tálknfirðingur á Tálknó.

                                                          853. Stakkur VE 32

                                  821. Sæborg VE 22 © myndir úr safni Tryggva Sig.

07.11.2008 06:12

Seldur til Úruguay


             Týr kemur með togarann til Reykjavíkur á dögunum © mynd Jón Páll
Færeyski ísfiskstogarinn Rasmus Effersöe TG 2, sem varðskipið Týr sótti til Grænlands á dögunum og hét áður Haukur GK 25 frá Sandgerði hefur nú verið seldur til Úruguay. Eftirfarandi frétt um málið birtist á færeyska vefnum Skipini.com 

Ísfiskatrolarin Rasmus Effersøe er nú seldur til Uruguay, upplýsir reiðarin Gudmund Mortensen. Í løtuni stendur skipið á beding í Havn og fer helst av landinum í vikuni.
Gudmund Mortensen reiðari vil ikki upplýsa søluprísin, men sigur at prísurin er sámiligur.
Rasmus Effersøe er blivin til veitingarskip, og hevur verði ein túr uppi í Grøndlandi, meðan hann var undir føroyiskum flaggið.
Teir, ið hava megla søluna eru meglararirnir PO Brokers.
Gudmund Mortensen reiðari sigur eisini at sum landið liggur íløtuni keypa teir onki nýtt skip fyri Rasmus Effersøe, ið nú er seldur, og seldur uttan fiskiloyvið.

07.11.2008 00:17

Þekkið þið þennan bát?

Hér sjáum við bát sem nú á haustmánuðum var til umfjöllunar hér á síðunni. Verði einhverjir getspakir ekki komnir með rétt svar á laugardag munum við birta mynd af sama báti, eftir að hann hafði verið sjósettur. Komi rétt svar áður munum við strax á eftir birta þá mynd. Þegar svarið er komið munum við síðan setja aðra getraun í loftið.

                 Í hvaða bát er hér verið að setja vélina í ? © mynd úr safni Tryggva Sig.

07.11.2008 00:13

Halkon VE 205


                                     Halkion VE 205 © mynd úr safni Tryggva Sig.

07.11.2008 00:09

Huginn II VE 55


                                    Huginn II VE 55 © mynd úr safni Tryggva Sig.

06.11.2008 23:59

Þórir SF 77


                                      1236. Þórir SF 77 © mynd Emil Páll

06.11.2008 18:56

Fara vonandi í næstu viku

Þess er vænst að í næstu viku fari togarinn Gréta SI 71 ex Margrét EA frá landinu með Guðrúnu Björg HF 125 í togi í brotajárn til Esbjerg í Danmörku. Liðnir eru nokkrir mánuðir frá því að för þeirra var á dagskrá og stóð þá til að Kambaröst RE 120 yrði tekin með, en skipið hefur legið í Þorlákshöfn. Ekki er vitað hvort svo verði.

                          76. Guðrún Björg HF 125 við bryggju í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll

06.11.2008 18:43

Fina 5 brytjuð niður í Hafnarfirði

Þið gamla skip Fína 5  sem hefur verið notuð til geymslu á asfalti fyrir malbikunarstöð Vestmannaeyja hefur nú verið tekin upp í gamla Drafnarslippinn í Hafnarfirði þar sem brjóta á skipið niður. Af því tilefni birtum við texta sem afritaður var af síðu Þorbjörns Víglundssonar í Vestmannaeyjum og er útdráttur úr greinargerð sem fylgi við innflutning á skipinu til Íslands. Á árinu 1974 gerði Olíumöl hf. í Hafnarfirði samning við norskt fyrirtæki um byggingu olíustöðvar í Hafnarfirði fyrir móttöku og geymslu á vegolíu og asfalti. Var stöð þessi reist eins og samningar stóðu til og hefur Olíumöl hf. starfrækt stöðina til framleiðslu á olíumöl. Eftir að olíustöðin var tekin í notkun hefur Olíumöl hf. tekið að sér umfangsmikil verkefni, bæði á Vestfjörðum og víðar, við malbikunarframkvæmdir. Í sambandi við þessi verk varð að flytja asfaltið frá stöð félagsins í Hafnarfirði á viðkomandi staði úti um land. Efnið þurfti að flytja í heitu ástandi, og var það fyrst sett 160 stiga heitt á einangraða geyma, sem voru fluttir með bílum. Þessir flutningar reyndust næstum ógerlegir í framkvæmd.  Árið 1975 bauðst félaginu til kaups í Noregi asfaltprammi, sérstaklega byggður til flutninga á heitri olíumöl. Getur hann flutt 220 tonn af efninu í ferð. Þar sem prammi þessi er langtum eldri en tilskilið er í 26. gr. laga nr. 52 12.maí 1970 um eftirlit með skipum, hefur ekki verið hægt að kaupa hann, heldur hefur hann verið leigður Olíumöl hf. Fleyta þessi er byggð 1860, en samkvæmt upplýsingum frá sænskum yfirvöldum kaupir Nynäs Petroleum skipið og endurbyggir það sem tankpramma fyrir asfalt árið 1948. Árið 1955 er pramminn styrktur til siglinga á Eystrasalti. Var hann síðan notaður til olíu- og olíumalarflutninga til ársins 1973, að núverandi eigandi, Norske Fina A/S, kaupir prammann og endurbyggir hann til frekari asfaltflutninga við strendur Noregs. Umrætt skip hefur reynst mjög vel hér á landi, enda er það að mestu leyti endurbyggt, þannig, að þó að frumsmíði skipsins sé gömul, þá er flest nýtt í því, þ.e. allar vélar og tæki og bolurinn endurnýjaður eftir því sem þörf hefur verið. 

                                        Fina 5 © mynd Emil Páll

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2988
Gestir í dag: 452
Flettingar í gær: 1960
Gestir í gær: 321
Samtals flettingar: 10292423
Samtals gestir: 1431468
Tölur uppfærðar: 24.10.2020 20:58:38
www.mbl.is