18.01.2019 11:34

Lárus List Gerir upp gamla Eikarbáta á Akureyri

            Lárus List um borð i Fjólu Mynd Þorgeir Baldursson 2018

            Lárus List um borð i Pétri Þór  mynd þorgeir Baldursson 2018

                           Lárus List mynd þorgeir Baldursson  2018

Lárus H. List gerir upp tvo gamla eikarbáta á Akueyri

Svíður meðferð menningarverðmæta
 Hagleiksmaðurinn og listamaðurinn Lárus H. List á Akureyri stendur fyrir uppgerð á gömlum eikarbát, Pétri Þór frá Bíldudal og ráðgerir að hann verði tilbúinn næsta sumar. Lárus var í hollvinafélagi um endurgerð á Húna II, 130 tonna eikarbát, sem var smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1963, og er nú ein helst prýði og aðdráttarafl í höfninni á Akureyri. Lárus segir Íslendinga mjög aftarlega á merinni hvað viðkemur varðveislu gamalla báta og skipa.
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
 gugu@fiskifrettir.is
Til marks um það hversu illa er staðið að varðveislumálum nefnir Lárus að það þurfi til að mynda að greiða hafna- og vitagjöld sem hlaupa á hundruðum þúsunda á hverju ári af fornum bátum sem gegna ekki öðru hlutverki en að vera menningarauki í sjávarútvegsplássum.

Í fóstri
Rekstur Húna II hófst árið 2006 og hefur bátnum verið siglt í kringum landið, til Færeyja og Noregs. Báturinn er í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri en í fóstri hjá Hollvinafélagi Húna II sem sér alfarið um rekstur og viðhald hans.

Það var í einni ferðinni með Húna II fyrir um það bil sex árum sem komið var við í Bíldudal. Þar sá Lárus 16 metra langan eikarbát í lélegu ástandi við höfnina sem hafði verið úreltur. Honum bauðst að kaupa hann á 500.000 krónur. Báturinn hafði verið smíðaður árið 1977 og verið mestan hluta tímans á Bíldudal. Hann var gerður út á  fiskveiðar.

Lárus segir að báturinn hafi verið í slæmu ásigkomulagi. Hann lét draga hann upp í fjöru þar sem ákveðið var að gera hann sjófæran og draga síðan til Akureyrar til uppgerðar. Í september 2013 var hann dreginn út Arnarfjörðinn og alla leið til Akureyrar þar sem hafist var handa við uppgerðina. Lárus segir að það hafi tekið eitt ár að ná allri málningu af bátnum að utan og innan. Brúin sem var ónýt var fjarlægð og nú er Pétur Þór að breytast í opna skonnortu. Lárus segir að skrokkurinn hafi verið í ágætu ásigkomulagi en nauðsynlegt hafi reynst að endurnýja lunninguna og ýmislegt annað ofanþilja.

Lítill áhugi hér
Aðspurður um hvað vaki fyrir honum með þessu segir Lárus það eingöngu menningarlegan áhuga sem ráði sínum gjörðum. Hann hefur ferðast til annarra Evrópulanda og nefnir að í mörgum borgum sé sérstök aðstaða í dýrustu hverfunum við hafnirnar og mikið haft við til að geta sýnt enduruppgerða eikarbáta sem tengjast atvinnusögu hvers staðar. Um leið séu bátarnir mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Á þessum stöðum sé þannig hlúð að menningararfinum og fyrir vikið verði blómlegt mannlíf við hafnirnar. Hér á landi séu þessu öfugt farið. Lítill áhugi sé á uppgerð gamalla báta og ekkert gert til þess að stuðla að varðveislu þeirra. Þvert á móti sé steinn lagður í götu þeirra fáu sem vilji bjarga menningarverðmætum af þessu toga með álagningu hafnargjalda, vitagjalda og ýmissa annarra gjalda sem íþyngja mjög áhugamönnum á þessu sviði.

Lárus nefnir til marks um þetta sinnuleysi að einu nafntogaðasta fiskiskipi Íslands, Sigurði VE, var leyft að grotna niður í Vestmannaeyjahöfn án þess að tilraun yrði gerð til varðveislu þess. Þó hafði það borið meiri verðmæti á land en flest önnur skip þess tíma. Það var að lokum selt í brotajárn. Lárusi áskotnaðist einnig annar eikarbátur, Fjóla BA, 17 metra langur, að gjöf frá Jóhannesi Haraldssyni fyrir nokkrum árum. Báturinn var meðal annars notaður til að flytja Bíldudals grænar baunir til Reykjavíkur á sínum tíma. Hann var í mjög góðu ástandi og saman liggja bátarnir nú við bryggju í fiskihöfninni á Akureyri og báðir hlotið aðhlynningu m.a. í Slippnum á Akureyri.

Heimild Fiskifrettir.

Guðjón Guðmundsson 

Lárus H. List vill bjarga þeim menningarverðmætum sem felast í gömlum bátum og skipum. Myndir/Þorgeir Baldursson
 

10.01.2019 21:09

Bjarni Bjarnasson skipst er 70 ára i dag

Hinn margrómaði Skipstjóri og útgerðarmaður Bjarni Bjarnsson á stórafmæli i dag 

hann er 70 ára hann hefur lengst af verið kenndur við Súluna EA 300 sem hann

átti og gerði út i samráði við Sverrir Leósson og var eftirsótt að vera i plássi hjá þeim 

enda miklir öðlingar  og fiskaðist alltaf vel á skipið undir stjórn Bjarna 

innilega til hamingju með daginn kæri vinur 

 

 Bjarni Bjarnasson Skipst mynd þorgeir Baldursson 

           Bjarni Bjarnasson og Sverrir Leósson Mynd þorgeir Baldursson 

              1060 Súlan EA 300 á Eyjafirði Mynd þorgeir Baldursson  

10.01.2019 10:29

Slysalaust ár hjá Beitir Nk 123

                   2900 Beitir Nk 123 Mynd þorgeir Baldursson 2018

                Árið 2018 var slysalaust um borð í Beiti NK og er það engin nýlunda. Síldarvinnslan festi kaup á núverandi Beiti árið 2015 og frá þeim tíma hefur ekkert slys orðið þar um borð. Sá Beitir sem var á undan þessum var einnig nánast slysalaus árum saman. Árangurinn hjá Beitismönnum á sviði öryggismála er athyglisverður og eru skipstjórarnir, þeir Sturla Þórðarson og Tómas Kárason, stoltir af honum. Í áhöfn Beitis eru átta manns í hverri veiðiferð.

         Tómas Kárason segir að góður árangur á sviði öryggismála skýrist fyrst og fremst af rótgróinni og samhentri áhöfn ásamt því að öryggisfræðslu sé skipulega sinnt. „Um borð í Beiti ríkir ákveðinn andi hvað öryggismálin varðar. Allir í áhöfninni eru uppteknir af því að öryggisreglum sé fylgt og menn eru sífellt að minna hvern annan á reglurnar. Vinnuaðferðirnar um borð eru rótgrónar og þar þekkja allir sitt hlutverk til hins ítrasta. Það hjálpar líka til að það eru afar litlar breytingar í áhöfninni og hver einasti maður er reynslumikill. Þeir vinnustaðir innan fyrirtækisins sem ná góðum árangri á sviði öryggismála fá ákveðna fjárupphæð í viðurkenningaskyni í lok hvers árs, en ætlast er til að fjármununum sé síðan ráðstafað til góðra málefna. Við höfum fengið slíka upphæð árum saman og við höfum meðal annars látið peningana ganga til björgunarsveitarinnar í Neskaupstað og látið fjölskyldur sem eiga í vanda vegna veikinda njóta þeirra. Áhöfnin er stolt af að geta látið gott af sér leiða með þessum hætti,“ segir Tómas.

                Sturla Þórðarson tekur undir með Tómasi og segir að stefnan sé að tryggja áframhaldandi slysaleysi um borð í Beiti. „Menn eru afar ánægðir með árangurinn og það er mikilvægt að tryggja að engin breyting verði á þessu,“ segir Sturla.

www.svn.is

07.01.2019 12:16

Bátasmiðjan Seigla flytur starfsemina til Litháen

Samkvæmt heimildum hefur verið unnið að þvi undanfarna mánuði að flytja Bátasmiðjuna

Seiglu frá Islandi til Litháen eftir á 2 brunar urðu þar með skömmu millibili og Húsið 

varð gerónýtt og starfseminni sjálfhætt að sögn Sverris Bergssonar eigenda seiglu 

er það allt á áætlun en ekki klárt á þessari stundu hvenar stafsemi hefst þar ytra

 

              ÖYLINER N-65-B með heimahöfn i BODÖ Mynd þorgeir 2016

                         ÖyLYNER N-65-B Mynd Þorgeir Baldursson 2016

07.01.2019 08:00

Fyrsta löndun Gullvers Ns 2019

     1661 Gullver NS12 landar í heimahöfn   fyrsti trú 2019 mynd þorgeir 

Í morgun landaði Gullver Ns 12 fyrsta túrnum á þessu ári   í heimahöfn 

06.01.2019 18:19

Steffan C GR -6-22

     Steffan C Gr-6-22 mynd Héðinn Mari

06.01.2019 10:39

Sindri Ve 60 á útlegð frá Eyjum

            1274 Sindri Ve 60 mynd Tryggvi Sigurðsson

05.01.2019 18:19

Sólveig Ns á Seyðisfirði

         Sólveig Ns mynd þorgeir Baldursson des 2018

05.01.2019 03:42

Kleifarberg Re 70

 

    1360 Kleifarberg Re 70 svift veiðleifi í 12 vikur

 

04.01.2019 11:30

Margrét Su196

   

         6801 margrét su 196 mynd þorgeir Baldursson 

02.01.2019 14:12

Á sjó

       Á sjó en hvar mynd þorgeir Baldursson 2-01 2019

01.01.2019 08:17

Northguider siglir á isjaka við Svalbarða

            Northguider EX Timaremiut mynd Frode Adolfsen 2018

                                 Timmiaremiut mynd Gundi á Frosta 2014

Fjór­tán Norðmönn­um var bjargað um borð í tvær þyrl­ur eft­ir að neyðarkall barst frá frysti­tog­ar­an­um Northgui­der sem sigldi á haf­ís við Sval­b­arða fyrr í dag. Tíu var bjargað um borð í fyrri þyrluna en fjór­um í seinni. Svo virðist sem all­ir sjó­menn­irn­ir hafi sloppið við meiðsl eða áverka.

Áhöfn skips­ins sendi frá sér neyðarkall fyrr í dag þar sem greint var frá því að all­ir úr áhöfn­inni væru komn­ir í flot­galla og án áverka. Í frétt Sval­b­ardsposten seg­ir að þeim hafi tek­ist að halda á sér hita þar til björg­un barst.

Um tutt­ugu stiga frost var á svæðinu og mikið rok og hafa norsk­ir fjöl­miðlar eft­ir björg­un­araðilum að aðstæður hafi verið mjög krefj­andi. Báðar þyrlurn­ar lentu síðdeg­is á flug­vell­in­um á Sval­b­arða. við þetta má bæta að skipið var i eigu Royal Grenland Pelacic með islenska yfirmenn

og var gert út á rækuveiðar á svalbarðasvæðinu og landað i Tromsö 

 

01.01.2019 02:25

Áramóta kveðja

Óska öllum þeim sem hafa heimsótt siðuna Gleðilegs Árs og friðar 

með þökkum fyrir innlitið á Árinu 

KV þorgeir Baldursson 

 

               Kaldbakur EA 1 Mynd þorgeir Baldursson 31 Des 2018

26.12.2018 12:06

Áhugaverðir timar i vændum

           1131 Bjarni Sæmundsson  RE 30 mynd þorgeir Baldursson2018
     Birkir Bárðarsson um borð i Árna Friðrikssyni RE mynd þorgeir Baldursson 

 

Niður­stöður úr loðnu­leiðangri í sept­em­ber þóttu hvorki gefa ástæðu til að gefa út kvóta loðnu í vet­ur né upp­hafskvóta fyr­ir næsta fisk­veiðiár. Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á sviði upp­sjáv­ar­líf­rík­is hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að loðnu­stofn­inn hafi varla verið lé­legri frá upp­hafi mæl­inga. Þó megi velta fyr­ir sér hvort fram und­an séu breyt­ing­ar til betri veg­ar, í kjöl­far kóln­un­ar sjáv­ar við Ísland und­an­far­in ár.

Við höf­um séð hlýn­un fyr­ir norðan land frá því í kring­um alda­mót­in, eða árin þar rétt á und­an. Síðan þá hef­ur verið til­tölu­lega hlýr sjór fyr­ir norðan land, miðað við það sem við átt­um áður að venj­ast,“ seg­ir Birk­ir.

„Á sama tíma sjá­um við þessa færslu loðnunn­ar til vest­urs og norðurs, og þetta virðist því hald­ast í hend­ur, því það er tals­vert ólíkt þeirri út­breiðslu sem tíðkaðist fyr­ir alda­mót. Loðnan virðist vilja vera á mörk­um pólsjáv­ar og hlýrri sjáv­ar, og fær­ist með þeim breyt­ing­um sem á þeim verða. Þessi hlýn­un hef­ur að minnsta kosti skapað ein­hverj­ar aðstæður sem valda því að hún fær­ir sig til norðurs og vest­urs.“

Birk­ir bend­ir á að hita­stig sjáv­ar eitt og sér eigi þó ekki all­an hlut að máli þegar kem­ur að út­breiðslu loðnunn­ar. „Auk annarra þátta hef­ur fram­boð á fæðu auðvitað líka áhrif á göng­urn­ar, þar sem hún er í fæðuleit.“

Nýliðun lé­leg á þess­ari öld

Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un.

Vart varð við kóln­un á yf­ir­borði sjáv­ar norður af Íslandi upp úr ár­inu 1960. „Þá á sér þarna stað ákveðin kóln­un, og um sama leyti eru loðnu­veiðar reynd­ar að hefjast í fyrsta sinn. Fram und­ir alda­mót virðist sem loðnu­stofn­inn sé í góðu ástandi – á þess­um kald­ari árum. En við vit­um auðvitað ekki hver staða stofns­ins var fyr­ir þann tíma, þar sem veiðar voru ekki hafn­ar.“

Vísi­tala ung­fisks í loðnu­stofn­in­um hef­ur verið lág und­an­far­in ár, og í raun hef­ur nýliðun inn­an stofns­ins reynst lé­leg flest ár sem liðin eru frá alda­mót­um. „Að sumu leyti skýrist það þó af því að ein­hver árin átt­um við í erfiðleik­um með að ná al­menni­lega utan um ung­loðnu í okk­ar mæl­ing­um. Samt sem áður má álykta að nýliðun hafi verið lé­leg flest ár á þess­ari öld.“

Aðspurður viður­kenn­ir Birk­ir að loðnu­stofn­inn hafi varla verið lé­legri en nú, frá upp­hafi mæl­inga. „Það eru kannski til­vik á ní­unda ára­tugn­um, í kring­um 1982, og svo aft­ur í kring­um 2009. En það er al­veg óhætt að segja að þetta er óvenju slæmt ástand, ef rétt reyn­ist.“

Breyt­ing­ar stofn­in­um í hag?

Birk­ir seg­ir að þegar horft sé fram á veg­inn, þá megi hugs­an­lega vænta tölu­verðra breyt­inga á næstu árum. „Við höf­um verið að sjá, fyr­ir suðvest­an og sunn­an land, að þar hef­ur sjór verið að kólna. Eins og haf­straum­arn­ir liggja þá má bú­ast við að þessi kóln­un muni að lok­um ber­ast norður fyr­ir land, á þessi svæði þar sem loðnan held­ur sig, og það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif kóln­un­in hef­ur á stofn­inn.“

Úti fyr­ir Faxa­flóa eru nú þegar far­in að sjást merki um kóln­un og minni sjáv­ar­seltu, sem get­ur verið fyrsta vís­bend­ing um að þessi kaldi sjáv­ar­massi sé að fara að ber­ast norður fyr­ir land.

„Við eig­um því mjög áhuga­verða tíma í vænd­um hvað loðnuna varðar, og út frá þeim gögn­um sem fyr­ir liggja þá er hugs­an­legt að þess­ar breyt­ing­ar verði stofn­in­um í hag. En þekk­ing okk­ar er enn sem komið er svo tak­mörkuð að það má ekk­ert full­yrða um þetta með vissu – hvað ná­kvæm­lega muni ger­ast. Það eru að minnsta kosti breyt­ing­ar í far­vatn­inu, það er það eina sem ég get sagt.“

Í máli Birk­is kem­ur einnig fram að út­breiðsla haf­íss hafi nokk­ur áhrif á göng­ur loðnunn­ar.

„Haf­ís hef­ur jafnt og þétt farið minnk­andi á þessu svæði sem loðnan held­ur sig á, og maður velt­ir því fyr­ir sér hvaða áhrif sú þróun hef­ur – og hvaða áhrif haf­ís­inn hef­ur yf­ir­höfuð á loðnuna. Við vit­um ekki mikið um það en þarna get­ur verið að eiga sér stað tölu­vert sam­spil, sem nú reyn­ir á þegar haf­ís­rönd­in fær­ist sí­fellt norðar. Meðal ann­ars hvað varðar aðgang af­ræn­ingja að loðnunni og birtu­stig, svo dæmi séu nefnd. Hugs­an­lega verður minna um það að loðnan haldi sig í grennd við haf­ís­rönd­ina.“

Ekki fylgst nógu vel með

Birk­ir tek­ur fram að auk þess að vera mik­il­væg­ur nytja­stofn sé loðnan líka mik­il­væg sem fæða fyr­ir aðrar verðmæt­ar teg­und­ir. „Hún nær­ist og vex þarna norður í höf­um, og svo með hrygn­ing­ar­göng­unni upp á land­grunnið okk­ar, þá er hún að bera hingað gríðarleg­an líf­massa sem er ómet­an­leg­ur fyr­ir vist­kerfið og þá nytja­stofna sem þar eru, eins og þorsk, ýsu, ufsa og fleiri fisk­teg­und­ir.“

Að lok­um seg­ir hann að ljóst sé að al­mennt séu mikl­ar breyt­ing­ar að eiga sér stað á hafsvæðinu um­hverf­is Ísland. „Við höf­um ein­fald­lega ekki fylgst nógu vel með, fram til þessa. Þetta eru stór verk­efni sem bíða okk­ar og þess vegna er mik­il­vægt að vera með góð tól í hönd­un­um til að tak­ast á við þau. Í þess­um efn­um þurf­um við sem Íslend­ing­ar að taka okk­ur á, efla rann­sókn­ir, bæta þekk­ingaröfl­un og virkja frek­ara sam­starf við ná­grannaþjóðir. Við þurf­um að draga fleiri með okk­ur í þetta, þar sem þessi mál­efni varða jú fleiri en okk­ur,“ seg­ir Birk­ir.

Hann von­ast þá til að til­von­andi nýtt skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, sem ætlað er að koma í stað hálfr­ar ald­ar gam­als Bjarna Sæ­munds­son­ar, muni koma að góðum not­um. „Það er mik­il­vægt að vel verði að því staðið, og að það henti okk­ar aðstæðum. Þekk­ing kost­ar pen­inga, en þekk­ing­ar­leysi er ennþá dýr­ara.“

Heimild 200 Milur mbl.is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

  •  

25.12.2018 15:58

Sildarsöltun á Seyðisfirði

  Sildarsöltun á Seyðisfirði mynd úr safni Hreiðars Valýrssonar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1823
Gestir í dag: 199
Flettingar í gær: 2206
Gestir í gær: 213
Samtals flettingar: 9072287
Samtals gestir: 1300381
Tölur uppfærðar: 21.3.2019 11:30:53
www.mbl.is