Flokkur: blogg

23.05.2007 22:01

NÝR BÁTUR TIL FLATEYRAR

Nýr bátur hefur verið keyptur til Flateyrar .Garðar IS 22 sem að er  Vikingur 800 og hét áður, Kristbjörg EA 225 útgerðarmaður er Sigurður Garðarsson ,og verður báturinn gerður út á linu .Hann er væntanlegur til heimahafnar á Flateyri i kvöld eða i fyrramálið                                     

22.05.2007 23:27

Birtingur NK 119 ex (guðmundur ólafur óf 91 )

 
Tog og nótaskipið Guðmundur Óf 91 hefur fengið nýtt nafn BIRTINGUR  NK 119 og er nú alfarið i eigu Sildarvinslunnar i Neskaupsstað. Hérna er hann með  nótina á siðunni á vetrarvertið 2001

22.05.2007 21:26

Beitir Nk 123 i pottinn i Danmörku

Eitt aflahæðsta skip landsins BEITIR NK 123 hefur verið seldur úr landi til niðurrifs og fór til Danmerkur þann 2 mai og þá eru eftir Sigurður ve 15 Vikingur ak 100 Suðurey ve 12 og Lundey ns 14 er ekki rétt munað að þeir séu allir smiðaðir eftir svipaðri teikningu

20.05.2007 18:17

Samherji hf kaupir útgerð sjólaskipa erlendis

Sjólaskip hf. og Samherji hf. hafa gert samkomulag um að Samherji hf. kaupi erlenda starfsemi Sjólaskipa hf. og tengdra félaga. Þessi félög hafa gert út 6 verksmiðjuskip og tvö þjónustuskip í lögsögu Máritaníu og Marokkó. Sjólaskip hf. eru með höfuðstöðvar á Íslandi, en með bækistöðvar á Kanaríeyjum

Sjólaskip hf. hafa gert út fiskiskip við Máritaníu og Marokkó síðastliðin 10 ár. Starfsemin hefur vaxið stöðugt og reksturinn hefur gengið vel. Við reksturinn starfa ríflega eitt þúsund starfsmenn af ýmsum þjóðernum, þ.á.m. um 80 Íslendingar.

Fiskiskipin eru áþekk að stærð og búnaði og Engey RE sem Samherji hf. keypti nýlega.
Skipin veiða einkum makríl, hestamakríl og sardínellu. Aflinn er unninn um borð en skipin eru búin öflugum vinnslubúnaði og fiskimjölsverksmiðjum. Á hverju skipi eru um eitthundrað sjómenn.


"Starfsemi Samherja hf. erlendis hefur vaxið stöðugt frá því að hún hófst árið 1994 og verður nú um 70% af okkar veltu", sagði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. "Þessi kaup eru stærsta fjárfestingarverkefni sem Samherji hf. hefur tekist á hendur.
Við þetta verða ákveðin kaflaskil í rekstri okkar, því við höfum hingað til starfað í Norður- Atlantshafi. Við höfum skoðað möguleikana þarna vel og teljum að reynsla okkar og þekking muni nýtast vel í þessu verkefni. Það er jafnframt ljóst að þessi fjárfesting kallar á skipulagsbreytingar í Samherja hf. Við erum að taka við góðum rekstri sem hefur gengið vel, vaxið og dafnað og gerum ekki ráð fyrir að miklar breytingar verði á starfseminni" sagði Þorsteinn Már.

Sjólaskip hf. hófu útgerðarrekstur í landhelgi Marokkó árið 1997. Reksturinn fór rólega af stað en hefur vaxið hratt ár frá ári. "Framsýnir, samheldnir og öflugir starfsmenn bæði á landi og sjó eiga stóran þátt í hversu vel hefur tekist að byggja upp þessa öflugu útgerð. Rekstur okkar hefur verið afar farsæll í þessu framandi og krefjandi rekstrarumhverfi", sagði Haraldur Jónsson framkvæmdastjóri Sjólaskipa hf.

Eftir þessi viðskipti eiga Sjólaskip hf. eitt skip, Delta, sem stundar veiðar í landhelgi Marokkó og landar ferskum fiski til vinnslu þar í landi.

Á heimasíðu Sjólaskipa hf. www.sjoli.is má finna frekari upplýsingar um starfsemina.Heimild .www.samherji.is

20.05.2007 13:39

Chase 550 prufukeyrsla á pollinum

Hann var ekkert smá flottur nýi CHAMPION  báturinn  hans Sævars sem að er CASE 550 þegar að hann tók hringin fyrir ljósmyndarann i bátnum er 320 Hp VOLVO PENTA  og dual pro skrúfa ganghraði á svona bát er uþb 70 mph svo að skurðurinn er enginn fyrirstaða og nú er bara að fjölga bátunum

10.05.2007 19:00

Góð veiði við Bjarnarey

Arctic Warrior


Sigurbjörn Sigurðsson ( Sibbi) skipstjóri á Arctic Warrior hringdi í mig
í dag. Þeir eru í Honningvaag að taka olíu á 45 degi veiðiferðarinnar.
Tíðarfar er búið að vera í verri kantinum 25m/s voru í gær þegar þeir
hífðu síðasta hol fyrir olíutöku. Búið er að loka heilmiklu svæði við Bjarnarey
sem gerir þeim erfitt fyrir. Komnir með 150 milljón króna aflaverðmæti
og sagðist Sibbi ætla ná 150t af flökum í viðbót áður en hann færi í land. Arctic Worrior
er í eigu dótturfélags Samherja og er gert út frá Bretlandeyjum. Willard Helgason er
1. stýrimaður þar um borð. (Mynd: Þorgeir Baldursson fengin á heimasíðu Samherja) fréttin er fengin af www.123.is/arnir og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin

10.05.2007 17:25

KARFAVEIÐI

Karfaveiði i úthafinu hefur farið rólega rólega af stað og eru nokkur islensk skip þegar farin til veiða og talsvert af erlendum skipum eru dansandi á landhelgislinunni og er jafnvel talið að þau séu milli 40 og 50 og hefur veiðin verið i kringum 1 tonn á togtimann  þessi karfi sem að guðmundur guðmundsson skipverji á Kaldbak EA heldu á var 8 KG og 77 CM á lengd

02.05.2007 23:16

FRÉTTARITARI MBL Á GÓÐRI STUND

Svona gera bara toppmenn  sagði Hafþór þegar myndin var tekin af honum i skemmunni hjá Alla Geira

25.04.2007 08:38

Héðinsfjarðargöng

Prenta fréttSenda fréttHlusta á hljóðskrá

Vatnsleki í Héðinsfjarðargöngum

Frá vinnu við Héðinsfjarðargöng

Ekkert hefur verið grafið í Héðinsfjarðargöngum, Ólafsfjarðarmegin, í um vikutíma vegna vatnsleka í göngunum.

Magnús Jónsson, verkefnastjóri hjá Háfelli, segir að ekki hafi verið búist við vatnsuppsprettu á þessum stað; frekar hafi verið búist við þessu þegar komið væri lengra inn í bergið. Því hafi starfsmenn ekki verið búnir undir vatnslekann. Vatnsmagnið nemur um 1.500 lítrum á mínútu sem er mun minna en í Vestfjarðagöngunum, segir Magnús, en of mikið til að taka við því inni í göngunum. Því er unnið að því að veita vatninu út og þétta bergið.

Magnús segir þetta þó ekki tefja verkið; reiknað hafi verið með nokkrum slíkum stoppum í verkáætlun. Göngin eru nú orðin samanlagt um 2,5 kílómetri að lengd sem er um 1/5 af heildarlengd ganganna en byrjað var að grafa síðasta haust. Grafið er á tveimur stöðum, það er frá Siglufirði og frá Ólafsfirði í átt að Héðinsfirði. Verkinu á að ljúka í árslok 2009.Heimild www.ruv.is

24.04.2007 19:06

Oddeyrin Ea 210

METTÚR 100 MILLUR

Oddeyrin EA kom til hafnar í Hafnarfirði með mettúr. Veiðiferðin hófst þegar farið var út frá Hafnarfirði þann 24. mars og fiskaðist mjög vel í upphafi og var búið að fylla lestar skipsins þann 10. apríl þegar farið var í land til að landa hluta aflans svo hægt væri að klára veiðiferðina. Í dag 24. apríl kom Oddeyrin svo í land með fullfermi öðru sinni á einum mánuði. Aflaverðmæti eftir veiðiferð sem stóð yfir í einn mánuð frá þeim tíma sem farið var frá höfn og komið til hafnar aftur er um 100 milljónir. Er þetta önnur veiðiferð skipsins síðan skipið hóf veiðar fyrir Samherja á Akureyri. Skipstjóri í veiðiferðinni var Guðmundur Freyr Guðmundsson. © www.123.is/jobbigummi

23.04.2007 23:50

GÖMLU TRÉBÁTARNIR Á UNDANHALDI

Það er synd að horfa á eftir öllum þessum gömlu góðu Eikarbátum á áramóta brennur og annas konar niðurrif  og væri nú gott að gera eins og sum hvalaskoðunnar fyrirtækin gera á húsavik að vera eingöngu með eikarbáta i sýnum hvalaskoðunnarferðum þvi að eins og  svo margir vita hafa þessi gömlu skip sál

22.04.2007 22:36

Nýtt Gullberg til Eyja

NÝTT GULLBERG  VE 292 KOM TIL VESMANNEYJA FYRIR STUTTU OG ER ÞAÐ HIÐ GLÆSILEGASTA SKIP MYNDINA TÓK ÓMAR GARÐARSSON HJÁ WWW.SUDURLAND.IS OG KANN ÉG HONUM BESTU ÞAKKIR FYRIR AFNOTIN

21.04.2007 15:37

Kaldbakur EA 1


Kaldbakur EA1 á útleið frá Akureyri fyrir skemmstu og er myndin tekin við Hjalteyri
Aflinn úr þessari veiðiferð var um 70 tonn mest þorskur

21.04.2007 12:18

Humarveiðar hafnar

Fyrsti humarfarmurinn er kominn í vinnslu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum en Gandí landaði í morgun um 40 körum af humri eða rétt um tveimur tonnum. Humarinn er frekar smár enda er ekki enn búið að opna helstu veiðisvæði humars.

Nú vinna rúmlega þrjátíu manns við humarvinnsluna í Vinnslustöðinni en samkvæmt heimildum www.sudurland er verið að skoða það að vinna á vöktum í sumar.





Ólafur Skúli Guðjónsson skipsverji á Aron ÞH 105
Gengur hér frá humarafla i lestinni .
Myndin er tekinn árið 1990,
 Aron ÞH heitir núna Stormur SH 333


16.04.2007 17:37

björgunnaræfing með kallinum

þegar mótorinn bilaði á bátnum þá er eins gott að menn hafi árarnar klárar og viti i hvaða átt skal róa fleyinu samanber bendingar skipstjórans

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 609
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 1110
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 615964
Samtals gestir: 26180
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 12:45:15
www.mbl.is