Færslur: 2020 Apríl

23.04.2020 21:53

Granit H-11-AV i Barentshafi

                    Granit H-11-AV   Mynd Eirikur Sigurðsson  2019

Granit H-11-AV á rækjuveiðum i Barentshafi  skipið er 86,2 á lengd og 16,6 á breidd

og er svipaður og Sólbergið ÓF 1 

23.04.2020 21:16

Goðafoss Kveður eftir 20 ára Þjónustu

  Goðafoss á siglingu við Reykjanes 19 Feb 2020 mynd þorgeir Baldursson 

Syst­ur­skip­in Goðafoss og Lax­foss, sem áður hét Detti­foss, hafa verið tek­in úr rekstri hjá Eim­skipa­fé­lagi Íslands.

Þetta eru tíma­mót í sigl­inga­sög­unni því þessi stærstu skip ís­lenska kaup­skipa­flot­ans hafa verið í Íslands­sigl­ing­um í 20 ár og flutt varn­ing heim­an og heim.

Ekki eru til­tæk­ar upp­lýs­ing­ar um tonna­fjölda þess varn­ings sem skip­in hafa flutt á þess­um árum.

Hins veg­ar hafa starfs­menn Eim­skips slegið á það að hvort skip hafi siglt 1,5 millj­ón­ir sjó­mílna á síðustu 20 árum.

Það sam­svar­ar nærri 70 ferðum um­hverf­is jörðina!

Skip­in tvö sem nú hverfa úr flot­an­um voru smíðuð árið 1995 hjá Örskov Sta­al­skipsværft í Frederiks­havn í Dan­mörku.

Þetta voru stærstu og jafn­framt síðustu gáma­skip­in sem skipa­smíðastöðin byggði.

Þau eru 166 metr­ar að lengd og breidd­in er 27 metr­ar. Gang­hraði er 21 sjó­míla.

Skip­in voru í sigl­ing­um fyr­ir dönsk fé­lög fyrstu árin en Eim­skip keypti þau árið 2000.

Fyrra skipið fekk nafnið Goðafoss en það seinna Detti­foss. Þau hófu strax Íslands­sigl­ing­ar.

Hafa skip­in verið í áætl­un­ar­sigl­ing­um milli Íslands, Fær­eyja og meg­in­lands­ins og auk Reykja­vík­ur hafa þau haft viðkomu á Grund­ar­tanga og Eskif­irði/?Reyðarf­irði.

 

23.04.2020 21:01

Slasaður vélsleðamaður fluttur með TF-GRO til Akureyrar

               TF GRO á Akureyri mynd þorgeir Baldursson  2020

           Vélsleðamaður fluttur á FSA Mynd þorgeir Baldursson 2020

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar,

kom slösuðum vélsleðamanni undir læknishendur á Akureyri á níunda tímanum í kvöld.

Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og björgunarsveita vegna vélsleðaslyss í Eyjafirði fyrr í kvöld. 

TF-GRO var komin á vettvang klukkan 20:20 og kom manninum undir læknishendur á Akureyri skömmu síðar

en þyrlan lenti á þyrlupallinum við sjúkrahúsið stundarfjórðungi fyrir níu.

22.04.2020 00:45

Leki að Strandveiðibát á Skagafirði

                        2833 Maró sk 33 Mynd þorgeir Baldursson 

        Magnús Jónsson og Róbert  Magnússon mynd þorgeir Baldursson 

Strandveiði bátur i eigu Magnúsar Jónssonar og Róbert Magnússonar

nafn bátsins er nokkuð sérstakt en það eru fyrstu tveir stafirnir i nöfnum eigendanna báturinn var á strandveiðum i sumar

og var gert út frá Sauðarkróki að sögn Magnúsar sem að jafnframt var skipstjóri

Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst beiðni um aðstoð frá báts­manni tíu metra langs fiski­báts á Skagaf­irði á fimmta tím­an­um í dag.

Einn var um borð og var tals­verður leki kom­inn að bátn­um.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem var á æf­ingu hélt strax áleiðis á staðinn auk þess sem sjó­björg­un­ar­sveit­ir á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar voru ræst­ar út.

Þá hafði Land­helg­is­gæsl­an sam­band við áhafn­ir fiski­skipa og báta í grennd­inni, sem og báta sem voru  lönd­un á Sauðár­króki, og óskaði eft­ir því að þær héldu á staðinn.

Áhafn­ir fiski­bát­anna brugðust skjótt við og rúm­um tutt­ugu mín­út­um eft­ir neyðarkallið voru þær bún­ar að koma fiski­bátn­um í tog og halda nú á Sauðár­krók.

Þegar þangað verður komið mun slökkvilið staðar­ins dæla upp úr bátn­um.

20.04.2020 22:03

Margret EA 710 með Kolmunna til Neskaupstaðar

          2903 Margret EA 710 mynd Guðlaugur Björn Birgisson 20 April 2020

                            Margret EA 710 mynd Guðlaugur Björn Birgisson 2020

Gert er ráð fyrir að Margrét EA komi með liðlega 2.000 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar seint í dag eða í kvöld

og litlu síðar mun Bjarni Ólafsson AK koma með um 1.850 tonn til Seyðisfjarðar.

Bjarni ólafsson Ak 70  kemur til Seyðisfjarðar i Gærkveldi Mynd Ómar Bogasson

     2909 Bjarni Ólafsson Ak mynd Ómar Bogasson 20 april 2020

 

         2909 Bjarni Ólafsson AK 70 á Seyðisfirði mynd ómar Bogasson 20  April 

      Skipverjar á Bjarna Ólafssyni AK  Mynd Ómar Bogasson 20 April 2020
            Tómas Kárasson skipst Mynd þorgeir 2019

Heimasíðan ræddi við Tómas Kárason, skipstjóra á Beiti NK,

en skipið var að toga á kolmunnamiðunum á gráa svæðinu suður af Færeyjum.

             Beitir NK 123 að hifa trollið Mynd þorgeir Baldursson 2019

„Við erum komnir með rúm 1.500 tonn og erum að fara að hífa.

Ég held að það sé mjög gott í, allavega 400 tonn,

en aflinn er ekki kominn um borð fyrr en hann er kominn um borð eins og einhver góður maður sagði.

Þetta lítur vel út hérna; gott veður og meira að sjá í dag en í gær.

Það eru mörg skip að veiðum hérna, ég held að þau séu um 50 talsins.

Hér eru grænlensk, færeysk, og rússnesk skip og svo er hér einn Norðmaður auk íslensku skipanna.

Þessi floti dreifðist í gær á um 20 mílna breitt svæði,“ segir Tómas.

Heimasiða svn 

myndir Þorgeir Baldursson

Guðlaugur Björn Birgisson 

Ómar Bogasson 

19.04.2020 21:51

Seifur á Eyjafirði i dag

                2955 Seifur  mynd þorgeir Baldursson 19 april 2020

18.04.2020 12:54

Octopus til sölu

https://www.burgessyachts.com/en/buy-a-yacht/yachts-for-sale/octopus-00006307

og verðið er 295.000.000 eur snekkjann er 126.2 m löng 21.82 á breidd 

og pláss er fyrir 26 gesti  13 klefum og er smiðuð i Lurssen 2003

heimahöfn George Town Suður Afriku en núna er snekkja i Marseille i Frakklandi 

IMO: 1007213

Name: OCTOPUS

Vessel Type - Generic: Pleasure Craft

Vessel Type - Detailed: Yacht

Status: Active

MMSI: 319866000

Call Sign: ZCIS

Flag: Cayman Is [KY]

Gross Tonnage: 9932

Summer DWT: 1680 t

Length Overall x Breadth Extreme: 126.2 x 21.82 m

Year Built: 2003

Home Port: GEORGE TOWN

Snekkjan hefur tekið þátt i fjölda rannsókna um allan heim með visindamömnnum 

Octopus „draumur vísindamannsins“
Octopus, eða Kolkrabbinn, er 126 metra löng, eða 50 til 60 metrum lengri en stærstu togarar íslenska flotans enda er hún níunda stærsta ofursnekkja veraldar

, sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða. Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar.

„Það er eins og draumur vísindamannsins. Best útbúna hafrannsóknarskip í heimi. Og svo er 56 manna áhöfn fyrir einn mann,“ segir Haraldur.

Hann hefur ferðast á því til Nýju-Gíneu og til Salomonseyja með Allen í því skyni að rannsaka jarðhita og hefur með honum skoðað eldfjöll víðsvegar um heiminn bæði að ofan og neðan.

„Svo hefur þetta skip unnið við að kanna Hood sem var stærsta herskip Breta í seinni heimstyrjöldinni. Það var skotið niður á milli Íslands og Grænlands í seinni hluta stríðsins.

Skotið niður af þýsku herskipi sem hét Bismarck. Skipið hefur nú verið fundið og Octopus hefur tekið þátt í að kanna það flak sem er á tæplega 3 kílómetra dýpi,“ útskýrir Haraldur.

Paul Allen ku einnig vera mikill áhugamaður um fornminjar neðansjávar og skipsflök.

                                      Octopus mynd af skipasölunni 

                                     Octopus mynd af skipasölunni 

                                 Ekki amalegt að borða þarna 

                               og fá sér sundsprett eftir matinn 

                  Octopus á Eyjafirði 2012 mynd þorgeir Baldursson 

17.04.2020 21:59

Kap VE 4 i slipp á Akureyri

        1742 Kap Ve 4 i slipp á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 17-4 -2020

 

 

17.04.2020 16:30

Kolmunnaveiðin gosin upp suður af Færeyjum

 

Kolmunnaveiði á gráa svæðinu suður af Færeyjum er hafin af góðum krafti.

Kolmunnaskipin köstuðu í gærkvöldi og fengu mörg hver góðan afla í fyrsta holi.

Heimasíðan ræddi stuttlega við Gísla Runólfsson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK og spurði hann hvort væri ekki bros á hverju andliti um borð.

                     2909 Bjarni ólafsson Ak 70 mynd þorgeir Baldursson 

                                            GislI Runólfsson skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK mynd Smári Geirsson 

„Jú, það má alveg segja það. Við köstuðum klukkan 10 í gærkvöldi austarlega á gráa svæðinu, drógum í 10 tíma og aflinn var 550 tonn.

Það má því alveg segja að þetta byrji vel. Við köstuðum strax aftur, erum búnir að toga í tvo tíma og þetta hol lítur líka afar vel út.

Hér um borð eru allir glaðir enda búið að bíða eftir því að veiðar hæfust.

Við fórum frá Neskaupstað fyrir 10 dögum og höfum síðan beðið eftir að fiskurinn gengi úr skosku lögsögunni og inn á gráa svæðið.

Annars er veiðin að hefjast um líkt leyti og í fyrra. Mér sýnist að veiðin hafi byrjað 14. apríl í fyrra þannig að það munar ekki miklu.

Við lítum bara á biðina eftir kolmunnanum sem góða sóttkví.

Það hafa fleiri skip verið að fá mjög góð hol. Polar Amaroq hífði 620 tonn áðan og ég held að Víkingur hafi verið með 580 tonn.

Beitir NK hífði í nótt tæplega 200 tonn eftir að hafa dregið stutt og Margrét EA var líka kominn með afla.

Mér líst afar vel á þetta. Útlitið er býsna bjart og ég held að þetta verði bara vaxandi“,segir Gísli.

Heimild Svn.is

17.04.2020 13:54

Sólberg ÓF með mettúr eftir 32 daga höfn í höfn

Sólberg ÓF með mettúr eftir 32 daga höfn í höfn

 

Það tók tvo daga að landa úr Sólbergi ÓF eftir að það kom úr mettúr úr Barentshafinu í síðustu viku. Aflinn var um 1.800 tonn upp úr sjó, mestmegnis þorskur en 20% aflans voru aðrar tegundir. Í eðlilegu árferði væri aflaverðmætið einhvers staðar í kringum 800 milljónir króna en óvissa á mörkuðum gerir alla útreikninga flókna. Túrinn tók 32 daga. Sigþór Kjartansson skipstjóri segir að hann hafi verið kláraður norður af Lófóten á hrygningasvæði þorsks.

                   Landað úr Sólbergi mynd þorgeir Baldursson 2019

Sólbergið er fullbúið frystiskip með flaka- og bitavinnslu og vatnsskurðarvél frá Völku.

Sama áhöfn er að uppistöðu á Sólbergi og var áður á Mánaberginu.

Eftir að hið fyrrnefnda var tekið í drift hefur verið farinn einn túr á ári í Barentshafið en þeir voru tveir á Mánaberginu.

Sólbergið er einn fullkomnasti frystitogari landsins með heilmikilli vinnslu um borð.

Áhöfnin telur enda 34 menn og fiskurinn er unninn í flök og hnakkastykki og aðra bita.

Ekki hafa verið framleiddir hnakkar í túrnum í Barentshafi en heilmikil framleiðsla hefur verið á heimamiðum.

Sneisafullar lestar

 

                  Lestin var full af Afurðum mynd þorgeir baldursson 

              Löndun úr sólbergi á siglufirði mynd þorgeir Baldursson 

Lestar Sólbergs taka 732 tonn af unnum afurðum og þær voru sneisafullar þegar skipið kom til heimahafnar úr Barentshafinu í síðustu viku.

Mestmegnis eru þetta þorskafurðir og eitthvað af ufsa og ýsu. Þá var skipið með bæði mjöl og lýsi, nálægt um 200 tonn.

                   Lýsistankur hifður i land mynd þorgeir Baldursson 

           Mjöli landað úr framlestinni mynd þorgeir Baldursson 

Sigþór segir að eitthvað lítilræði hafi verið eftir af kvótanum og lítið mál hefði verið að veiða hann allan. Stöðva hefði þurft  veiðarnar þar sem meira komst ekki fyrir í lest.

Sigþór og áhöfn hans var komin í langþráð frí en Sólbergið var komið á Austfjarðamið með hinni áhöfninni. Sigþór segir talsverða óvissu með verðmæti aflans. Varlegt uppgjör var gert á 90% aflans en lokauppgjör fari fram síðar. Hann segir að venjulega fari aflinn beint í gáma til útflutnings en nú horfi þannig við að birgðir hafi eitthvað safnast upp.

Allt í hægagangi

Fiskifréttir ræddu við Sigþór í lok mars þegar skipið var komið með um 1.000 tonn upp úr sjó eftir einungis um hálfan mánuð á miðunum. Sigþór segir þennan túr í Barentshafið mun betri en þann sem var farinn í fyrra. Veiði hafi verið mikil en eftirtektarvert hafi verið hve lítið var af ýsu. Það sé í samræmi við það sem Norðmenn kvarti undan þessa dagana. Talsvert hafi verið af ufsa en þorskgegndin mikil. Fiskurinn út af Lófóten hafi verið vel haldinn og fullur af loðnu.

Sigþór segir að fiskverð hafi vissulega verið hátt undanfarið. Hann segir að þrátt fyrir óvissuna á mörkuðum vegna kórónuveirunnar sé alveg ljóst að afurðirnar seljist á endanum. Hann viti til þess að eitthvað hafi meira að segja opnast fyrir sölu á ferskum fisk frá íslenskum fiskvinnslum inn á Evrópu. Allt virki þó hægar en áður og menn verði einfaldlega að sýna biðlund.

16.04.2020 11:10

ÞETTA VAR FÍNASTI TÚR

                        1661 Gullver NS 12 MYND ÞORGEIR Baldursson

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi eða 108 tonnum á Seyðisfirði eftir páskana.

Uppistaða aflans var þorskur og ýsa en einnig var nokkuð af ufsa og gullkarfa.

           Pokinn losaður um borð i Gullver mynd þorgeir Baldursson 

Frystihús Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði tók drjúgan hluta aflans til vinnslu en hluti hans fór til vinnslu á Akureyri og í Neskaupstað.

Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að nú á tímum kórónaveirunnar fari Gullver í eina veiðiferð á viku og í þessari veiðiferð hafi verið farið suður fyrir land.

„Við byrjuðum í Breiðamerkurdýpi og á Öræfagrunni og tókum þar þrjú hol.

Síðan var keyrt á Selvogsbankann og þar fengust 85-90 tonn á einum og hálfum sólarhring.

Þá var komið hrygningarstopp og Selvogsbankanum lokað. Það verður að segjast að þetta var fínasti túr“, segir Þórhallur í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Gullver NS hélt á ný til veiða í gærkvöldi.

Heimild svn.is

15.04.2020 21:00

Sólberg ÓF1

                                  2917 Sólberg ÓF1  á Austfjarðamiðum   Mynd þorgeir Baldursson 

15.04.2020 13:29

Fiskideginum á Dalvik frestað um 1 ár

             Fiskidagurinn á Dalvik 2007 mynd þorgeir Baldursson 

 

Stjórn Fiski­dags­ins mikla hef­ur ákveðið að tutt­ugu ára af­mæl­is­hátíð verði frestað um eitt ár og er fólk boðið vel­komið á 20 ára af­mælið 6. til 8. ág­úst 2021.

Ekk­ert verður af Fiski­deg­in­um þetta árið.

Eins og fram kom í gær tel­ur Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir óvar­legt að halda fjölda­sam­kom­ur í sum­ar þar sem sam­an koma fleiri en 2.000 manns. 

Tilmælin hafa áhrif á mikilvæga viðburði

Frétt af mbl.is

Til­mæl­in hafa áhrif á mik­il­væga viðburði

„Sam­an för­um við í gegn­um þetta verk­efni sem okk­ur hef­ur verið rétt upp í hend­urn­ar, ver­um áfram ein­beitt og hlýðum þríeyk­inu sem vinn­ur ásamt sínu fólki afar gott starf. Við skul­um muna að tapa aldrei gleðinni. Við kom­um sterk inn að ári og þá knús­umst við og njót­um sam­vista við fólkið okk­ar og gesti. Veriði vel­kom­in á 20 ára af­mæli Fiski­dag­ins mikla 6.-8. ág­úst 2021,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn Fiski­dags­ins mikla.

Styrkt­araðilar munu á næstu dög­um fá bréf þar sem þeim verður þakkað fyr­ir frá­bært sam­starf og þess óskað að þeir haldi stuðningi áfram á næsta ári.

14.04.2020 21:32

Kolmunnaflotinn á reki á gráa svæðinu

Íslensku kolmunnaskipin láta reka á gráa svæðinu suður af Færeyjum. Ljósm. Helgi Freyr Ólason

Íslensku kolmunnaskipin láta reka á gráa svæðinu suður af Færeyjum. Ljósm. Helgi Freyr Ólason

Heimasíðan ræddi við Tómas Kárason, skipstjóra á Beiti NK, í dag og spurðist frétta af kolmunnaveiðum.

Tómas sagði að heldur lítið væri að frétta en beðið væri eftir því að kolmunninn gengi úr skoskri lögsögu inn á hið svonefnda gráa svæði suður af Færeyjum.

„Hér eru öll skip á reki. Ég held að hér á hinu svonefnda gráa svæði séu 14 íslensk skip og hér er einnig grænlenska skipið Polar Amaroq og allmargir Rússar.

Færeysku skipin voru hér en ég held að þau séu farin í land.

Skipin eru alldreifð, en það er ekkert að gerast. Það gætu verið einhverjir dagar í að kolmunninn gangi inn á svæðið en það hafa borist fréttir af fínustu veiði innan skoskrar lögsögu.

Menn bíða semsagt eftir því að fiskurinn gangi norðureftir en hér hefur gjarnan verið byrjuð veiði um þetta leyti.

Staðreyndin er sú að þetta kemur mönnum ekkert rosalega á óvart. Það getur verið breytilegt frá ári til árs hvenær fiskurinn kemur á þessar slóðir.

Menn eru bara rólegir, fylgjast með og bíða. Það er bara ekkert annað að gera í stöðunni,“ segir Tómas.

Af svn.is

13.04.2020 21:26

Hífðu slasaðan sjó­mann um borð

 

 

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti slasaðan sjómann um borð .

 

Áhöfn­in á TF-EIR, þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sótti slasaðan sjó­mann um borð í tog­ara sem stadd­ur var um 20 sjó­míl­ur suður af Krísu­vík­ur­bergi í dag.

 

TF-EIR var kom­in að tog­ar­an­um um há­deg­is­bil og híf­ing­ar gengu vel, að því er seg­ir í til­kynn­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. 

Sig­manni var slakað niður í tog­ar­ann og var skip­verj­inn hífður um borð í þyrluna skömmu síðar. Að híf­ing­um lokn­um var flogið á Reykja­vík­ur­flug­völl þar sem sjúkra­bíll beið hins slasaða.

Þrátt fyr­ir að ekki sé grun­ur um COVID-19-smit fara áhafn­ir Land­helg­is­gæsl­unn­ar að öllu með gát og verja sig fyr­ir smiti með and­lits­mösk­um og hönsk­um eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um. 

Kolbeinn Guðmundsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var við öllu búinn.

Kol­beinn Guðmunds­son, sigmaður hjá Land­helg­is­gæsl­unni, var við öllu bú­inn. Ljós­mynd/?Land­helg­is­gæsl­an

TF-EIR var komin að togaranum um hádegisbil og hífingar gengu .

                                                                Tf Eir Mynd Landhelgisgæslan  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1490
Gestir í dag: 257
Flettingar í gær: 2121
Gestir í gær: 419
Samtals flettingar: 10566265
Samtals gestir: 1469285
Tölur uppfærðar: 4.3.2021 21:50:37
www.mbl.is