Færslur: 2009 Október

19.10.2009 21:45

Ein gömul úr Keflavíkurhöfn


   Fylkir KE 30 og fleiri bátar í Keflavíkurhöfn um miðbik síðustu aldar © mynd úr safni Emils Páls en ljósmyndari ókunnur.

19.10.2009 11:24

Tveir Akureyrarsmíðaðir með nýju nafni: Salka GK 79 og Ýmir BA 32


         1438. Salka GK 079, í Keflavíkurhöfn í morgun, en Grétar Mar Jónsson á von á að leggja netin í kvöld © mynd Emil Páll í dag 19. okt. 2009

Þessir tveir bátar sem í morgun birtust báðir með ný nöfn, eiga það sammerkt að vera smíðaðir á Akureyri, annar 1975 en hinn 1977 og hafa báðir sama smíðanúmerið þó hjá sitt hvorri skipasmíðastöðinni sé.

Salka er með smíðanr.9 hjá Gunnlaugi og Trausta sf og var afhentur nýr í lok júlí 1975, en Ýmir  hefur sama smíðanr.þ.e. nr. 9 en hjá Vör hf. á árinu 1977.


    1499. Ýmir BA 32 kemur inn í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll 19. okt. 2009

19.10.2009 10:25

Ýmir BA 32 - glæsilegur bátur

Þeir voru margir sem hneyksluðust yfir því hvernig Ígull HF 21 leit út, en þegar sami bátur kom út úr húsi í Njarðvíkurslipp í morgun sem Ýmir BA 32, mætti halda að um allt annan bát væri að ræða. Hér sjáum við myndir af honum áður en hann fór í slipp og eins og hann lítur út í dag.


    1499. Ígull HF 21, er hann var tekinn upp í Njarðvíkurslipp fyri nokkrum vikum © mynd Emil Páll  1. okt. 2009


  Ótrúlegt en þó sami bátur með nýju nafni:  1499. Ýmir BA 32, í Njarðvíkurslipp í morgun © mynd Emil Páll í dag 19. okt. 2009

19.10.2009 08:47

Tungufell BA 326 / Jóhann Gíslason ÁR 52


          1067. Tungufell BA 326 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson


                1067. Jóhann Gíslason ÁR 52, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1992

Smíðanr. 59 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S í Harstad, Noregi 1968.

Tekinn af skrá 13. nóv. 1992 og talinn ónýtur. Var þá lagt við bryggju í Þorlákshöfn, en síðan siglt til Ghana í Afríku og gert þar út af Erni Traustasyni o.fl. og þar var skipið á árinu 2000 er það var aftur sett á skrá hér á landi. Eftir að hafa legið í meira en eitt ár í Njarðvíkurhöfn var það selt á nauðungaruppboði sumarið 2003 og komst þá í eigu íslensk skipstjóra á millilandaskipi í Noregi, sem taldi sig hafa selt það til Afríku í september 2003, en salan gekk til baka og stóð þá til að gera skipið út á netaveiðar frá Reykjavík. Þann 30. nóv. 2005 var skipið aftur selt á nauðungaruppboði og komst þá í eigu Reykjaneshafnar og lá um tíma í Njarðvíkurhöfn, eða til 28. nóv. 2006 að það var tekið upp í Njarðvíkurslipp, þar sem Hringrás hf. tætti það niður í brotajárn.

Nöfn: Tungufell BA 326, Tungurfell BA 325, Jón á Hofi ÁR 42, Jóhann Gíslason ÁR 42, Jóhann Gíslason ÁR 52, Jóhann Gíslason og aftur Jóhann Gíslason ÁR 42 og Gunnþór GK 24.

19.10.2009 08:37

Táknfirðingur BA 325 / Tákni BA 123


               853. Táknfirðingur BA 325 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson


              853. Tálkni BA 123 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson

Sm. hjá skipasmíðastöðinni Gebr. Schurenstedt KG í Bardenfleth í Þýskalandi 1956 eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar.

Báturinn stóð uppi í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. í Hafnarfirði, í fjölda ára og var afskráður sem fiskiskip árið 2005 og síðan tættur niður í stöðinni 25. mars 2008.

Nöfn: Tálknfirðingur BA 325, Stakkur VE 32, Stakkur ÁR 32, Andri SH 21, Tákni BA 123, Tálkni GK 540, og Sandvík GK 325.

19.10.2009 08:26

Tálknfirðingur BA 325


                       1534. Tálknfirðingur BA 325 © mynd úr Flota Táknfirðinga


         1534. Tálknfirðingur BA 325 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson
          1534. Tálknfirðingur BA 325 © mynd úr Flota Táknafirðinga, Brynjar Olgeirsson

19.10.2009 00:00

Ghana
                                                          Túnaskip


                                                     Höfnin í Tema


                                      Úr höfninni © myndir Svafar Gestsson

18.10.2009 21:18

Jakob Einar SH 101


    1436. Jakob Einar SH 101, við slippbryggjuna í Stykkishólmi © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Smíðanr. 1 hjá Vélsmiðjunni Herði hf. í Sandgerði 1975, eftir teikningum Bolla Magnússonar. Báturinn var fyrsti stálbáturinn sem smíðaður var á Suðurnesjum. Smíðin stóð í raun yfir frá 1972, en báturinn var sjísettur 17. júlí 1975 og afhentur í sama mánuði. Hann var upphaflega smíðaður fyrir Matvælaiðjuna hf. á Bíldudal, en þeir hættu við, áður en smíði lauk. Afturþilfar var hækkað 1987.

Nöfn:  Hamraborg SH 222, Hamraborg GK 35, Jón Pétur ST 21, Snæbjörg ÓF 4, Snæbjörg HF 277, Snæbjörg BA 11, Snæbjörg ÍS 43, Snæbjörg Hu 43, Jakob Einar ST 43 og núverandi nafn er Jakob Einar SH 101.

18.10.2009 17:01

Askja

   
               1690. Askja, á Patreksfirði © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson

18.10.2009 16:58

Esja


              1150. Esja, á Patreksfirði © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson

18.10.2009 14:25

Andrea KÓ 66


           6002. Andrea KÓ 66, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson 12. okt. 2009

18.10.2009 14:22

Búi BA 230


                  6777. Búi BA 230 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, sjostong.is

18.10.2009 11:13

Vesturborg GK 195 / Valdimar GK 195


    2354. Vesturborg GK 195, kemur í fyrsta sinn til hafnar á Íslandi og þá til Njarðvíkur © mynd Emil Páll 11.apríl 1999


                   2354. Valdimar GK 195, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll 2009

Smíðanr. 73 hjá NDE Nordivlid í Noregi 1982. Lengdur og endurbyggður 1997. Kaupsamningur hingað til lands var undiritaður í feb. 1999 og fór skipið fyrst á veiðar og kom í fyrsta sinn til Njarðvíkur úr vikuveiðiferð 11. apríl 1999.

Nöfn: Bommelgutt, Aarsheim Sentor M-10-HO, Vestborg M-500, Vesturborg GK 195 og Valdimar GK 195.

18.10.2009 10:59

Vonin II VE 113 / Vonin II ST 6


                                   910. Vonin II VE 113 © mynd Snorri Snorrason


                             910. Vonin II ST 6, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1988

Smíðaður hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja hf. 1943. Yfirsmiður var Gunnar Marel Jónsson. Rak upp í fjöru innanvert í Sandgerði 17. feb. 1943, náð út aftur. Talin ónýt 21. nóv. 1991, bútaður niður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 5. nóv. 1992 og brenndur á áramótabrennur ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992.

Nöfn: Vonin II VE 113, Vonin II GK 113, Vonin II SH 199, Vonin II SF 5, Vonin II ST 6 og Vonin II GK 136.

18.10.2009 10:49

Þorsteinn EA 15 / Þorsteinn GK 15


                         926. Þorsteinn EA 15 © mynd af teikningu úr safni Emils Páls


                                    926. Þorsteinn GK 15 © mynd Jón Páll í apríl 2008

Sm. hjá O. V. Ossen Falkenberg í Svíþjóð 1946. Endurbyggður nánast frá grunni í Njarðvík.

Nöfn: Þorsteinn EA 15 og Þorsteinn GK 15. Hefur að mestu verið gerður út frá Raufarhöfn  og öðrum höfnum á norð-austurlandinu frá árinu 1970 og er enn í útgerð.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 515
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 1719
Gestir í gær: 174
Samtals flettingar: 10112426
Samtals gestir: 1400590
Tölur uppfærðar: 4.8.2020 05:18:07
www.mbl.is