Færslur: 2009 Maí

19.05.2009 20:19

Lóa SH 4


                             7088. Lóa SH 4 © mynd Emil Páll maí 2009

19.05.2009 20:13

Hildur ST 83


                            6094. Hildur ST 83 © mynd Þorgeir Baldursson 2009

19.05.2009 06:37

Þekkið þið þennan?


                             Þekkið þið þennan?  © mynd Birgir Karlsson
Ekki er síðuritari öruggur um það hvaða bátur er hér á myndinni og varpar spurningunni því til ykkar lesendur góðir. 

19.05.2009 06:26

Straumur HU 5

Bátur þessi var í upphafi smíðaður fyrir Hafnamenn í Hafnarfirði á árinu 1964 og fékk þá nafnið Straumur GK 302. Ekki var hann þó gerður þar út lengi því á öðru ári komst hann í eigu Fiskveiðasjóðs og þaðan fór hann til Neskaupstaðar þar sem hann hélt nafninu, en fékk nr. NK 20. Því næst varð það SI 222 frá Siglufirði og því næst var hann seldur til Hvammstanga þar sem hann fékk nafnið Straumur HU 5. Rak bátinn upp á Hvammstanga, en náðist út, en sökk síðan út af Skaga 3. jan. 1975 á leið í viðgerð, þá í togi varðskipsins Albert.


                                      958. Straumur HU 5 © mynd Birgir Karlsson

19.05.2009 06:19

Glaður HU 12


                                     12. Glaður HU 67 © mynd Birgir Karlsson
Um þennan bát hefur oft verið fjallað um hér á síðunni, en þá undir öðrum nöfnum og læt ég það því duga a.m.k. í bili.

18.05.2009 19:20

Ægir á Fáskrúðsfirði í dag


                  Ægir á Fáskrúðsfirði í dag © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009

18.05.2009 19:12

Sólbakur á leið í slipp í Færeyjum

Sólbakur EA 1 landaði á Eskifirði i dag um 140 tonnum af blönduðum afla og síðar i kvöld verður haldið með skipið í slipp í skipasmiðjuna í Skála i Færeyjum þar sem að stýrið verður fest á
en það mun vera farið að losna og er reiknað með einum sólahring i slippnum úti og að því
loknu verði haldið beint á veiðar.
 

               1395. Sólbakur EA 1 á Eskifirði í dag © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009

18.05.2009 14:26

Atlas, endurbyggður í Póllandi og seldur til Singapore

Togarinn Atlas sem mikið hefur verið til umfjöllunar á skipasíðum, bæði þessari og öðrum að undanförnu hefur nú verið endurbyggður í Póllandi og síðan seldur til Singapore. En það var skipasalan Álasund sem annaðist söluna á skipinu og hefur Þórarinn Guðbergsson sent þessar myndir af skipinu eins og það leit út er það kom til Póllands og eins eftir að hafa verið selt til Singapore og er honum sendar bestu þakkir fyrir.


                            Atlas, er skipið kom til endurbyggingar í Póllandi

   Álasund seldi skipið til Singapore og heitir það í dag BGP Atlas © myndir Álasund

18.05.2009 00:11

Guðfinnur


                         6353. Guðfinnur © mynd Þorgeir Baldursson 2009

18.05.2009 00:06

Grótta AK 9


                           7077. Grótta AK 9 © mynd Þorgeir Baldursson 2009

18.05.2009 00:01

Glær KÓ 9


                                7428. Glær KÓ 9 © mynd Þorgeir Baldursson 2009

17.05.2009 10:49

Þórir á heimleið


                2731. Þórir SF 77 er á heimleið © mynd af heimasíðu Skinneyjar-Þinganess
Þá er seinna nýsmíðaskip Skinneyjar-Þinganess, Þórir SF-77, lagt af stað frá Taiwan. Áætlaður komutími er eftir 7 vikur. Í áhöfn eru Ingvaldur Ásgeirsson, Friðrik Ingvaldsson, Sigurjón Steindórsson, Jóhannes Danner og Hákon Markússon. Strákarnir ætla að blogga um ferðina og er hægt að fylgjast með þeim á frissi.heidarsig.net  Kemur þetta fram á heimasíðu Skinneyjar-Þinganess

17.05.2009 00:38

Eldey KE 37


                                42. Eldey KE 37 © mynd Snorri Snorrason
Smíðaður hjá Bolsones Verft í Molde í Noregi 1960 og kom í fyrsta sinn til Keflavíkur 8. des. 1960.
Ekki er saga bátsins löng því hann bar aðeins þetta eina nafn og sökk 60 sm. SSA af Dalatanga aðfaranótt 23. okt. 1965.

17.05.2009 00:32

Gullþór KE 85


                                      608. Gullþór KE 85 © mynd Snorri Snorrason
Smíðaður í Fredrikssund, Danmörku 1931, lengdur í Vestmannaeyjum 1953.
Nöfn: Muninn GK 342, Ísleifur ÁR 4 og Gullþór KE 85. Talinn ónýtur vegna fúa 20. jan. 1982 og brenndur út í Helguvík 5. feb. 1982.

17.05.2009 00:21

Jón Guðmundsson KE 4


                              616. Jón Guðmundsson KE 4 © mynd Snorri Snorrason
Þessi bátur er enn til, tæplega 50 ára gamall. Hann var smíðaður hjá Schlichting Werft í Lubeck-Travemunde í Vestur-Þýskalandi 1960 og kom í fyrsta skipti hingað til lands og þá til Keflavíkur í mars 1960.
Bátinn rak upp í kletta í Eyrarbakkahöfn´1. jan. 1975 og stórskemmdist. Var honum bjargað af Björgun hf. og endurbyggður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. 1975-1976.
Nöfn: Jón Guðmundsson KE 4, Ísleifur ÁR 4, Askur ÁR 13, Guðbjörg ST 17, Laufey ÍS 251, Dagur SI 66, Egill BA 77, Stefán Rögnvaldsson EA 345 og Stefán Rögnvaldsson HU 345.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 668
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1385
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 604872
Samtals gestir: 25466
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 07:21:02
www.mbl.is