Færslur: 2009 Maí

22.05.2009 13:20

Sjöfn VE nú Ramóna ÍS og eldri Ramóna seld til Noregs

Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Ferðaþjónustunnar Grunnavík ehf., hefur fyrirtækið keypt Sjöfn VE 37 og gefið nafnið Ramóna ÍS 840. Eldri Ramóna hefur verið seld til Bergen í Noregi og er kaupandi maður að nafni Öyvind, en hann keypti tvo báta hérlendis og munu þeir sigla fljótlega til Noregs þar sem þeir verða gerði út á netaveiðar. Hinn bátuirnn sem hann keypti er frá Ólafsvík, og er svipaður eldri Ramónu, en þó minni, að því er fram kemur á heimasíðunni.


                                                    1852. Sjöfn VE 37

                                              1852. Ramóna ÍS 840

   1900. Ramóna ÍS 290, sem nú hefur verið seld til Noregs © myndir Emil Páll maí 2009

22.05.2009 00:29

Aðalbjörg RE 5


                                     265. Aðalbjörg RE 5 © mynd Birgir Karlsson

22.05.2009 00:20

Grímsey ST 2 og hákarl


                                                      741. Grímsey ST 2

                             Hákarl hífður í land © myndir Birgir Karlsson

21.05.2009 23:37

Sjómannadagsskemmtun í Sjallanum

Sjómannadags skemmtun í Sjallanum

Efnt verður til skemmtunnar í Sjallanum 6 júní

Húsið opnar kl 19:00 með Fordrykk að hætti húsins

Forréttur

Humarsúpa Sjallans

með mango keim og svörtum sesam ásamt kryddbrauði

aðalréttur

Lambafillet

Sinneps og pestóhjúpað, bökuð kartafla, rauðlaukssulta, klettasalat og rauðvínssósa

Desert

Súkkulaði kaka

Heimagerð þétt súkkulaðikaka með hnausþykku kremi, karamellusósu og rjóma

Veislustjóri sér um að halda uppi skemmtilegri dagskrá yfir matnum og nú er komið að ykkar áhöfn að setja saman skemmtilegt atriði og troða upp á sviði Sjallans.

Hljómsveit Allra landsmanna Stuðmenn sjá um stuðið langt fram á nótt

Verð Matur og Dansleikur 6700.kr

Skráning og upplýsingar hjá Sigga Þorsteins í síma 898-3335 og siggidisco@gmail.com

 

21.05.2009 23:01

Netaveiðar á Steinunni RE 32


                                                  50. Steinunn RE 32


                                                    © myndir Birgir Karlsson 1974

21.05.2009 17:19

Myndasyrpa úr góðra veðrinu í Sandgerði í dag

Eftirfarandi syrpa var tekin á hálfri klukkustund nú síðdegis í góða veðrinu í Sandgerði.


                                                   2106. Addi afi GK 97

                                                    7105. Alla GK 51

                                              7426. Faxi GK 84

                                               7190. Fiskines KE 24

                       6856. Jón Hildiberg RE 60 © myndir Emil Páll maí 2009

21.05.2009 17:17

Hrefnuveiðiskipið Jóhanna ÁR 206


                Hrefnuveiðiskipið 1043. Jóhanna ÁR 206 © mynd Emil Páll maí 2009

21.05.2009 00:58

Ísgoggar og Magnús KE 46


Erling Brim Ingimundarson stendur framan við rekka með fiskigoggum og

heldur á bauju sem hann hefur framleitt ©  mynd Emil Páll.

        

 Sérhæfð þjónusta

 

Að Bakkastíg 12 í Njarðvík, rekur Strandamaðurinn Erling Brim Ingimundarson litla handverksframleiðslu undir nafninu Ísgoggar. Hér er um að ræða mjög sérhæft fyrirtæki sem framleiðir fiskigogga og ýmis önnur áhöld fyrir fiskiskip, sem síðan eru seld í helstu veiðafæraverslunum landsins. Að auki framleiðir hann kústsköft, plasthrífur, kantskera, malbikssköfur, sandsköfur, strákústa, baujur, sökkur fyrir handfærabátanna og margt annað s.s. leikföng í formi gömlu trébílanna, dúkkuvagna, merkjahæla o.fl.

 

Lenti í slysi

Þetta 10 ára gamla fyrirtæki hefur getið sér gott orð á þessu sviði, en hvað olli því að hann fór út í þessa framleiðslu. Gefum Erling orðið.

"Ég var búinn að vera til sjós frá því að ég var strákur, átti eigin bát frá 16 ára aldri og ákvað að flytja til Suðurnesja. Þar gerðist ég pípulagningamaður en lenti þá í alvarlegu umferðarslysi á Reykjanesbraut. Leiddist mér aðgerðarleysið og eftir nokkurn tíma hugsaði ég minn gang og þetta varð niðurstaðan".

Hóf Erling rekstur í litlum bílskúr, með því að kaupa lítið fyrirtæki á þessu sviði og eftir þrjú ár í bílskúrnum flutti hann að Bakkastíg 12 í Njarðvík þar sem hann rekur fyrirtækið.

 

Selt víða

Viðskiptavinir fyrirtækisins eru sölu- og þjónustuaðila útgerðar s.s. Veiðafæraþjónusta Grindavíkur, Ísfell, N1, Olís o.fl.

Vöxtur fyrirtækisins hefur þróast hratt og hefur verið nóg að gera a.m.k. yfir vetrarvertíðina.

 

 Fyrir handavinnu

Þeir sem stunda handavinnu ýmiskonar s.s. að búa íkonamyndir eða ramma með servíettum geta fengið hjá Ísgoggum ramma fyrir það áhugamál og sama má segja með ýmislegt smádót sem það vanhagar um, oft leysir Erling gátuna. Ættu því þeir sem áhuga hafa á slíkur að slá á þráðinn í síma 893-7269.

 

Magnús KE 46

Auk þess að reka þetta litla fyrirtæki hefur Erling alltaf átt bát eða frá 16 ára aldri eins og fram kom hér á undan.

Síðustu 6 árin hefur hann átt Magnús KE 46, sem sennilega er einn af síðustu Bátalónsbátunum sem svo voru kallaðir, sem enn er til í upprunalegri mynd. Þessi bátur er þó frábrugðinn að einu leiti, því hann var smíðaður með álhúsi að ósk kaupanda. Fram að þessu hefur Erling þó aðallega notað bátinn í tómstundum.

 

 

1381. Magnús KE 46 sem er í eigu Erlings og er einn af síðustu Bátalónsbátunum sem enn eru til í upphaflegri mynd  © mynd Erling Brim Ingimundarson

20.05.2009 23:14

Slippurinn i Skála Færeyjum



 
                 Sólbakur EA 1 Myndir þorgeir baldursson  2009
Sólbakur EA 1 kom til hafnar i Skálum i Færeyjum i morgun vegna bilunnar i stýrisbúnaði dokkin sem að skipið er i er um 105 metrar á lengd og 20 á breidd
og á mynd no 2 má glögglega sjá hvernig frændur okkar hafa sprengt útúr berginu til að koma flothvinni fyrir þar á mynd no 3 sérst stykkið sem að er
bilað og munu birtast myndir af svæðinu næstu daga

20.05.2009 18:37

Logi GK 121


                                 330. Logi GK 121 © mynd Emil Páll 2009

20.05.2009 18:32

Litli Jón KE 201


                               1563. Litli Jón KE 201 © mynd Emil Páll 2009

20.05.2009 15:59

Ný Cleopatra til Hornafjarðar


        2784. Haukafell SF 111, ný Cleopatra sem Trefjar hafa smíðað og selt til Hornafjarðar © mynd Trefjar ehf., 2009

Nú í vikunni var afhentur nýr Cleopatra bátur frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.  Að útgerðinni stendur Guðmundur Eiríksson.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Haukafell SF 111. Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu. Nýji báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Báturinn er útbúinn 4stk DNG handfærarúllum. Í bátnum er vökvakerfi tilbúið til línuveiða.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6HE1TCX 370hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12-14stk 380lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Setkrókur er í lúkar og stólar fyrir skipstjóra og háseta í brú.

Báturinn er annar í röðinni af fjórum sem Trefjar hafa smíðað af þessari gerð nú í vor. Sá fyrsti Ólafur HF- 51 er nú í sýningarferð hringinn í kringum landið.

20.05.2009 00:01

Gamlar sjómannamyndir








                                        © myndir Birgir Karlsson

19.05.2009 22:18

Auðbjörg HU 6 í dag

Í framhaldi af umræðu um Auðbjörg HU 6 hér neðar á síðunni sendu Herdís og Árni Geir okkur þessar myndir af bátnum eins og hann lítur út í dag í slippnum á Skagaströnd. Sendum við kærar þakkir fyrir myndaafnotin.




        656. Auðbjörg HU 6 í slippnum á Skagaströnd um þessar mundir © myndir Árni Geir

19.05.2009 20:54

Regina Del Mar - lúxusfley í hvalaskoðun

Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding sem gerir út m.a. hvalaskoðunarskipin Hafsúlan og Elding, hefur tekið á leigu danska lúxussnekkju, sem þeir kalla Glimmerfleyið og bjóða upp á lengri ferðir, þar sem í boðið er allskonar lúxus. Hér sjáum við skipið sem heitir Regina Del Mar við bryggju í Njarðvík í dag.






                  Regina Del Mar í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll maí 2009

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 2831
Gestir í gær: 155
Samtals flettingar: 627808
Samtals gestir: 27615
Tölur uppfærðar: 10.5.2024 02:55:35
www.mbl.is