Færslur: 2008 Október

15.10.2008 18:52

Kristín ST 61

Þessi opni bátur er talinn vera síðasti báturinn sem Jóhann L. Gíslason í Hafnarfirði byggði. Fór báturinn fyrst til Keflavíkur þar sem hann fékk nafnið Elín KE 24 og var í eigu Garðars Brynjólfssonar og Ástvalds Bjarnasonar, síðan eignaðist Garðar bátinn einn og seldi hann eftir nokkur ár til Drangsnes þar sem Erling Brim Ingimundarson eignaðist hann. Enn er báturinn á Drangsnesi og heitir í dag Kristín ST 61, en Erling seldi hann og keypti síðan aftur, en annar eigandi er að honum í dag.

                        5796. Kristín ST 61 © mynd Erling Brim Ingimundarson

15.10.2008 18:42

Hásteinn ÁR 8


                       1751. Hásteinn ÁR 8 © mynd Þorsteinn Guðmundsson
Mynd þessi var tekin í gær út af Ingólfshöfða og sýnir Hástein sem þar var á dragnótaveiðum. Þar sem Þorsteinn sem er á Hvanney SF, hafði aðeins síma sinn við hendina tók hann myndina í gegn um hann og sendi okkur hana með símanum og því hefur myndin tapað sér nokkuð eins og sést. Þökkum við honum engu að síður kærlega fyrir sendinguna.

15.10.2008 14:38

Sighvatur GK 57

Í góða veðrinu í dag voru þeir á Sighvati GK 57 að stilla kompásinn út á ytri höfninni í Njarðvík og notaði síðuritari tækifærið og tók meðfylgjandi myndir af bátnum, svo og skipstjóra hans og útgerðarstjóra Vísis hf. Skipstjórinn er Unnsteinn Líndal sem verið hefur skipstjóri bátsins í 14 ár og um borð í 17 ár. Þegar hann hóf störf var hann talinn yngsti skipstjóri flotans og er enn meðal þeirra yngri. Þá birtum við mynd af merki því sem Vísismenn hafa sett á línuskipin sín.


                                                        975. Sighvatur GK 57

 F.v. Unnsteinn Líndal skipstjóri Sighvats GK 57 og Kjartan Viðarsson útgerðarstjóri Vísis hf. eiganda skipsins.

 Merki það sem Vísismenn hafa sett á línuskip sín: Long line caught  © myndir Emil Páll

14.10.2008 23:15

Sveinn Jónsson KE 9

Togari þessi bar aðeins tvö nöfn hérlendis þ.e. Dagstjarnan KE 9 og Sveinn Jónsson KE 9 og var gerður út héðan í 27 ár. Áður hafði hann borið í nokkra mánuði í Noregi nafnið Afford og það merkilega er að eftir að togarinn var seldur til Cape Town í Suður-Afríku hefur hann áfram borið í íslenska nafnið og heitir þar því nú Sveinn Jónsson OTA-747-D.

                            1342. Sveinn Jónsson KE 9 © mynd Emil Páll

14.10.2008 23:05

Thor Alpha


 Þetta líkan af Thor Alpha var sýnt á Sjávarútvegssýningunni í Fífunni. Dráttarbáturinn er frá Hosvík í Færeyjum og er með smíðanr. 56 frá Skálaskipasmíðastöðinni, einnig í Færeyjum og er frá síðasta ári.

                              Líkan af Thor Alpha © myndir Þorgeir Baldursson

14.10.2008 23:00

Reykjafoss


                           170. Reykjafoss © mynd úr safni Tryggva Sig.

14.10.2008 15:14

Á Eskifirði í dag

Togarinn Kaldbakur EA 1 landaði í dag á Eskifirði og notaði Þorgeir Baldursson tækifærið og tók mynd af fjórum bátum sem komu inn nú eftir hádegið. Auk þess sem hann tók mynd af skipstjórum tveggja þeirra, þ.e. Betu VE 36 sem kom með um 4 tonna afla að mestu ýsa og Benna SF sem landaði milli 3-4 tonnum, mest af því var einnig ýsa.

  F.v. Ragnar Þór Torfason skipstjóri á Betu VE 36 og Friðþór Harðarson skipstjóri á Benna SF 66

                                                 2766. Benni SF 66

                                                     2764. Beta VE 36

 1540. Dögg SU 229 frá Reyðarfirði, en í síðustu viku fékk hann þetta nafn. Hann hét fram að því Fleygur ÞH 301.

                             1698. Einir SU 7 © myndir Þorgeir Baldursson

14.10.2008 11:46

Ekki enn birt ákæra

Ásmundi Jóhannssyni hefur ekki enn verið birt ákæra fyrir veiðar án kvóta, en bátur hans hefur legið í Sandgerðishöfn síðan lögreglan innsiglaði hann í sumar. Að sögn Grétars Mar Jónssonar, alþingismanns tilkynnti Ásmundur, Fiskistofu að hann myndi hefja róðra um 18. júní og réri hann sjö róðra áður en báturinn var innsiglaður.

            Bátur Ásmundar: 5843. Júlíana Guðrún GK 313 © mynd Þorgeir Baldursson.

14.10.2008 00:54

Baldur og Ægir


            Sjómælingaskipið Baldur og varðskipið Ægir  © mynd Guðjón H. Arngrímsson

13.10.2008 22:45

Ófeigur II og III VE


                                                              Ófeigur II VE 324


                             Ófeigur III VE 325 © myndir úr safni Tryggva Sig.

13.10.2008 20:05

Logi GK 121


                                          330. Logi GK 121 © mynd Emil Páll

13.10.2008 19:59

Magnús KE 46


                          1677. Magnús KE 46 © mynd Erling Brim Ingimundarson

13.10.2008 17:22

Jóhanna Magnúsdóttir RE 70


                     708. Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 © mynd Tryggvi Sig.

13.10.2008 17:17

Ægir Jóhannsson ÞH 212


                                   1430. Ægir Jóhannsson ÞH 212 © mynd Emil Páll

13.10.2008 16:27

Leó VE 400


                                                   Leó VE 400 © mynd Tryggvi Sig.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1630
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 607340
Samtals gestir: 25689
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:32:04
www.mbl.is