Færslur: 2008 Desember

18.12.2008 14:23

Búddi KE 9

Í dag rann í sjó í Njarðvík rúmlega 45 ára gamall bátur með nýju nafni Búddi KE 9, síðast hét hann Litlaberg og var frá Þorlákshöfn. Bátur þessi má segja að sé að koma heim, því í upphafi bar hann nöfnin Árni Þorkelsson KE 46 og Andvari KE 93 en síðan þá hefur hann ýmist verið gerður út frá Þorlákshöfn eða Vestmannaeyjum.

                                              13. Búddi KE 9 © mynd Emil Páll

18.12.2008 00:34

Síldarlöndun í Vestmannaeyjum fyrr á árum


                  Síldarlöndun í Vestmannaeyjum fyrr á árum © mynd úr safni Tryggva Sig.

18.12.2008 00:27

Dala - Rafn VE 508 fyrir og eftir breytingu


                                     1379. Dala - Rafn VE 508 fyrir breytingar

                    1379. Dala - Rafn VE 508 eftir breytingar © myndir Tryggvi Sig.

18.12.2008 00:20

Engey RE 11 og Kristbjörg VE 70

Hér sjáum við bát sem bar fjölmörg nöfn, með tvö þeirra.

                                                          44. Engey RE 11

                                     44. Kristbjörg VE 70 © myndir Tryggvi Sig.

17.12.2008 19:00

Hilmi ST verður fargað

Eins og fram kemur á síðu Ingólfs Þorleifssonar hefur verið tekin ákvörðun um að farga gamla Hilmi ST 1 sem staðið hefur til að varðveita á Hólmavík. Hilmir sem hafði smíðanr. 1 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. og er frá árinu 1942 hefur aðeins borið tvær skráningar, þ.e. núverandi nafn og nr. frá 1946, en fram að því var hann Hilmir GK 498. Hann var tekinn af skrá 1995 og settur á land til varðveislu sem safngripur en í ágúst sl. krafðist sveitarstjóri Strandabyggða að hann yrði fjarlægður af Hólmanum Hólmavík.

                               565. Hilmir ST 1 © mynd Guðjón H. Arngrímsson

17.12.2008 01:10

Hekla


                                  90. Hekla © mynd úr safni Tryggva Sig.

17.12.2008 01:05

Heimaey VE 1


                               1035. Heimaey VE 1 © mynd Emil Páll

17.12.2008 00:07

Júpiter ÞH 61


                                    130. Júpiter ÞH 061 © mynd Jóhann Þórlindsson

17.12.2008 00:01

Hrauney BA 407                                   368. Hrauney BA 407 © myndir Tryggvi Sig.

16.12.2008 00:27

Herðubreið


                                95. Herðubreið © mynd úr safni Tryggva Sig.

16.12.2008 00:09

Tveir í lengingu

Hér sjáum við tvo Eyjabáta í lengingu, en ljóst er að mörg ár hafa liðið milli framkvæmdanna, því í öðru tilfellinu er um eikarbát sem var í útgerð fyrir tugum ára og hins vegar stálbát sem enn er í útgerð, þó mikið breyttur sé.


                                                  452. Erlingur II VE 325


               1135. Þórunn Sveinsdóttir VE 401 © myndir úr safni Tryggva Sig.
         

15.12.2008 20:45

Björgvin EA 311 úr Barentshafi


                         ©myndir Þorgeir Baldursson 2008
Björgvin EA 311 eitt af skipum Samherja H/F kom til hafnar á Akureyri um miðjan dag i gær
en skipið hefur verið á veiðum i Barentshafi aflinn var um 9000 kassar sem að gera um 640 tonn uppúr sjó og aflaverðmætið var um 140 milljónir meirihluti aflians var þorskur veiðiferðin tók 35 daga og þar af fóru 15 dagar i stim gengi islensku krónunnar hefur haft veruleg áhrif á aflaverðmætiði svona túrum og lækkaði þar að leiðandi talsvert á heimstiminu og mun skipið nú eftir áramót halda til veiða á heimamiðum þar sem að fiskað verður fyrir frystihúsið á Dalvik

15.12.2008 18:05

Baldur í jólabúningi


                         311. Baldur KE 97 kominn í jólabúninginn © mynd Emil Páll

15.12.2008 17:51

Gulli á Voninni

Þeir eru margir sjóaranir sem kannast við Gunnlaug Karlsson fyrrum útgerðarmann og skipstjóra í Keflavík, eða Gulla á Voninni eins og hann var oftast kallaður. Gulli skreytir hús sitt með mynd af síðasta bátnum er bar Vonarnafnið hjá honum og er myndin og ljósaskreytingin uppi allan ársins hring á íbúðarhúsi hans. Til að auka jólastemminguna hefur hann nú bætt við jólagreni umhverfis myndina. Hér sjáum við myndir sem sína listaverkið að deginum til og aðra eftir að það fór að rökkva.

                      Svona lítur listaverkið út að deginum til. Báturinn er 221. Vonin KE 2 
        Hér sjáum við sömu mynd eftir að rökkva tekur © myndir Emil Páll

15.12.2008 14:53

Súlan EA 300


                      1060. Súlan EA 300 við bryggju í Keflavík í dag © mynd Emil Páll

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 515
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 1719
Gestir í gær: 174
Samtals flettingar: 10112426
Samtals gestir: 1400590
Tölur uppfærðar: 4.8.2020 05:18:07
www.mbl.is