22.11.2020 23:31Bátasmiðjan Seigla Hefur Starfsemi i LitháenBátasmiðja Seigla hefur hafið framleiðslu á bátum á nýjan leik eftir að bátasmiðja fyrirtækisins brann til til grunna fyrir nokkrum árum Sverrir Bergsson Eigandi Seigs hóf framleiðslu bátanna i Litháen i birjun þessa árs og er búinn að smiða 4 báta og hér að neðan má sjá einn þeirra
Bátasmiðjan brann til kaldra kola aðfaranótt 31. maí 2017. Um altjón var að ræða og brann allt sem brunnið gat innanhúss. Slökkviliðsmenn voru langt fram eftir morgni að störfum á vettvangi. Þegar mest var voru um 15 slökkviliðsmenn á vettvangi auk lögreglumanna sem lokuðu götum í kring. Allur tækjakostur slökkviliðsins var einnig nýttur. Tjónið af völdum eldsins hleypur á hundruðum milljóna króna.
Skrifað af Þorgeir 22.11.2020 23:00Kolmunnaskipin á útleið frá Færeyjum eftir brælu
Skrifað af Þorgeir 22.11.2020 09:16FRYSTIHÚSIÐ Á SEYÐISFIRÐI FULLMANNAÐVinnsla í frystihúsinu á Seyðisfirði. Ljósm. Ómar BogasonVinnsla í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði hefur gengið vel að undanförnu. Ýmsar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað og þá er húsið fullmannað, en heldur erfiðlega gekk að fá fólk til starfa sl. haust. Heimasíðan ræddi við Róbert Inga Tómasson framleiðslustjóra og spurði hvaða breytingar hefðu átt sér stað á starfseminni að undanförnu. „Það er ýmislegt sem veldur því að starfsemin í frystihúsinu hefur gengið vel síðustu mánuði. Í fyrsta lagi ber að nefna bættan vélbúnað. Hér var tekin í notkun flokkunarvél sem eykur afköst við pökkun og einnig hausari. Þessi nýi vélbúnaður er farinn að virka afar vel. Í öðru lagi höfum við verið að þróa breytingar á framleiðslunni sem virðast hafa tekist vel og er þá fyrst og fremst verið að bæta nýtingu hráefnisins. Í þriðja lagi hefur hráefnið sem unnið hefur verið reynst vera afar gott, en togarinn Gullver sér húsinu að mestu fyrir hráefni. Ný krapavél var sett í Gullver sl. sumar og hefur tilkoma hennar aukið gæði hráefnisins til muna og gefið kost á betri nýtingu þess. Í fjórða lagi hefur það gerst að húsið er fullmannað en það gekk erfiðlega að ráða fólk að afloknu sumarfríi. Nú síðustu vikurnar hafa fyrirspurnir um störf hins vegar aukist og er það í samræmi við það atvinnuástand sem ríkir í landinu vegna covid. Mestu máli skiptir þó hvað okkar góða starfsfólk er tilbúið að taka þátt í þeim breytingum sem gerðar hafa verið og vinna í nýju starfsumhverfi. Auðvitað eru allir þreyttir á ástandinu og starfsumhverfið er allt annað en það var fyrir faraldurinn. Núna er starfsfólkinu til dæmis skipt upp í hópa sem umgangast ekki hver annan og búningsklefa og kaffistofu er skipt upp. Það er allt gert til að forðast kórónuveiruna. Á heildina litið hefur þróunin hjá okkur í frystihúsinu verið jákvæð og það er ánægjulegt,“ segir Róbert Ingi.
Skrifað af Þorgeir 21.11.2020 23:06Nýstofnað fyrirtæki um Hornstrandasiglingar
Sjóferðir ehf. hafa skrifað undir kaupsamning á tveimur bátum og bryggjuhúsi Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.
Eigendur Sjóferða ehf eru þau Stígur Berg Sophusson og unnusta hans Henný Þrastardóttir. Sjóferðir munu halda áfram áætlunarferðum á Hornstrandir og um Djúp. Stígur hefur unnið hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu 2006 þar sem hann byrjaði sem háseti en árið 2010 varð hann svo skipstjóri hjá fyrirtækinu. Hann á sjálfur ættir að rekja til Hornvíkur og er vel kunnugur um svæðið að því er segir í tilkynningu. Bátarnir eru misstórir, annars vegar er Ingólfur sem tekur 30 farþega. Hann er að auki með krana svo Ingólfur nýtist auk farþegaflutninga í þungaflutninga og vinnuferðir. Stærri báturinn, oft nefnd Drottningin, Guðrún Kristjáns, tekur allt að 48 farþega.
Bátar Sjóferða ehf eru í góði standi og báðir búnir tveimur mjög nýlegum vélum sem tryggja öryggi farþegar enn frekar. Sjóferðir tryggja það að ávallt séu tveir til þrír starfsmenn eru í hverri áhöfn til að stuðla að öryggi farþega.
Áætlun fyrirtækisins fyrir Hornstrandir sumarið 2021 er í vinnslu en ljóst er að áætlun hefst 1.júní 2021 og síðasta ferð farin 31.ágúst. Hægt er að panta báta í sérferðir utan þess tímabils, auk þess sem hægt er að bæta við ferðum fyrir hópa eða auka stoppum í Grunnavík, Sléttu, Flæðareyri og Lónafirði ásamt öðrum stöðum ef um er beðið. Allar ferðir hefjast á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð en notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan friðlandsins. Fyrir sérferðir er hægt að hafa beint samband við Stíg Berg í síma 866-9650 eða senda póst á sjoferdir@sjoferdir.is Af www.bb.is
Skrifað af Þorgeir 21.11.2020 21:31Kap Ve 4 Kemur með sild til EyjaI dag kom Kap Ve 4 með um 600 tonn af sild til Vestmannaeyja af miðunum útaf Reykjanesi Óskar Pétur fréttaritari siðunnar var á ferðinni við höfnina i Eyjum og tók meðfylgjandi myndir
Skrifað af Þorgeir 21.11.2020 13:40Mokafli þegar veður leyfir
Vigri RE er að nálgast tíu þúsund tonna heildarafla á árinu. Slík afköst á frystiskipi standa og falla með afburða góðri áhöfn, að sögn skipstjóra.
„Við erum vestur í kanti vestan við Halann og hér hefur verið mokafli undanfarna þrjá sólarhringa. Nú er veður tekið að versna og það þarf að hafa fyrir hlutunum. Við erum komnir með um 920 tonna afla í túrnum en við eigum að vera komnir í höfn í Reykjavík nk. mánudag.” „Nú erum við á höttunum eftir ufa og aflinn hér í kantinum hefur verið stórufsi og vottur af ýsu með. Þegar aflabrögðin voru best stjórnaði vinnslugetan alveg ferðinni. Við vorum t.a.m. með rúmlega 70 tonna afla í gær og réðum ekki við meir,” segir Árni en hann segir að þorskurinn virðist halda sig austar en Vigri hafi fengið ágætan þorskafla á Þverálshorni og Strandagrunni á dögunum.Þetta segir Árni Gunnlaugsson, skipstjóri á frystitogaranumVigra RE, í viðtali við heimasíðu Brims en skipið fór í veiðiferðina 21. október. Afla var millilandað í Reykjavík 4. nóvember en síðan hefur skipið verið á sjó. Að sögn Árna er mikið líf á Vestfjarðamiðum. Víða hafi orðið var við loðnu og fiskurinn hafi nóg að éta. „Ég er mjög sáttur við árið. Heildaraflinn hjá okkur er að nálgast tíu þúsund tonn. Þetta hefði verið óhugsandi ef ekki kæmi til afburðagóð áhöfn,” segir Árni í viðtalinu.
Skrifað af Þorgeir 21.11.2020 11:00Bræður Róa til fiskjar
Skrifað af Þorgeir 20.11.2020 20:42Hólmaborg SU 11 á landleið með fullfermi af loðnu
Skrifað af Þorgeir 20.11.2020 06:54Netaveiðar i Breiðafirði
Skrifað af Þorgeir 19.11.2020 22:25Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi
Vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni blasir við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir ljóstEf fram fer sem horfir mun þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar reglubundin skoðun á TF-GRO, einu starfhæfu þyrlu stofnunarinnar, þarf að fara fram. Hin björgunarþyrlan, TF-EIR, verður ekki til taks eins og áætlað var þar sem vinna við skoðun sem hún er í hefur legið niðri í verkfallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir þar að úrræði Landhelgisgæslunnar senn vera á þrotum og neyðarástand muni skapast að óbreyttu. Vinna við viðhaldsskipulagningu hefur jafnframt legið niðri í verkfallinu sem hefur þau áhrif að undirbúningur skoðana, eftirlit og frágangur viðhaldsgagna er enginn. Ítrekuðum undanþágubeiðnum frá verkfalli vegna viðhaldsskipulagningar hefur verið hafnað af Flugvirkjafélagi Íslands. Hafa ber í huga að þó undanþága fengist, þá væri það aðeins til að auðvelda að halda úti algjörri lágmarks neyðarþjónustu. Eftir sem áður þá blasir nú þegar við að ekki verður alltaf tiltæk björgunarþyrla og áhrifa verkfallsins mun gæta fram á næsta ár hvað varðar björgunarþjónustu LHG. Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja lágmarks neyðarþjónustu og halda TF-GRO í flughæfu ástandi. Verkefnum og æfingum hefur verið frestað til að unnt sé að bregðast við neyðartilfellum en ljóst er að slíkt ástand getur ekki varað lengi. Áhafnir fylgja stífri æfingaráætlun í hverri viku sem nú hefur verið dregið verulega úr, þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir björgunargetu deildarinnar. Neyðarástand skapast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar þyrlan stöðvast en hafa verður í huga að þyrlan getur stöðvast fyrr vegna óvæntra bilana. Engin björgunarþyrla verður þá til taks á landinu sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Auk stöðvunar þyrluflotans, mun annarra áhrifa verkfallsins gæta næstu vikur og mánuði. Mjög takmörkuð viðhaldsvinna hefur farið fram í tvær vikur á þyrlunum TF-EIR og TF-LIF vegna verkfallsins auk þess sem ástandið kemur til með að seinka innleiðingu á leiguþyrlunni TF-GNA sem væntanleg er í janúar. Þá er TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, óflughæf sem og flugvél Isavia, TF-FMS, sem Landhelgisgæslan sinnir viðhaldi á. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar segir úrræði Landhelgisgæslunnar senn vera á þrotum. „Á stjórnendum Landhelgisgæslunnar hvílir rík skylda til að halda órofnum rekstri öryggis- og björgunartækja stofnunarinnar. Undanfarna daga höfum leitað allra leiða til að tryggja björgunargetu Landhelgisgæslu Íslands svo hægt sé að sinna neyðarútköllum. Það skiptir þjóðina máli að Landhelgisgæslan hafi björgunarþyrlur til taks ef vá ber að garði. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda ef mannskaði verður vegna þessa. Hafa verður í huga að Landhelgisgæslan er ekki aðili að umræddri deilu heldur er hún á milli Flugvirkjafélags Íslands og samninganefndar ríkisins fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðherra. Hlutverk Landhelgisgæslunnar er að tryggja að hægt sé að bregðast við neyðartilfellum sem upp koma. Ástandið er þegar orðið grafalvarlegt en ljóst er að neyðarástand mun ríkja í næstu viku þegar engin þyrla verður til taks. “
Skrifað af Þorgeir 17.11.2020 23:30Uppsjávarveðiskipin halda til Kolmunnaveiða i Færeysku lögsögunni
Bjarni Ólafsson AK heldur til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu í dag. Í tilefni af því sló heimasíðan á þráðinn til Runólfs Runólfssonar skipstjóra. „Við munum halda til veiða í dag en oft hefur veiðin í færeysku lögsögunni verið að byrja um þetta leyti. Færeysk skip hafa að undanförnu verið að fá þarna smáan kolmunna en sá stærri er væntanlega handan við hornið. Á undanförnum árum hefur veiðin oft verið góð á þessum árstíma en svo var þó ekki í fyrra enda alltaf vitlaust veður. Við gerum ráð fyrir að leggja stund á þessar veiðar fram að jólum eða á meðan kvóti er til staðar. Menn eru bara bjartsýnir á veiðarnar. Það er þó fyrirsjáanlegt að veðrið verður slæmt síðustu daga þessarar viku en síðan mun það ganga niður eins og alltaf,“ segir Runólfur. Af heimasiðu SVN
Við þetta má bæta að Vikingur AK og Venus NS er lika á miðunum og siðan munu skip Eskju vera lögð af stað Jón Kjartansson Su 111 fór fyrstur siðan fór Guðrún Þorkelsdóttir Su 211 i kvöld og siðastur fer Aðalsteinn Jónsson Su 11 sennilega á Fimmtudagskvöld og er talað um að skipin verði fram að jólum
Skrifað af Þorgeir 16.11.2020 21:41Hafbjörg Ns Dregur Gisla Súrsson i landþað er mikið búið að ganga á hjá skipverjum á Gisla Súrssyni undanfarinn sólahring fyrst fengu þeir i Skrúfna og siðan voru dregnir i land af Vésteini Gk sem að er i eigu sömu útgerðar siðan fótbrotnaði skipverji um borð og i dag tók steininn úr þegar báturinn varð vélavana og var björgunnarbáturinn Hafbjörg i eigu Landsbjargar fengin til að sækja hann og töldu skipverjar að skrúfann væri jafnvel horfinn af Bátnum myndir Guðlaugur Björn Birgisson
Skrifað af Þorgeir 16.11.2020 14:12Hoffell með nýtt kælikerfiUndanfarnar sex vikur hefur Hoffellið verið í slipp í Þórshöfn í Færeyjum. Stærsta verkefnið var að skipta um kælikerfi, en undirbúningsvinna fyrir þau skipti hafði verið framkvæmd í áföngum. Þá var gírinn fyrir aðalvélina einnig yfirfarinn og ljósavélin tekin upp. Kjartan Reynisson útgerðarstjóri sagði að allt hefði gengið nokkurn vegin samkvæmt áætlun og verkin væru vel unninn líkt og áður hjá frændum vorum í Færeyjum. Þá var gert við smáræði hér og þar, málað og snyrt. “Þetta var góð yfirhalning” sagði Kjartan og bætti því við að fyrirbyggjandi viðhald væri ávalt farsælast. Skip Loðnuvinnslunnar fara að jafnaði í slipp annað hver ár, þar sem þau eru botnhreinsuð og máluð auk venjubundins viðhalds. En þegar mikið þarf að gera líkt og að skipta út kælikerfi þarf að fara oftar, það liggur í hlutarins eðli. Nú er Hoffellið lagt af stað á miðin og mun þessi túr segja til um gæði nýja kælikerfisins en það á að geta kælt hraðar og betur en það sem fyrir var. Ávalt hefur verið metnaður hjá LVF að hafa skip, báta, vélar og tæki í fullkomnu ástandi þannig að öryggi þeirra sem starfa sé ávalt eins og best verður á kosið. Og þá geta Hoffellsmenn raulað við störf sín: “stolt siglir fleygið mitt”. Heimasiða Loðnuvinnslunnar BÓA Nýtt Kælikerfi um borð i Hofelli su Mynd kjartan Reynisson
Skrifað af Þorgeir 15.11.2020 09:21þinganes SF 25
Skrifað af Þorgeir 15.11.2020 08:55Líklega hljóðlátasta skip heims
Af Vef Fiskifretta 8 nóvember 2020Guðjón Guðmundsson 8. nóvember 2020 kl. 13:00 Jákup Sverri, nýtt hafrannsóknaskip Færeyinga.Nýju rannsóknaskipi Færeyinga, Jákup Sverri, var gefið nafn í síðustu viku í MEST skipasmíðastöðinni í Færeyjum. Samkvæmt viðurkenndum neðansjávarmælingum er skipið líklega það hljóðlátasta í heimi. Tvö ár í smíðum Rannsóknaskipið var tvö ár í smíðum. Fyrra árið fór í að ljúka smíði skrokksins í WBS skipasmíðastöðinni í Litháen og síðara árið fór í að ganga að fullu frá skipinu hjá MEST skipasmíðastöðinni í Þórshöfn. Skipið er 54 metrar á lengd og 13,6 á breidd. Það gengur hraðast 15 hnúta. Í því eru 13 eins manns klefar, 6 tveggja manna klefar og sjúkrastofa með tveimur rúmum. Skipið er með sjö þilför og í því er að finna stórt fundarherbergi og líkamsræktarsal. Jákup Sverri er útbúinn hátæknivæddum búnaði til fisk- og hafrannsókna og jarðskjálftamælinga. Á skipinu er fellikjölur sem nýtist til þess að koma viðkvæmum mælitækjum á þriggja metra dýpi undir skipinu. Í skipinu er vinnsla, rannsóknastofa og sérútbúin rými til vísindarannsókna. Jákup Sverri er með dísil-rafknúinni aflrás. Hlutverk hennar er ekki einungis að draga úr eldsneytisnotkun skipsins heldur ekki síður úr hljóðum. Rafmótor knýr fimm blaða skrúfuna og það er þess vegna án gírbúnaðar. Afkastageta aflrásarinnar er 2.400 kW sem umreiknað er 3.200 hestöfl. Raforkan er framleidd í tveimur dísilknúnum rafölum af gerðinni Wärtsilä 8L20, sem hvor um sig hefur afkastagetu upp á 1.500 kW. Auk þess er skipið með rafknúnum vindum þannig að í stað þess að vökvaleiðslna tengjast rafleiðslur vindunum og því engin hætta á leka frá vökvabúnaði. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 749 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 1465 Gestir í gær: 61 Samtals flettingar: 888001 Samtals gestir: 45166 Tölur uppfærðar: 4.10.2024 10:36:05 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is