Færslur: 2012 Júlí

29.07.2012 18:10

I leit að HMS Hood

                     Ockopus á Eyjafirði i ágúst 2010 © Mynd þorgeir Baldursson

             félagarnir Paul Allen til hægri mynd af mbl.is 

                                  HMS  Hood mynd af mbl.is

                                  HMS Hood mynd af mbl.is

Milljarðamæringurinn Paul Allen mun rata í enn eitt ævintýrið á næstu vikum. Allen mun sigla lystisnekkju sinni Octopus  í samfloti við konunglega breska sjóherinn að flaki skipsins HMS Hood þegar Ólympíuleikarnir í Lundúnum renna sitt skeið á enda.

Orrustuskipið HMS Hood var skotið niður af þýska herskipinu Bismarck árið 1941. Skipið er það stærsta á vegum breska sjóhersins sem tapað hefur í orrustu á sjó, en alls 1.415 manna áhöfn drukknaði þegar skipið sökk. Hood sökk í hinu ískalda Danmerkusundi milli Grænlands og Íslands. 

Samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun The New York Post um málið leggur sjóherinn upp í rannsóknarleiðangur með það að markmiði að hafa uppi á bjöllu sem var um borð í skipinu, en finnist bjallan verður hún til sýnis í nýjum sýningarsal konunglega sjávarminjasafns Breta í Portsmouth, sem opnar árið 2014. Allen styrkir leiðangurinn og tekur þátt í honum, en búist er við að opinberlega verði tilkynnt um leitarferðina í dag.

"Mjög takmarkaður tími gefst til leitarinnar vegna veðuraðstæðna," segir talsmaður breska sjóhersins.  "Endurheimt skipsbjöllu úr flaki hefur alltaf verið mjög mikilvæg, en bjöllur hafa í margar aldir verið notaðar um borð í skipum í tilkynninga- og öryggisskyni," segir talsmaðurinn. "Þær eru mikilvæg hefð á hafi úti og eru oft notaðar í minningarathöfnum," bætir hann við.

Lánar snekkjuna endurgjaldslaust

Allen, sem er einn af stofnendum Microsoft, segist mjög bjartsýnn á árangur leiðangursins . Aðkoma hans að leiðangrinum er í samstarfi við köfunarfyrirtækið Blue Water Recoveries, sem upphaflega hafði uppi á flakinu Hood árið 2001. Talið er að hin gríðarþunga og stóra látúnsbjalla sé staðsett nokkru utan við flakið.

Octopus, lystisnekkja Allens er 4141 fet á lengd og hefur að geyma tvær þyrlur, fjarstýrð köfunartæki og kafbát.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Allen býður snekkjuna fram til leitarstarfa því í apríl síðastliðnum lánaði hann skipið til leitar í Kyrrahafi eftir að flugvél hvarf á þeim slóðum. Snekkjan er í höfn í austurhluta London. 

"Paul lánar snekkju sína án endurgjalds í leiðangurinn, sem gerir sjóhernum kleift að sýna breskum almenningi bjölluna,"segir talsmaður Allens í samtali við fjölmiðla. "Um er að ræða viðamikið samstarfs sem við höfum fulla trú á að muni skila sér í viðeigandi minningarathöfn fyrir skipið og áhöfn þess," sagði hann enn fremur.

Heimild Mbl.is


               

29.07.2012 16:25

2827-Börkur NK 122

                               2827- Börkur NK 122 © mynd Þorgeir Baldursson 2012

                            2827- Börkur NK 122 © Mynd Þorgeir Baldursson 2012  
              2730-Beitir NK 123 og 2827-Börkur NK 122 © Mynd Þorgeir Baldursson 2012   

25.07.2012 20:38

Viðtal við Garðar Valberg á valbergi Ve 10

                      Garðar Valberg Sveinsson Skipstjóri á Valbergi Ve 10

                                   Valberg Ve 10 við bryggju á Akureyri

                         Búnaðurinn sem að er notaður til að mæla dýpið 

Ánægðir með þjónustuna á Akureyri

Fjögur rannsóknar- og þjónustuskip komu til Akureyrar í síðustu viku og lágu þrjú þeirra við bryggju í Krossanesi, m.a. rannsóknarskipið Nordic Explorer en þjónuustuskipið Valberg VE 10, sem er íslenskt, var í Fiskihöfninni. Skipin eru við olíurannsóknir á svæðinu suður af Jan Mayen og inn á Drekasvæðið í íslensku lögsögunni. Öll þurfa þessi skip mikla þjónustu og eru vonir bundnar við að skipakomum sem þessum fari fjölgandi á á Akureyri á næstu mánuðum.

Garðar Valberg Sveinsson er skipstjóri á Valberg, segir að almenn ánægja hafi verið með að koma til Akureyrar, enda sé hér allt til alls. "Það var einmitt þess vegna sem ákveðið var að koma hingað í tengslum við þetta verkefni og ég á von á að við munum gera meira af því í framtíðinni. Ég hitti yfirmennina á hinum skipunum og þeir hrósuðu þeirri þjónustu sem þeir hafa fengið hér. Framhaldið hjá okkur ræðst þó af þessum niðurstöðum núna. Gögnin eru send til Noregs og unnið úr þeim þar en sú vinna tekur einhverja mánuði. Við erum í svokallaðri 2D rannsókn, sem er frekar gróf en ef menn finna eitthvað sem þeir telja ástæðu til að skoða frekar, verður komið á staðinn með svokallað 3D skip. Það tekur þá yfir ákveðið svæði og fer þar yfir hvern fersentimeter. Þetta getur t.d. verið svæði sem er 20x20 mílur og er þá fínkempt," segir Garðar.

Skipin eru við rannsóknir í fimm vikur í senn en þá er skipt um áhöfn. Skipin eru öll komin aftur á rannsóknarsvæðið suður af Jan Mayen en Garðar gerir ráð fyrir því að þau komi til Akureyrar á ný, svo framarlega að verkinu verði ekki lokið. "Það eru allir mjög spenntir fyrir þessum rannsóknum," sagði Garðar.

 Nordic Explorer, sem er tæplega 4.000 tonn að stærð og með 48 manna áhöfn, hefur verið við olíurannsóknir á svæðinu suður af Jan-Mayen og inn á Drekasvæðið í íslensku lögsögunni. Öll þurfa þessi skip mikla þjónustu og hana er að finna á Akureyri. Vonir eru bundnar við að skipakomum sem þessum fari fjölgandi á næstu mánuðum. Viðtal ÞB 2012

 

25.07.2012 18:11

Makrilveiði á pollinum i dag

                             6848- Sigurður Brynjar við veiðar á pollinumm i dag
                     Bryggjan þéttskipuð ungum sem öldnum við makrilveiðar
                              Talsverð traffik við Drottningrbrautina i dag

23.07.2012 20:20

Thor Guardian á Akureyri i kvöld

                             Thor Guardian  © Mynd þorgeir Baldursson 2012

19.07.2012 15:09

Eldsvoði i borð I Maggý Ve 108 i morgun

Eldur kom upp í morgun vélarrúminu  í  Maggy VE 108, sem 85 tonna bátur í eigu Viðars Elíassonar. Báturinn er  suður af Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er björgunarbáturinn Þór rétt ókominn að Maggy og einnig er þar farþegabáturinn Stóri Örn, Glófaxi VE  og skip að makrílveiðum eru  einnig ekki langt frá. Þá er þyrla landheldisgæslunnar komin á svæðið. Maggy mun vera farinn  síga nokkuð í sjóinn en ekki er vitað um slys á áhöfn, sem er samkvæmt nýjustu fréttum að fara um borð í Stóra Örn.
Björgunarbáturinn Þór er nú kominn með Maggy í tog og eru á leið til Eyja.

 Myndir Óskar Pétur Friðriksson 2012


                                Tf Gná svifur yfir Maggý ve 108 i morgun © Mynd Óskar P Friðriksson 2012

                 Lóðsbáturinn með Maggý VE  i togi til Eyja Stórhöfi framundan © Mynd Óskar P Friðriksson 2012

17.07.2012 00:23

Vaðandi sild á Seyðisfirði i kvöld

Þessar myndir af vaðandi sild inná Seyðisfirði sendi mér Sólveig Sigurðardóttir en maður hennar og sonur fóru á trillu útá fjörðinn og komu með nokkrar sildar i land fyrir ljósmyndaran sem sýnishorn 
Kann ég Sólveigu og fjölskyldu bestu þakkir fyrir sendinguna
              Vaðandi Sildartorfur á Seyðisfirði i kvöld © Mynd Sólveig Sigurðardóttir 2012

                       Afrakstur kvöldsins © mynd Sólveig Sigurðardóttir  2012

16.07.2012 14:58

Július Geirmundsson is 270 með mettúr

Mettúr hjá Júlíusi Geirmundssyni

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til hafnar á Ísafirði í gærkvöldi með verðmætasta afla sem hann hefur komið með að landi úr einni veiðiferð. Veiðiferðin stóð í 39 daga og aflinn upp úr sjó um 830 tonn að verðmæti 360 milljónir króna. Uppistaða aflans var grálúða og ufsi. Við komu skipsins til Ísafjarðar var efnt til grillveislu á hafnarbakkanum fyrir áhöfn skipsins og fjölskyldur þeirra. Það var KFÍ sem sá um að grilla fyrir áhöfnina og fjölskyldur þeirra. Þá hélt tónlistarmaðurinn Baldur Geirmundsson uppi fjörinu með harmonikkuleik. 

Júlíus heldur til makrílveiða á sunnudag. 
Heimild www.bb.is

  Baldur Geirmundsson © mynd BB.is

                                                   Frá Grillveislunni á Bryggjunni © mynd BB.is

16.07.2012 00:56

Gisli ritstjóri Aflafrétta á faraldsfæti á Akureyri

Þegar við Gisli Reynisson hittumst i kvöld og i framhaldinu fórum við smá biltúr um Akureyri og þá fundum við þennan gamla trébát  og var Gisli ekki seinn á sér að hoppa um borð og skoða hann 
við litum á vélina sem að leit mun betur út en báturinn að minnsta kosti að utanfrá séð hérna er slóðin á siðuna hans www.aflafrettir.com


                            Þröstur  EA  56 © mynd þorgeir Baldursson 2012

              Gisli svipast um á dekkinu © mynd þorgeir Baldursson 2012

                      Vélin i góðu standi © mynd þorgeir Baldursson 2012


13.07.2012 13:16

Celebrity Edipse


                                    Celebrity Edipse © Mynd Böðvar Eggertsson 2012
Siglir inn Eyjafjörðinn i Gærmorgun  glæsilegt skip með á fimmta þúsund mans um borð
 Þakka ég Böðvari Eggertsyni Kærlega fyrir myndsendinguna 

12.07.2012 11:56

Celebrity Edipse kom til Akureyrar i morgun

Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins

Skemmtiferðaskipið Celebrity Edipse leggst að bryggju á Akureyri nú kl. 9.00 en þetta er jafnframt stærsta skipið sem kemur til bæjarins á þessu sumri. Það er 122.000 brúttótonn að stærð og um borð eru rúmlega 2.900 farþegar og rúmlega 1.200 manna áhöfn. Þetta er fyrri heimsókn skipsins til Akureyrar en það kemur aftur í næsta mánuði. Tvö skemmtiferðaskip komu til Akureyrar sl. þriðjudagsmorgun, með samtals hátt í 3.000 farþega og tæplega 1.100 áhafnameðlimi. Stærra skipið heitir Arcadia og er um 83.000 brúttótonn að stærð en það minna heitir Le Boreal og er tæplega 11.000 brúttótonn. Arcadia er með um 2.600 farþega um borð og 912 manns í áhöfn en Le Boreal er með um 240 farþega og tæplega 150 manna áhöfn. Flestir farþeganna sem hingað koma með skemmtiferðaskipum fara í skoðunarferðir að Goðafossi og í Mývatnssveit en þeir eru líka fjölmargir sem fara upp í miðbæ Akureyrar, heimsækja Akureyrarkirkju og Lystigarðinn.

Heimild vikudagur.is


                        Siglt i Eyjafjörð i morgun  © mynd þorgeir Baldursson 2012

                       Bliða á Eyjafirðinum i morgun © Mynd þorgeir Baldursson 2012

                   Fokkerinn tók Lágflug yfir skipið  © mynd þorgeir Baldursson 2012

             Lagst að bryggju um kl 9 i morgun © mynd þorgeir Baldursson 2012

           Farþegar hópuðust i land i skoðunnarferðir © mynd þorgeir Baldursson 2012

          og aðrir fengu sér gönguferð i bæinn © mynd þorgeir Baldursson 2012

12.07.2012 01:19

Rannsókarskip áAkureyri

                        Thor Assister  á Eyjafirði © mynd þorgeir Baldursson 2012

                                   Thor Cuardian © mynd þorgeir Baldursson 2012

                 Thorarnir saman við bryggju i Krossanesi © mynd Þorgeir Baldursson 2012

              Nordic Explorer  i oliutöku i Krossanesi © mynd þorgeir Baldursson 2012

                       1074 Valberg Ve 10 i fiskihöfninni © mynd þorgeir Baldursson 2012

               Oliutaka skömmu fyrir brottför © mynd þorgeir Baldursson 2012

                  Nordic Explorer útleið um kl 22/30 © mynd þorgeir Baldursson 2012

Fjögur rannsóknar- og þjónustuskip komu til Akureyrar í gær og liggja þrjú þeirra í Krossanesi, m.a. rannsóknarskipið Nordic Explorer en þjónuustuskipið Valberg, sem er íslenskt, liggur við bryggju í Fiskihöfninni. Nordic Explorer, sem er tæplega 4.000 tonn að stærð og með 48 manna áhöfn, hefur verið við olíurannsóknir á svæðinu suður af Jan-Mayen og inn á Drekasvæðið í íslensku lögsögunni. Öll þurfa þessi skip mikla þjónustu og hana er að finna á Akureyri. Vonir eru bundnar við að skipakomum sem þessum fari fjölgandi á næstu mánuðum.Heimild Vikudagur.is

Meira um þetta verkefni siðar ásamt viðtali við leiðangursmann

09.07.2012 23:46

Andvari VE 100 yfirisaður

                Andvari Ve 100 ©    mynd   Ivan Silotch, 2004
 Andvari Ve kemur til hafnar I Harbour Grace á Nýfundalandi i mars eða April árið 2004 
en skipið var að koma af rækjuviðum á Flæmska Hattinum og lenti i mikilli isingu á landleiðinni

09.07.2012 22:56

Túnfiskveiðar


                   Túnfikur veiddur á færi © mynd þorgeir Baldursson 2012

                        Á leið inná dekk © mynd þorgeir Baldursson 2012

                       Á dekki um borð i veiðskipi © mynd þorgeir Baldursson 2012

09.07.2012 21:25

Tveir gamlir Eikarbátar á Akureyri

             Garðar EA 761 og Akraborg EA 50 © mynd úr safni Hreiðars Valtýrssonar 
 ekkert veit ég um þessa báta en bendi sem fyrr á vefinn www.aba.is þar sem að sitthvað um Eyfirska bátasmiði  er hægt að finna hvet menn sem að þekkja sögu þessara báta að láta ljós sitt skina varðandi bátanna 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 832
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 7696
Gestir í gær: 1224
Samtals flettingar: 593267
Samtals gestir: 24672
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 10:51:39
www.mbl.is