Færslur: 2008 Júlí

23.07.2008 15:20

Samherji leggur Normu Mary


                         © myndir þorgeir Baldursson 2007

Tvö af af elstu skipum Samherja komu nýlega úr sinni síðustu veiðiferð eftir langan og farsælan feril hjá félaginu. Eru þetta Norma Mary, áður Akureyrin EA-110, og Víðir, áður Apríl HF. Skipin stunduðu bæði bolfiskveiðar og ár eftir ár hafa þau verið meðal þeirra íslensku skipa sem skilað hafa mestu aflaverðmæti. 

Fram kemur á heimasíðu Samherja, að Norma Mary var fyrsta skipið sem Samherji eignaðist og eigi sér því sérstakan sess í sögu félagsins. Hún var byggð í Póllandi árið 1974 og hét Guðsteinn þegar núverandi eigendur Samherja eignuðust fyrirtækið árið 1983. Skipinu var breytt í frystitogara og var meðal þeirra fyrstu hér á landi sem útbúið var til að fullvinna og frysta afla um borð. Skipið var selt árið 2002 til dótturfyrirtækis Samherja í Bretlandi, Onward Fishing Company og nefnd Norma Mary. 

Skipið kom úr síðustu ferðinni með fullfermi eða tæplega 450 tonn af þorskflökum að verðmæti rúmlega 300 milljónir króna.  Skipstjóri á Normu Mary síðustu árin var Ásgeir Pálsson.

Togarinn Víðir hét áður Apríl HF og var keyptur frá Hafnarfirði árið 1985. Víðir var eins og Norma Mary smíðaður í Póllandi árið 1974.  Hann var lengdur og breytt í frystiskip árið 1991 og talsvert endurnýjaður árið 2002. Skipstjóri síðustu ár á Víði var Sigmundur Sigmundsson.

Samherji segir, að þessar breytingar séu liður í því að endurnýja skip félagsins og að laga skipaflota fyrirtækisins að aflaheimildum. frétt af mbl.is myndir þorgeir Baldursson

23.07.2008 10:13

Sumarfri 2008


                             © Myndir Þorgeir Baldursson

Kaldbakur EA1 kom til heimahafnar á Akureyri um miðjan dag i gær með um 90 tonn af blönduðum afla og tekur nú við 2 vikna stopp og verður timinn notaður til viðhalds skipsins og veiðarfæra brottför áætluð 5 ágúst
                         


23.07.2008 00:25

Dóri í Vörum GK 358


                   6192. Dóri í Vörum GK 358 © mynd Emil Páll 2008

23.07.2008 00:16

Jaspis KE 227


                              6762. Jaspis KE 227 © mynd Emil Páll 2008.

23.07.2008 00:12

Slippurinn


                                © MYNDIR ÞORGEIR BALDURSSON 2008
Það var talvert lif á svæði slippsins i gærdag þegar siðuritari átti leið um hafnarsvæðið og voru þar meðal annars skip sem að var lengi vel gert út á rækju bæði hérna heima og erlendis og hét lengi Helga Björg HU en heitir i dag Neptune og mun skipið eiga að vera aðsetur fyrir kafara ásamt ýmssum verkefnum tengdum þvi, svo er Tenor sem að er i eigu Nýsirs og er hann búinn að vera hérna við bryggju um ár og ekkert fararsnið á honum Hamar SH 224 var tekin upp i dráttarbrautina i gærkveldi og Klakki SH 510 var slakað niður úr flothvinni i gærkveldi svo að verkefnastaða fyrirtækisins mun vera góð um þessar mundir

22.07.2008 23:39

Háhyrningur AK 20

Ekkert veit ég annað um þetta litla horn, en að hann heitir þessu nafni og er að aftan stendur að hann sé frá Akranesi, en ekkert skipaskrárnr. er á honum.

                                  Háhyrningur AK 20 © mynd Emil Páll 2008

22.07.2008 21:47

Andvari VE


                                      Andvari ex VE 100 © Pierre Vigneau

Vegna þess að tveir aðilar komu undir myndinni af 1895. Andvara VE 100 og vildu ekki viðurkenna að hann hefði sokkið eins og stóð ofan við myndina, heldur að hann hefði verið til nokkrum árum áður og þá verið m.a. á Flæmska hattinum, birtum við nú mynd af 2211. Andvara VE 100, þ.e. þeim sem kom eftir að hinn sökk og var m.a. á Flæmska hattinum og sést hér kominn með erlenda skráningu aftur.Efri myndin er tekin á flæmska hattinum þegar ég var skipverji á Eyborgu EA 59 frá Hrisey

22.07.2008 21:13

Úreldingarbátar

                                    © Mynd þorgeir Baldursson 2008
Þessir tveir bátar  fv Halli Eggerts IS  og Isborg IS lágu við bryggju i krossanesi i dag þegar við komum i land spurningin hvað ætli verði gert við þá og  tvo togara sem að liggja i Akureyrarhöfn annasvegar Harðbak i eigu Brims og hinnsvegar Viðir i eigu Samherja

22.07.2008 12:16

Mesta þorskvinnsla landsins er í Grindavík

Mesta þorskvinnsla á landinu í Grindavík

21.07.2008  
Mesta þorskvinnsla á landinu í Grindavík

Samkvæmt upplýsingum úr skýrslu frá Hagstofu Íslands: Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2007.
sem kom út 10 júlí


Í skýrslunni kemur fram að á Suðurnesjum er landað jafnmiklum þorskafla og í öðrum landshlutum eða 27 þúsund tonn. Ýsuaflinn skiptist nokkuð jafnt á milli landssvæða en mest af honum er landað á Suðurnesjum, 16 þúsund tonnum.

Staðsetning vinnslu - hvar var aflinn unninn?
Af botnfiskaflanum voru 108 þúsund tonn (23%) unnin á höfuðborgarsvæðinu en næst á eftir koma Suðurnes með 91 þúsund tonn. Stærstur hluti þorskaflans fór til vinnslu á Suðurnesjum, 39 þúsund tonn eða 22%.
Suðurnes vinna næst mest úr magni flatfisks með 4.106 tonn og höfuðborgarsvæðið með 4.018 tonn.

2.164 tonn af skarkola voru unnin á Suðurnesjum eða 37% þess afla.

Heildaraflinn á Suðurnesjum var mest unninn í Grindavík eða 87 þúsund tonn en þar af voru 44 þúsund tonn botnfiskur og 42 þúsund tonn uppsjávartegundir. Heimild vikurfréttir.is 

Kemur þetta fram á vefnum grindavík.is

22.07.2008 00:16

Helga María AK 16

Smíðaður í Flekkefjord í Noregi 1988. Hét fyrst Haraldur Kristjánsson HF 2 og síðan Helga María AK 16.


                    1868. Helga María AK 16 © mynd Emil Páll 2008.

22.07.2008 00:05

Skátinn GK 82

Smíðaður hjá Vör hf. á Akureyri 1974. Hét fyrst Frosti ÞH 230 og síðan Helga Guðmunds ÞH 230, Helga Guðmunds RE 104, Reynir AK 18, Egill SH 195, Herdís SH 196, Ársæll Sigurðsson HF 80, Stakkaberg SH 117, Frosti SH 13, Kofri ÍS 41 og að lokum Skátinn GK 82.

                        1373. Skátinn GK 82 © mynd Emil Páll 2008.

22.07.2008 00:00

Bliki EA 12

Smíðaður í Svíþjóð 1988. En hvað varð síðan um hann?


             1942. Bliki EA 12, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósm. ókunnur.

 

21.07.2008 23:15

Dularfull skúta í óskilum

Skútan sem enginn kannast við.

Skútan sem enginn kannast við. Mynd: DV.

Mánudagur 21. júlí 2008 kl 09:49

 

"Ég hef eiginlega ekkert um málið að segja," segir Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður bæjarfélagsins Hafnar í Hornafirði, um skútuna Ely sem hefur legið við bryggju í höfninni síðan í fyrrahaust.

Enginn hefur gert kröfu í skútuna en eigandinn skuldar mikla fjármuni í hafnargjöld. Lögreglan á Höfn hefur, líkt og fleiri stofnanir ríkisins, reynt að finna eigandann en ekkert fundið. Grunur leikur á að eigandinn sé erlendur. Skútan Ely er af nýrri gerð sem kostar rúmar 20 milljónir króna að sögn fróðra manna.

Þrátt fyrir það hefur enginn vitjað skútunnar og enginn virðist vita hvaðan hún kemur eða hver á hana.  Úr dv.is

21.07.2008 07:46

Skipsstrand á Breiðafirði

 

mbl.is

Innlent | Morgunblaðið | 21.7.2008 | 05:30

Mannbjörg á Breiðafirði

 

Mannbjörg varð í gærkvöldi þegar Garpur SH, 12 tonna stálbátur frá Grundarfirði, strandaði á Flikruskeri rétt suðvestur af Reykhólum. Landhelgisgæslunni barst neyðarkall kl. 21.26. Þrír menn voru um borð. Þegar fjaraði tók bátnum að halla mikið og fór áhöfnin þá í björgunarbát.

Fljótlega kom lögregla á báti frá Skarðsströnd og tók mennina um borð. Hergilsey frá Reykhólum og fleiri bátar komu á vettvang og tókst þeim að ná Garpi lítið skemmdum af skerinu. Leki var ekki sjáanlegur, að sögn LHG, og átti að draga bátinn til Reykhóla. Gott veður var á slysstaðnum. Kom þetta fram í morgun á mbl.is

21.07.2008 00:16

971 Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25


                      © Mynd Óskar Franz
Þessa mynd tók ég síðasta sumar vestur í Súðavík,en báturinn lá þar milli tveggja báta.
En hvað ætli verði um þennan snyrtilega bát ?

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 775
Gestir í gær: 182
Samtals flettingar: 9693685
Samtals gestir: 1366392
Tölur uppfærðar: 22.1.2020 04:40:23
www.mbl.is