16.03.2022 22:31

Bræluskitur allann túrinn

?????

 

                                  1833 Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson 
                         Þorarinn Hlöðversson skipst á Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson 

Málmey SK1 kom til hafn­ar á Sauðár­króki í dag með um 150 tonna afla og var uppistaða hans þorsk­ur og ufsi.

„Við vor­um fjóra sól­ar­hringa á veiðum og vor­um á Eld­eyj­ar­banka, Jök­ul­dýpi og Reykja­fjarðarál. Veiðarn­ar gengu þokka­lega vel.

Veðrið hef­ur verið frek­ar leiðin­legt, 15-22 m/?s all­an túr­inn,“ seg­ir Þór­ar­inn Hlöðvers­son, skip­stjóri á Málmey, í færslu á vef FISK Sea­food sem ger­ir skipið út.

Málmey kom síðast til hafn­ar 10. mars en þá á Grund­arf­irði með um 100 tonn af þorski og ufsa, en þá hafði skipið aðeins verið um tvo sól­ar­hringi á veiðum á Jök­ul­dýpi og á Eld­eyj­ar­banka.

„Fiski­ríið var mjög gott en veðrið var frek­ar ri­sjótt,“ sagði Þór­ar­inn um þá veiðiferð.

16.03.2022 22:11

Fyrsta skemmtiferðaskipið 2022 Borealis á Akureyri

                    Skemmtiferðaskipið Borealis á Eyjafirði i morgun  mynd þorgeir Baldursson 16 mars 2022

                           Borealis og Seifur við Oddeyrarbryggju i morgun mynd þorgeir Baldursson 

                   Pétur Ólafsson Hafnarstjóri var mættur að taka á móti skipinu mynd þorgeir Baldursson 2022

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Akureyrar í bítið og verður við bryggju þar til síðdegis. Þar er á ferð Borealis sem tekur um 1.400 farþega en um borð ku vera á á sjötta hundrað.

Til stóð að Reykjavík yrði fyrsti viðkomustaður Borealis að þessu sinni en vegna veðurs var ákveðið að koma fyrst við á Akureyri, síðan á Ísafirði og loks í höfuðborginni, þar sem skipið verður á föstudag.

heimild Akureyri.net 

 

15.03.2022 22:27

Mörg loðnuskip koma til löndunar - hrognavinnslan gengur vel

                                 Það er ekki oft sem gott veður hefur verið á loðnumiðunum á yfirstandandi vertíð. Ljósm. Hreinn Sigurðsson

Nú streyma loðnuskip til Neskaupstaðar en slæmt veður er á loðnumiðunum og varla veiðiveður fyrr en á föstudag eða laugardag.

Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki, segir að menn séu orðnir langþreyttir á veðurfarinu. „Það er nánast aldrei friður.

Endalausar brælur og virðist ekki vera neitt lát á þeim. Þetta ætlar bara ekki að taka enda,“ segir Hálfdan.

Skipin sem eru komin eða eru á leiðinni austur eru með misjafnlega mikinn afla og stefnt er að því að vinna hrogn úr eins miklu af aflanum og mögulegt er.

Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði í hrognavinnslu í gær og í gærkvöldi var Polar Ammassak komið til löndunar með fullfermi eða 2200 tonn.

Á eftir Polar Ammassak mun Vilhelm Þorsteinsson EA landa 1340 tonnum og í kjölfar hans Beitir NK 880 tonnum, Hákon EA 400 tonnum, Bjarni Ólafsson AK 500 tonnum og Barði NK 500 tonnum.

Vinnsla hrogna með nýjum búnaði gengur afar vel og upplýsir Hafþór Eiríksson verksmiðjustjóri að allur búnaður virki fullkomlega.

Segir á Heimasiðu Sildarvinnslunnar www.svn.is

15.03.2022 07:53

Norsk stjórnvöld hafa hætt öllu samstarfi við Rússa í rannsókna- og þróunarstarfi.

 

                               Varðskipin Þór og Harstad á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

 

„Rússnesk stjórnvöld bera ábyrgð á þeirri alvarlegu stöðu sem er komin upp í Evrópu og innrás Rússa í Úkraínu hefur einnig áhrif á þáttöku þeirra í sameiginlegu rannsókna- og

 

þróunarstarfi,“ segir Ola Borten Moe menntamálaráðherra Noregs.

 

„Af þessum sökum frestum við öllum viðræðum við rússnesk stjórnvöld og að meginreglan verður sú að allir stofnanasamningar milli norskra og rússneskra rannsókna- og

 

menntastofnana verða lagðir á ís.“

 

Norðmenn hafa verið í töluverðum samskiptum við Rússa í sjávarútvegi og samstarf hefur verið milli þjóðanna í hafrannsóknum.

 

Þá er Úkraína mikilvægur markaður fyrir norskar sjávarafurðir, ekki síst eftir að Rússar lokuðu á innflutning í kjölfar refsiaðgerða sem Evrópuríki samþykktu eftir að Rússar lögðu undir

 

sig Krímskaga árið 2014.

 

Á síðasta ári seldu Norðmenn sjávarfang til Úkraínu fyrir 2,2 milljarða norskra króna, sem samsvarar um það bil 33 milljörðum íslenskra króna. Bróðurparturinn af því er eldislax, en

 

einnig bæði síld og makríll. Ekkert ríki selur meira af sjávarafurðum til Úkraínu en Norðmenn.

15.03.2022 06:58

Snekkjan A á pollinum

                                  Snekkjan A á pollinum á Akureyri 30 April 2016 mynd þorgeir Baldursson 

15.03.2022 00:13

Þingey Þh 51

                                     1650 Þingey ÞH 51 Mynd þorgeir Baldursson 

14.03.2022 20:17

Sunnanvik með sement til Akureyrar

     Sænska sementskipið Sunnanvik kom með sement til Akureyrar mynd þorgeir Baldursson 13 mars 2022

                                    Sunnanvik við sementsilóin mynd þorgeir Baldursson 13 mars 2022 

Sunnanvik sem að siglir undir fána Sviþjóðar er 124 metrar á lengd og 18 á breidd

og er ganghraði 13.8 milur héðan hélt skipið til Reykjavikur 

 

 

14.03.2022 17:39

Tasilaq GR 6-41með rifna nót til Akureyrar

 

                                      Tasilaq Gr 6-41 á siglingu á Fáskrúðsfirði mynd þorgeir Baldursson 2022

                                         Tasilaq. Gr 6-41 á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 2022

                   Tasilaq Gr 6-41 með rifna nót á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 2022

                 Isleifur Guðmundsson saumar nótina á bryggjunni i dag mynd þorgeir Baldursson 15 mars 

                                                     nótin saumuð mynd þorgeir Baldursson 15 mars 2022

I morgun kom Grænlenska uppsjávarveiðiskipið Tasilaq til Akureyrar og tóku starfsmenn Hapiðjunnar ásamt skipverjum 

strax til i að koma nótinni i land svo að hægt væri að birja að gera við hana og mun það verk klárast á morgun 

sem það og gerði og hélt skipið til veiða seinnipartinn i dag áleiðis á vestfjarðamið 

13.03.2022 22:51

Disa is Skemmtibátur

  

                                1446.   Disa is Skenmmtibátur  mynd þorgeir Baldursson 2022

13.03.2022 13:49

Guðrún Þorkelsdóttir SU 211

                            2944 Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 Mynd jón Atli 2022

12.03.2022 23:34

Eldborg EK 14 á Flæmska Hattinum

                                                      Eldborg EK 14 mynd Canadiska Strandgæslan  

12.03.2022 09:38

Snekkjan A haldlögð á Italiu

Yf­ir­völd á Ítal­íu hafa hald­lagt lúx­ussnekkju rúss­neska millj­arðamær­ings­ins Andrei Melnichen­ko

sem sæt­ir nú refsiaðgerðum ríkja Vest­ur­landa vegna inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu. 

Snekkja Melnichen­ko er tal­in vera 580 millj­ón doll­ara virði, því sem jafn­gild­ir tæp­lega 77 millj­örðum króna. 

Snekkj­an sást víða við Íslands­strend­ur síðasta vor og sum­ar. 

                          Snekkjan A  þar sem að hún liggur við Krossanes á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson

12.03.2022 09:21

Látlausar brælur, samt unnið alla daga í landvinnslum

                                                         2892 Björgúlfur EA312 mynd þorgeir Baldursson 

Af vef Samherja 

Svo að segja látlausar brælur á miðunum hafa sett stórt strik í reikninginn hjá togaraflotanum. Pálmi Gauti Hjörleifsson skipstjóri á Björgúlfi EA 312 segir veðrið í janúar og febrúar með miklum ólíkindum, veðrið og veðurhorfur hafi í raun stjórnað því hvar sé veitt hverju sinni.

Þrátt fyrir ótíðina hefur tekist að halda úti starfsemi í vinnsluhúsunum á Dalvík og Akureyri frá 3.janúar, aldrei hefur þurft að fella niður vinnslu vegna skorts á hráefni.

Pálmi Gauti skipstjóri segir að oft á tíðum hafi þurft að gera hlé á veiðum vegna brælu, öryggi áhafnarinnar sé alltaf í fyrirrúmi. Hann segir að lægðirnar í vetur hafi verið óvenjulega stórar og djúpar og því lítið annað að gera en að bíða þær af sér.

Skiptir öllu að hafa stór og öflug skip

 

Björgúlfur leggst að bryggju á Akureyri

 

„Það hafa verið brælur á öllum miðum, veðrið stjórnar einfaldlega veiðunum og hvar við erum hverju sinni. Björgúlfur er stórt og öflugt skip, sem hefur aldeilis komið sér vel í vetur og sýnir og sannar hversu nauðsynlegt það er fyrir okkur Íslendinga að hafa á að skipa öflugum flota, sem auk þess fer vel með mannskapinn í svona veðrum. Á svona skipi eins og Björgúlfi er það ekki veltingurinn sem stjórnar því hvenær við þurfum að hætta veiðum vegna veðurs, heldur skynsemin. Það er ekki viturlegt að vera að í miklum og mjög vondum veðrum, því ef eitthvað kemur upp á, má segja að öll vandamál margfaldist og hættan sem mannskapurinn er settur í við störf sín á dekkinu magnast. Þá skiptir öllu máli að vera á góðu og traustu skipi og bíða af sér veðrið, það er bara þannig. Þessi nýju og stóru skip eru bylting frá þeim skipum sem þau leystu af hólmi, ég tel að öryggi og aðbúnaður manna hafi stóraukist við þessar fjárfestingar. Þetta atriði hefur ekki fengið nægt vægi í allri umræðunni um sjávarútveg.“

Veðrið stjórnar hvar veitt er

 

Vinnsluhús Samherja á Dalvík

„Þessi túr sem við erum í núna er á margan hátt dæmigerður. Við byrjuðum að kasta fyrir norðan og sigldum fljótlega austur á bóginn vegna þess að veðrið er hagstæðra, hérna erum við í blönduðum tegundum. Þegar við erum að undirbúa veiðiferð er veðurspáin það fyrsta sem er þarf að skoða og gaumgæfa. Staðan er einfaldlega sú að þessar vikurnar og mánuðina velur maður sér veiðisvæði eftir veðurspám.“

 

Unnið alla daga í landi, þrátt fyrir ótíðina

Veiðar, vinnsla og sala afurða þurfa að fara saman til þess að ná sem bestum árangri. Landvinnslur ÚA á Akureyri og Samherja á Dalvík þurfa á bilinu 140 til 200 tonn af fiski til vinnslu á dag, fimm togarar félaganna sjá vinnslunum fyrir hráefni. Veiðarnar þarf að skipuleggja með tilliti til afkastagetu vinnsluhúsanna og eftirspurnar á mörkuðum. Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja segir að veturinn hafi vissulega verið snúinn hvað þetta varðar. Engu að síður sé staðreyndin sú að unnið hafi verið alla virka daga ársins frá 3. janúar. Tveggja daga vetrarfrí í tengslum við frí í grunnskólum nú í byrjun mars sé í raun fyrsta stoppið í vinnsluhúsunum.

Afrek að halda úti fullri vinnslu

 

Sólveig Sigurjónsdóttir/mynd samherji.is

Sólveig Sigurjónsdóttir verkstjóri í landvinnslu ÚA á Akureyri segir mikilvægt að vinnslan stöðvist ekki vegna skorts á hráefni.

 

„Já, það skiptir máli, bæði fyrir starfsfólkið og svo auðvitað viðskiptavinina, sem panta með töluverðum fyrirvara og treysta á afhendingu á umsömdum tíma. Þetta hangir allt saman, veiðar, vinnsla og sala. Auðvitað veit allt starfsfólkið í landi að brælurnar hafa skapað erfiðleika við veiðar en sem betur fer hefur tekist að halda úti stanslausri vinnu alla daga frá áramótum í landi og það er visst afrek.“

10.03.2022 19:44

Rússneskur togari á Karfaveiðum á Reykjaneshrygg

                  K-1676 Á veiðum á Reykjaneshrygg árið 2015 mynd þorgeir Baldursson 

09.03.2022 19:24

Kaup Ve 4

                               Kap Ve 4 á loðnumiðunum mynd þorgeir Baldursson 

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1460
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 331753
Samtals gestir: 6644
Tölur uppfærðar: 4.10.2022 02:11:25
www.mbl.is