Færslur: 2009 Mars

10.03.2009 00:00

Afmæliskveðja


               Emil Páll Jónsson © mynd Þorgeir Baldursson

Hann Emil Páll Jónsson er 60 ára  i dag 10. MARS og að þvi tilefni vill siðueigandi óska honum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga. Hann verður að heiman á afmælisdaginn.  
mbk þorgeir Baldursson

09.03.2009 13:26

Skíðasvæðið í Oddskarði og frá Eskifirði í morgun

Hér sjáum við skemmtilegar myndir sem Þorgeir Baldursson tók í morgun af og við skíðasvæðið í Oddsskarði og af Sólbaki á Eskifirði.


          Hér sjáum við mynd tekna úr Oddsskarði í morgun og sýnir niður á Eskifjörð

                                      Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði                                  Frá Eskifirði í morgun og  sjáum við m.a. Sólbak EA 1 © myndir Þorgeir Baldursson

09.03.2009 00:00

Reykjavíkurhöfn
                                      Reykjavíkurhöfn 2009 © myndir Emil Páll
Hér birtum við átta mynda syrpu sem eiga þær sameiginlegt að vera teknar úr Reykjavíkurhöfn. Fimm myndanna eru einhverja áratuga gamlar og koma úr safni Tryggva Sigurðssonar, en þrjár myndanna eru aðeins nokkra vikna gamlar og tók Emil Páll þær.


    Fimm nokkra áratugar gamlar myndur úr Reykjavíkurhöfn ©  myndir úr safni Tryggva Sig.

08.03.2009 16:59

Beisi EA 19

Sævík ehf. hefur keypt Huld EA 70 frá Akureyri og ber hann nú nafnið Beisi EA 19 og er með heimahöfn á Dalvík. Sjáum við hér mynd sem Þorgeir Baldursson tók af honum meðan hann bar nafnið Huld.


                    2339. Beisi EA 19 ex Huld EA 70 © mynd Þorgeir Baldursson 2007

08.03.2009 15:18

Min hlið málsins


                                          Ægir © Mynd Þorgeir Baldursson
                       ©   Ægir og Guðmundur ST Valdimarsson Mynd þorgeir Baldursson

Hérna kemur min hlið málsins þegar Sólbakur EA 1 og varðskipið Ægir mættust i minni Reyðarfirði
á dögunum og stöðum við á sitthvorum BB vængnum og mynduðum  skip hvors annars og okkur að störfum

         

08.03.2009 00:33

Þorri VE 50


                                        464. Þorri VE 50 © mynd Emil Páll

08.03.2009 00:29

Óskar SK 131


                                  1081. ex Óskar SK 131 © mynd Emil Páll

08.03.2009 00:25

Ósk KE 5 og Maggi Jóns KE 77


                    1855. Ósk KE 5 og 1787. Maggi Jóns KE 77 © mynd Emil Páll

08.03.2009 00:19

Maron, Reynir, Sægrímur og Grímsnes


    Netabátarnir fjórir sem fyrirtæki Hólmgríms Sigvaldasonar gera út. F.v. 363. Maron GK 522, 733. Reynir GK 355, 2101. Sægrímur GK 525 og 89. Grímsnes GK 555 © mynd Emil Páll

08.03.2009 00:12

Arnarberg og Stafnes


                                         1135. Arnarberg ÁR 150

                                                964. Stafnes KE 130

          1135. Arnarberg ÁR 150 og 964. Stafnes KE 130 í Njarðvík © myndir Emil Páll

07.03.2009 19:20

Hrönn ÍS sökk í dag

Hrönn sökk í höfninni en við hana var bundinn báturinn Jón forseti. Skera þurfti hann frá svo hann sykki ekki líka.
Hrönn sökk í höfninni en við hana var bundinn báturinn Jón forseti. Skera þurfti hann frá svo hann sykki ekki líka.
Hrönnin nær sokkin.
Hrönnin nær sokkin. © Sigurjón J. Sig.

mbl.is | 07.03.2009 | 18:58 Hrönn ÍS sökk í Ísafjarðarhöfn

Eikarbáturinn Hrönn ÍS sökk í höfn Ísafjarðarbæjar síðdegis í dag og voru björgunarsveitir kallaðar út til að reyna að forða tjóni. Annar bátur var bundinn við Hrönnina, þar sem hún lá við bryggju. Talið er að botnloki hafi farið og að flætt hafi inn í bátinn, að sögn viðmælenda fréttaritara Morgunblaðsins, sem fór á vettvang. Skera þurfti hinn bátinn, Jón forseta, frá Hrönn til að forða því að hann sykki með henni. Björgunaraðgerðum er lokið í dag, en ekki er talið að tiltakanlegt tjón hafi orðið á Jóni forseta. Hrönnin liggur hins vegar enn á botni hafnarinnar og verður líkast til ekki hreyfð fyrr en eftir helgina, að sögn lögreglunnar á Ísafirði.
Hrönn hefur ekki verið í mikilli notkun að undanförnu, og er því ekki um að ræða rekstrartjón vegna þess hvernig fór, heldur einungis tjón vegna skemmda á bátnum sjálfum, sem telja má þó að verði umtalsvert. Heimild:  Sigurjón J. Sigurðsson. bb.is

07.03.2009 17:23

Sjómannslíf, sjómannslíf

Þessa frétt úr vf.is birtum við hér með heimild þeirra vf.manna


Fréttir | 7. mars 2009 | 17:16:45
Sjómannslíf, sjómannslíf...

Eins og við greindum frá fyrr í dag hér á vef Víkurfrétta tóku fréttamenn VF púlsinn á sjómönnum við Grindavíkurhöfn síðdegis í gær þegar bátarnir steymdu að landi með björg í bú. Eins og fyrr segir var Erling KE með góðan afla en þeir hafa verið að eltast við ufsa um allan sjó.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi þegar Aðalbjörg RE og Geirfugl GK komu að landi í Grindavík. Í fjarska má svo sjá Gnúp GK á útleið.
Nánar um sjómannslífið í Grindavík í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni ÍNN næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 21:30.

Myndir: Hilmar Bragi.

Hér er svo fyrri fréttin sem þeir á vf.is birtu og hafa heimilað okkur að endurbirta


Fréttir | 7. mars 2009 | 11:47:49
Erling með góðan ufsaafla
- góð veiði víða í blíðunni og hásetahluturinn yfir milljón á mánuði

Erling KE 14 kom til Grindavíkurhafnar síðdegis í gær með á þriðja tug tonn af vænum ufsa. "Þetta hefur gengið vel í vetur, gott veður og fínn afli en við höfum nær eingöngu verið í ufsa eftir áramót," sagði Hafþór Þórðarson, skipsstjóri, þegar tíðindamenn Víkurfrétta hittu Erlingsmenn við löndun í Grindavík.

Það var gott hljóð í strákunum í lönduninni enda hefur veiðin gengið vel og kaupið gott í kreppunni. Hásetarnir á Erllingi hafa verið með yfir milljón á mánuði í janúar og febrúar þó þeir hafi verið að veiða ufsa sem hefur ekki alltaf verið efstur á vinsældalistanum. Hann hefur nefnilega verið mun verðminni en sá guli en Erlingsmenn veiddu þorskinn í haust og til jóla. Vegna verðfalls á honum hefur ufsinn verið fyrir valinu því hann hefur haldið verðgildi sínu á meðan sá guli hefur hríðfallið í verð í heimskreppunni. Áður var ufsinn um 30% af verði þorsks en nú hefur sá munur minnkað mikið og munar nú aðeins um helming á þessum tegundum.
"Þetta er góður hópur og það er fín stemmning og samstaða um borð. Við heyrum ekki allar leiðinlegu fréttirnar úti á sjó og það er bara fínt. Það hefur oft verið gott að vera sjómaður, ekki síður núna," sögðu strákarnir sem voru hinir hressustu í lönduninni í Grindavík.

Víkurfréttamenn voru líka með sjónvarpsvélina við löndunina og við sýnum innslag frá lönduninni og viðtal við Hafþór skipsstjóra í sjónvarpsþætti VF á ÍNN næsta fimmtudag.

Fleiri bátar komu til hafnar í Grindavík í gær í blíðunni.

Vænn ufsaafli. Erling var með um 30 tonn, um sjötíu svona kör, full af vænum ufsa.

Þeir voru hressir skipverjarnir á Erlingi í gær enda kaupið gott í kreppunni.

Hafþór skipper í brúnni, sæll og glaður með sína menn sem gera það gott þessa dagana.

Það var góð stemmning í höfninni í blíðunni, bátar að koma og fara.

VF-myndir/pket.

07.03.2009 12:31

KALDBAKUR EA 301 kominn aftur

Nafnið Kaldbakur EA 301 er aftur komið í gang, en á nokkuð minna skipi en áður. Eigandi nafnsins í dag er Víðir Benediktsson á Akureyri sem tók þessa mynd og sendi okkur.


                            6329. Kaldbakur EA 301 © mynd Víðir Benediktsson

07.03.2009 11:24

Bátasölur og nafnabreytingar

Á undanförnum vikum hefur verið þó nokkuð um bátasölur og/eða nafnabreytingar og segjum við hér frá fimm slíkum og birtum myndir af fjórum þeirra skipa sem hlut eiga að máli.

Sá sem við erum ekki með handbæra mynd er 2085 Guðrún GK 69 sem í haust var seld til Reykjanesbæjar og síðan aftur seld nú nýverið og þá til Siglufjarðar, en kaupandi er Útgerðarfélagið Nesið ehf.


     1767. Keflvíkingur KE 50 hefur verið seldur Happa ehf. og hafa þeir skráð bátinn sem Happasæll KE 94

        1920. Máni GK 109 hefur verið seldur til Akureyrar og er kaupandi Doddi Ásgeirs ehf.

                            2110. Monica GK 136 hefur nú fengið nafnið Dísa GK 136

  1146. Siglunes SH 22 nú SH 36 hefur verið selt til Siglufjarðar og er kaupandi Ráeyri ehf. © myndir Emil Páll

07.03.2009 00:21

Bjarmi II EA 110


                              237. Bjarmi II EA 110 © mynd Snorri Snorrason

           237. Bjarmi II EA 110 á strandstað á Loftstaðarfjöru austan við Stokkseyri, en þar strandaði hann 6. mars 1967. Náðist hann út og er enn í útgerð © mynd úr safni Tryggva Sig.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2044
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 3118
Gestir í gær: 236
Samtals flettingar: 10238959
Samtals gestir: 1424858
Tölur uppfærðar: 1.10.2020 04:21:35
www.mbl.is