Færslur: 2008 Júlí

15.07.2008 23:24

Gamlir siglfirskir togarar


                  2061. Sunna SI 67  © mynd Þorgeir Baldursson 2003

                   1326. Stálvík SI 1 © mynd Þorgeir Baldursson 2004.

15.07.2008 22:24

Árbak lagt


                 2154. Árbakur RE 205 © mynd Þorgeir Baldursson 2008

Togarinn Árbakur, sem er í eigu Brims ehf., fer í sinn síðasta túr á fimmtudaginn. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þess að verið er að leggja togurum sem gerðir eru út frá Akureyri.

Karl Már Einarsson, útgerðarstjóri Brims, segir að engar aflaheimildir hafi verið fluttur frá Akureyri á þessu veiðiári, hins vegar hafi fyrirtækið flutt aflaheimildir frá Reykjavík til Ólafsfjarðar.

Eins og fram hefur komið í fréttum lýsti Konráð Alfreðsson yfir áhyggjum sínum vegna þess að verið er að leggja niður togara sem gerðir eru út frá Akureyri. Samherji lagði Víði EA á dögunum og nú stefnir í að togaranum Árbaki sem er í eigu Brims verði lagt á næstunni. Konráð sagði að samdráttur hefði orðið í útgerð á Akureyri og Brim væri búið að flytja allan kvóta suður og ekki liti út fyrir að breyting yrði þar á.

Karl Már Einarsson, útgerðarstjóri Brims, staðfesti að Árbakur fer í sinn síðasta túr á fimmtudaginn og verður honum lagt um óákveðin tíma að þeim honum loknum. Karl tók það fram í samtali við fréttastofu Útvarps að Árbakur sé ekki skráður á Akureyri heldur í Reykjavík. Hann sagði að einu aflaheimildirnar sem hefðu verið fluttar til á síðasta veiðiári væru frá Reykjavík til Ólafsfjarðar. Frá þessu var sagt á ruv.is

15.07.2008 14:55

Hvalbakur


                                            © mynd  þorgeir Baldursson 2008
Hérna má sjá skerið Hvalbak sem að er úti fyrir suðausturlandi og fyrir ofan það sést i isfisktogarann Ljósafell SU 70 sem að þarna var á útleið eftir löndun

15.07.2008 00:30

Þyrluæfing á Ísafirði


Frá þyrluæfingu á Ísafirði fyrr í sumar þar sem æfð er björgun úr björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni © mynd Halldór Sveinbjörnsson bb.is 2008

15.07.2008 00:17

Nýr Gunnar Friðriksson

                       Fyrr í sumar kom nýtt björgunarskip til Ísafjarðar og fékk það eins og það fyrra, nafnið Gunnar Friðriksson. Meðfylgjandi mynd tók Halldór Sveinbjörnsson á bb.is og sýnir bæði nýja bátinn og fyrir aftan hann sést í eldri nafna hans. Sendum við Halldóri bestu þakkir fyrir afnotin af myndinni.

14.07.2008 23:03

Víkingaskip smíðað á Þingeyri

Eftirfarandi frétt birtist nýlega í BB á Ísafirði og birtum við hana hér með heimild þeirra.

 

Víkingaskip hefur litið dagsins ljós á Þingeyri en stefnt er að því að sjósetja það um helgina. "Báturinn er klár en við eigum eftir að setja upp mastur og stýri. Segl fáum við ekki fyrr en í næstu viku og það á eftir að ganga frá ýmsu varðandi haffæri. En báturinn verður vonandi kominn í nothæft stand áður en langt um líður", segir Valdimar Elíasson skipamiður. Skipið er smíðað í tengslum við Víkingaverkefnið á Þingeyri og er ætlunin að bjóða fólki upp á siglingar á því í Dýrafirði. "Hugmyndin er að bjóða ferðafólki upp á siglingar og við munum gera prufu á því í sumar ef allt gengur eftir. Svo verður líklega farið í einhverjar ferðir á skipinu en það á eftir að ákveða það allt betur", segir Valdimar. Báturinn er 12 metra langur og þriggja metra breiður. Að sögn Valdimars tekur hann um 6 árar á hvort borð. Mun hann rúma 15-18 manns.

Smíði skipsins hefur tekið rúma fjóra mánuði en það er úr tré og smíðað á gamla mátann að fyrirmynd Gaukstaðaskipsins margrómaða. Víkingaskipið er komið undir bert loft og geta vegfarendur barið það augum á Þingeyrarodda.

Áhugamannafélagið Víkingar á Vestfjörðum hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu í menningartengdri ferðaþjónustu og til að mynda hefur verið byggt útivistarsvæði í víkingastíl við Þingeyrarodda sem er miðpunktur hinnar árlegu víkingahátíðar Dýrafjarðardaga.

Víkingar á Vestfjörðum voru stofnaðir árið 2003 til að halda utan um Gísla sögu Súrssonar verkefnið sem er eitt stærsta menningartengda ferðaþjónustuverkefnið á landinu.
                                        -----
Til að sýna skipið á sjó fengum við Halldór Sveinbjörnsson til að taka meðfylgjandi myndir og sendum við honum bestu þakkir fyrir.


    Víkingaskipið komið á sjó © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2008

    Víkingaskipið með fullum seglum © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2008.

14.07.2008 00:22

Ný Þórunn Sveinsdóttir VE 401

Newbuilding 409 - "ÞORUNN SVEINSDOTTIR"

  


Teikning af Þórunni Sveinsdóttir, samkvæmt vef stöðvarinnar.

Ný Þórunn Sveinsdóttir VE 401 er væntanleg á næsta ári frá skipasmíðastöðinni Karstensen Skibsværft A/S í Danmörku
og er nýsmíði nr. 409 frá þeirri stöð. Smíði skrokksins fer fram hjá Stal Ram S.A. í Gdansk í Póllandi, en skrokkurinn er ekki kominn til Danmerkur ennþá. Samkvæmt
því sem kemur fram á vef skipasmíðastöðvarinnar er um að ræða togara,
fyrir Ós ehf. í Vestmannaeyjum, sem er með eftirfarandi mál: 34.00-11.00-4.70-38.85

13.07.2008 23:07

Júlíana Guðrún GK 313

Aðeins neðar á síðunni er sagt frá bát sem gerður er út frá Sandgerði, þó hann sé með öllu kvótalaus. Hér birtum við mynd af bátnum sem tekin var í Sandgerðishöfn nú fyrir helgi.

                5843. Júlíana Guðrún GK 313 © mynd Þorgeir Baldursson 2008

13.07.2008 22:29

Scan Stigandi ex Stígandi VE 77

Hér sjáum við myndir af Stíganda VE 77 sem kom nýsmíðaður frá Kína til Vestmannaeyja 2002 og var síðan seldur úr landi til Kanada. Eftir þá sölu hafa verið gerðar á honum umtalsverðar breytingar sem sjást ef bornar eru saman myndirnar af honum hérlendis og í Kanada. Helstu breytingar eru að hann hefur verið lengdur úr 53,96 m í 66,30 m. og breikkaður úr 11,20 í 14,20 m. og mælist hann nú 2893 tonn brúttó en mældist áður 1448 brt.

              2422. Stígandi VE 77 kemur nýr til Vestmannaeyja   © mynd Þorgeir Baldursson 2002.

                 2422. Stígandi VE 77 © mynd Þorgeir Baldursson 2002

                            Scan Stígandi ex Stígandi VE 77 © Capnken 2008

                                Scan Stigandi © Capnken 2008.

13.07.2008 17:07

Stefnir ÍS 28 strandaði

Neðangreind frétt úr bb á Ísafirði segir frá strandi í vikunni.
Stefnir ÍS 28 sat í stutta stund á sandbakka í innsiglingu Ísafjarðarhafnar.
Stefnir ÍS 28 sat í stutta stund á sandbakka í innsiglingu Ísafjarðarhafnar.

bb.is | 08.07.2008 | 10:43
Stefnir strandaði í innsiglingunni

Stefnir ÍS 28 strandaði í innsiglingunni að Ísafjarðarhöfn er hann var að koma heim úr slipp í fyrradag. Nýmálað skipið sat í stutta stund á sandbakka við mávagarðinn svokallaðan en náði fljótlega að losa sig með aðstoð frá dráttarbátnum Sturlu Halldórssyni. Að sögn Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, var ástandið aldrei alvarlegt og engar skemmdir urðu á skipinu. "Það var dýpkað á þessu svæði fyrir tveimur árum en þarna hefur skipið bara rekist í sandbakka þannig að það var aldrei hætta á ferðum", segir Guðmundur. Að hans sögn er þetta eitthvað sem kemur fyrir af og til en í þetta skiptið hafi skipstjóri sennilega misreiknað sig lítillega með fyrrgreindum afleiðingum.

Guðmundur segir að áætlað sé að dýpka þetta svæði enn meira þegar ráðist verði í næsta stóra verkefni Ísafjarðarhafnar en það er bygging olíubryggju á svæðinu.

13.07.2008 00:13

Arnar KE 260


                 1968. Arnar KE 260, úr bókinni Ísland 1990, ljósmyndari ókunnur

13.07.2008 00:09

Júlíus Geirmundsson ÍS 270


         1536. Júlíus Geirmundsson ÍS 270, úr Ægi 1979 © mynd Leó, Ísafirði

13.07.2008 00:05

Cape La Have


                 Ekki lengur óþekktur, sjá hér að neðan. Úr bókinni Ísland 1990

12.07.2008 18:01

Kvótalaus bátur gerður út frá Sandgerði

Suðurnes: Kvótalaus bátur gerður út

Suðurnes: Kvótalaus bátur gerður út
Þorskur

Kvótalaus bátur hefur verið gerður út frá Sandgerðishöfn síðastliðinn mánuð og landað um það bil tveimur og hálfu tonni af afla. Ásmundur Jóhannsson sjómaður hefur nú róið í um mánaðartíma án aflaheimilda. Þrátt fyrir aðvaranir yfirvalda lætur hann engan bilbug á sér finna og hyggst leita til dómsvalda verði hann stöðvaður. Ásmundur segir að kvótakerfið sé hryðjuverk og vill að það verði afnumið.

Ásmundur segir að allur kvótinn hafi verið tekinn af honum þegar hann átti loðnuskipið Þórshamar og síðan hafi hann ekki þorað að kaupa kvóta þar sem hann viti í raun ekki hver réttmætur eigandi hans sé.

Hann segist hafa látið yfirvöld vita um fyrirætlanir sínar áður en hann hélt til veiða. Ásmundur segir að bréfi hans hafi verið svarað með vísunum í ótal reglugerðir um það hvað mætti og mætti ekki gera og hvað yrði gert við hann héldi hann áfram að veiða. Ásmundur segist óhræddur við aðgerðir yfirvalda.

Sagt er frá þessu á ruv.is

12.07.2008 16:45

Fróði II ÁR 38


                        2773. Fróði II ÁR 38, mynd úr Suðurland.net

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3264
Gestir í dag: 342
Flettingar í gær: 3760
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 10124167
Samtals gestir: 1401837
Tölur uppfærðar: 8.8.2020 22:30:06
www.mbl.is